Auðvitað og þó miklu fyrr hefði verið!

 Áfengissala Íslendinga hefur undanfarna áratugi verið rekin eins og fólki sé ekki sjálfrátt og þess vegna þurfi að passa upp á það, þannig að margir fá á tilfinninguna að þeir séu eins og hálfgerðir sakamenn eigi þeir erindi í verslanir ÁTVR, að mati þeirra sem stjórna sölunni. 

Hverjum er verið að þjóna er ofar mínum skilningi, því þetta er ekkert annað en skortur á þjónustu að við þá sem vilja kaupa sér brjóstbirtu. Einokun í þessum málum er eitthvað sem flestir vilja vera lausir við árið 2014.

Eins og allir vita þekkist þetta fyrirkomulag varla annarsstaðar, (nema í Noregi) þó maður sjái ekki meiri drykkjuskap í þeim löndum sem fólk getur nálgast vín með matnum, keypt sér bjór og hvað þetta nú allt heitir. Við erum föst í klafa eldgamallar góðtemplaramenningar sem bauð fólki upp á þau rök að allir yrðu fyllibyttur hefðu þeir vín um hönd.

Drykkjuskapur er andstyggðar böl, en hann batnar ekki eða dregur úr honum þó sopinn verði seldur í verslunum, til þeirra sem aldur hafa og drekka af viti. Það er með ólíkindum að sú skoðun að þeir sem drekka sér til óbóta verði eitthvað minna fyrir sopann ef salan fer eingöngu fram á útsölustöðum ÁTVR, nei þeir eru þeir einu sem eru dyggir viðskiptavinir, alltaf, hvar sem salan fer fram.

Ég held að það sé löngu kominn tími til að breyta fyrirkomulaginu, þó ekki væri nema til að spara þeim sem harðastir eru í drykkjunni leigubíl i ríkið þegar þorstinn sækir þá heim. Crying  


mbl.is „Sjálfsagður hlutur að leyfa þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Alveg er ég sammála þér Beggó! Þetta gamla fyrirkomuleg er úrelt! Þetta er strangt og dýrt í Noregi en hvað gera frændur þá?! Fara annaðhvort með ferju til Danmerkur eða yfir til Svíþjóðar að kaupa vínið!

Bestu kveðjur úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 11.7.2014 kl. 09:11

2 identicon

Og hvað verður þá um alla þá sem vinna hjá vínbúðunum ?

Ólafur Björn Thoroddsen (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 09:30

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í fréttinni er aðeins fjallað um þær kostnaðarsömu breytingar sem verslanir þurfa að fara útí svo þetta geti orðið að veruleika, hver haldið þið, sem eruð þessari breytingu hliðholl skyldi nú greiða fyrir þessar breytingar????  Álagning matvöruverslana er 40% en álagning vínbúðarinnar er 10%, svo það er nokkuð ljóst að áfengisverð HÆKKAR umtalsvert verði af þessum breytingum.  Ég veit ekki með aðra en mér finnst áfengisverðið alveg nógu og hátt í dag........

Jóhann Elíasson, 11.7.2014 kl. 10:26

4 identicon

Fólk getur ekki farið að líkja okkur við aðrar þjóðir varðandi vínsölu í matvöruverslunum þar sem við erum bara skitin 225 þús á móti milljónaþjóðum.  Alls engan vegin sambærilegt algjörlega óraunhæft.  Kostnaður fyrir matvöruverslanir að koma upp pláss fyrir vínið, fá vínveitingarleyfi, herða öryggi og eftirlit verður auk þess örugglega mikill.  Vín seld á þeirra vegum verða þar afleiðandi á mun hærra verði en nú.  Og hvað ætli það kosti mikið að loka vínbúðunum ?  Þekking, vöruúrval og þjónusta ÁTVR hefur margafaldast í gegnum árin.  Er fólk kannski búið að gleyma að fyrir 20 árum síðan var verðlisti ÁTVR 2 A4 blöð heftuð saman og þar var að finna nánst eingöngu sterkvín.  Núna er úrvalið orðið margfalt meira og vörulistarnir innihalda allskonar fróðleik um vín og mat.  Veit að auki til þess að vínframleiðendur sem hafa komið í vínbúðirnar hafa verið hissa og jafnframt heillaðir af því mikla úrvali og þekkingu vínbúðanna í þessu litla landi.  Svo er það sem að hinn grunnhyggni ráðherra hefur ekki alveg gert sér grein fyrir sem er að loki vínbúðunum verða hundruð manna atvinnulaus.  Er einhver skynsemi að vera punga út auka tugum ef ekki hundruð milljónum í atvinnleysisbætur bara svo að verði hægt að opna vín og ostabúðir ?  Og að halda því fram að tóbakssala sé meiri en vínsala er furðulegt þar sem reykingar hafa dregist saman síðustu ár.  Bönkunum var gefinn laus taumur í einkavæðingu og hvernig fór það, anyone ?  

Ólafur Björn Thoroddsen (IP-tala skráð) 11.7.2014 kl. 21:58

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Samkvæmt mínum tölum voru íbúar landsins rúmlega 324 þúsund í ársbyrjun 2014, þannig að þarna skeikar 1/3 íbúanna.

Þó aðrar þjóðir tejist sumar í milljónum, sé ég ekki að það hafi neitt með áfengissölu að gera, annað en að hlutfallslega munu ansi mikið færri reyna að gera það gott á áfengissölu en með þeim erlendu.

Enginn verður skikkaður til að selja sopann og þess vegna er mönnum í sjálfsvald sett hvort þeir leggja í einhvern kostnað til að reyna fyrir sér í þeim efnum.

Vísast myndu margir kjósa að ráða eitthvað af því fólki sem reynsluna hefur úr búðum ÁTVR til að annast þetta. Þetta er jú fólk með margþáttaða vitneskju um vín og aðrar áfengar veigar sem myndu nýtast vel í eienkageiranum líka.

Dragist sala á einhverjum teg. saman vegna skorts á bæklingum, verða innflytjendur bara að standa sig í stykkinu og sjá til þess að varan sé vel kynnt, annað eins er nú gert.

Þetta myndi eflaust skapa samkeppni milli verslananna sem tækju vínsöluna inn, þannig að stundum væti e.t.v. smásjens í tilboðum á einstökum vörutegundum, og samkeppnin myndi halda verðinu í skefjum, því ef fólki blöskrar verðlagið hættir það bara að versla við þá sem okra á brjóstbirtunni.

Í dag hefur ÁTVR alvald í sölumálunum og hvikar hvergi, hvort sem fólki líkar betur eða verr.

Ég sé enga ástæðu til að fara mörg ár aftur í tímann, og setja á fleiri og fleiri höft vegna þess að ófrómir menn sáu sér leik á borði að ræna bankana innanfrá og skilja allt eftir í hers höndum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.7.2014 kl. 03:10

6 identicon

Ég geri ráð fyrir að þú hafir aldrei gert innsláttar eða stafetningarvillu áður.  En ég var hundþreyttur eftir langan vinnudag þegar ég setti þetta inn í gær.  Miðað við hvað við erum fámenn þá er þessi innsláttar villa mín lítið til að kippa sér við.  Þarf svona lítið samfélag á þessu að halda ?  Og veist þú annars hversu mikið af áfengistegundum allir vínbirgjar eru með á sínum vegum ?  Glóbus, RJC, Mekka, Bakkus, Haugen gruppen, Ber og allir aðrir minni birgjar.  Ef ætti að opna áfengisdeild í td Hagkaup, þá yrði að stækka verslunarrími þeirra um allavega helming fyrir lagerinn og það sem stillt er upp inní búð. Ég sé ekki fyrir mér Bónus á Egilsstöðum vera að selja Chateau Petrus eða Chateau Mouton Rothschild.  Og hvað samkeppni varðar þá fæ ég nú ekki betur séð en að verðsamráð séu aðalmottóið hér á Íslandi.  Olíufélögin hér um árið og nú Bykó og Húsasmiðjan.   Og því miður er það Íslensk hefð að láta taka sig í rassgat því það er sama hversu mikið fyrirtæki svindlar á fólki,  gleymir það strax og kemur alltaf aftur. 

Ólafur Björn Thoroddsen (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 07:20

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er alltaf verið að miða við Reykjavík og nágrenni, en hvað með bæina út um landið, þar fækkar störfum, og í þokkabót mun vöruval minnka verulega, og sennilega hækka vínverðið. Við munum þurfa að kaupa eina tegund af vodka, eina af visky, ef við erum heppinn tvær eða þrjár tegundir af rauð og hvítvíni, og svo framvegis. Það er einfaldlega ekki hægt að miða bara við stór Reykjavíkur svæðið, við hin verðum þá ofurselt Bónus og Samkaupum um að hafa á lager vín, og þá sennilega bara það sem mest er keypt af.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2014 kl. 21:58

8 identicon

Það er misskilningur Bergljót ef þú telur að andstaða, vantrú eða tortryggni í garð þessara breytinga byggist á því hvort fleiri sjáist fullir einhvers staðar á götum úti. Raunveruleikinn er sá að aukið aðgengi þýðir aukin heildarneysla áfengis í landinu. Aukin heildarneysla þýðir óhjákvæmilega aukinn heilsufarsvandi, lifrarsjúkdómar, tauga, hjarta- og æðasjúkdómar og síðast en ekki síst, aukin tíðni ótímabærra öldrunareinkenna. Þetta eru langtímaafleiðingar sem nágrannaþjóðir okkar kannast vel við. Reyndar er svo að heilbrigðissvið velflestra vestrænna ríkja vilja frekar draga úr og hefta aðgengi áfengis með hærra vöruverði og færri sölustaða. Sérstaklega á Bretlandseyjum. Þetta hefur s.s. ekkert með það að gera hvort fólk sé hauslaust úti á götu, þó vissulega geti einhver tilfelli um slíkt dúkkað upp. Hver 100 ml. hækkun á áfengisneyslu í landinu kostar talsvert fé, og spurning hvort það sé réttlætanlegt að auka fjárhagslegar álögur á þjóðina til að gera fullkomlega aðgengilega vöru ennþá aðgengilegri. Nú hefur heildarneysla áfengis í landinu risið úr ca. 4,5 l. af hreinum vínanda á hvern Íslending í tæplega 9 l. á rétt um 25 árum. Afleiðingar þess í formi álags á heilbrigðiskerfið, skertum lífsgæðum og starfskröftum og heilsubrests fyrir aldur fram er bara að koma fram á síðustu árum og mun aukast á næstu.

Nú er ég ekki að segja að rigna muni eldi og brennisteini strax dagana og vikurnar eftir að slíkt frumvarp verði samþykkt, en fólk þarf þó að vera upplýst um að þetta mun kosta samfélagið umtalsvert fé, vanda og hörmungar með komandi áratugum. Sorglegast af öllu er þó að enn einu sinni horfir fólk til mistaka annarra landa með glýjuna í augunum og berst fyrir að lepja upp sömu misktök í stað þess að hlusta á varnarorð þeirra einstaklinga sem vit hafa á málunum. Læknum, heilbrigðisstofnunum og þeim sem fást við langvinnar afleiðingar vandamálsins.

P (IP-tala skráð) 12.7.2014 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband