27.2.2013 | 18:14
Sóðaskapur í Reykjavík
Borgin okkar þ.e. miðborgin sem Samtök ferðaþjónustu eru svo æst að auglýsa út um allar heimsins grundir er að verða einhver sú sóðalegasta í Evrópu og jafnvel víðar. Glerbrot, sígarettustubbar, umbúðir og allskyns drasl liggur eins og hráviði út um allt.
Þar sem mér verður oft gengið um miðbæinn og næsta nágrenni og þarf því að líta þennan ófögnuð augum hefur það svona létthvarflað að mér hvort gatnahreinsunardeildin sé í vetrarfríi, hvort borgarstjórinin sé blind, eða hún vorkenndi svo þeim sem að eiga að vinna þessa vinnu í vetrarkuldanum svo mikið að hún gleymi bara að það er ekkert kalt og hefur ekki verið lengi.
Eg ætla ekkert að minnast á tyggjóið sem er orðið eins og landakort um allar trissur.
Svo eru það hundaeigendurnir sem eru of góðir með sig til að hreinsa upp saurinn eftir hundana sína, sem skíta út um allt, þ.e. hundarnir. Þetta á þó langt í frá við um alla hundaeigendur því flestir, að ég hygg, eru með netta plast poka á sér og hirða þetta upp um leið og dýrin hafa hægt sér. Samt er allt varðandi í þessum ósóma. Þetta er eitthvað sem verður að finna lausn á.
Ég skora á borgarstjórnina til að gera skurk sem um munar í þessum málum fyrir okkur borgarana sem viljum hafa borgina okkar hreina og fallega og ekki síður fyrir ásýnd hennar ferðamönnum til handa.
E.t.v. væri hægt að láta ferðaþjónustuna borga einhvern skatt til að halda borginni hreinni svo hún geti kinnroðalaust brosað framan í fólkið sem lætur glepjast í dag til að heimsækja þennan ruslahaug.
Athugasemdir
Glöggt er gests augað og þegar ég fer í borgina þá sé ég þetta líka, góður pistill
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2013 kl. 10:54
Og á þeim stöðum sem er búið að sópa og allt lítur út fyrir að vera hreint, þá þarf maður ekki annað en að líta inn í næsta runna.. En þeir eru allir yfirfullir af rusli.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 28.2.2013 kl. 12:23
Tek undir þetta með þér Bergljót. En ég er hræddur um að Erna Hauksdóttir hjá SAF fái kvíðakast heyri hún þig nefna orðið skatt við sitt fólk.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.2.2013 kl. 19:56
Ég sló þessu með skattinn fram í hálfgerðu gríni, því mér er virkilega orðið í nöp við alla þessa ferðamenn í borginni. Ekki svo að þeir hegði sér neitt óviðunandi, heldur er ekki þverfótandi fyrir þeim. Þetta er eins og á spænskum ferðamannastöðum, en þó er sá ljóð úr að þú færð ekkert að sjá hvernig þetta fólk lítur út því Allir eru kappklæddir, ekkert sést nema andlitið, ólíkt því þarna suðurfrá þar sem þó er hægt að gleðja augað öðru hverju, beri virkilegan góðkropp fyrir augu.
Bergljót Gunnarsdóttir, 3.3.2013 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.