25.2.2013 | 00:52
Úff
Þetta er svo sem allt ágætt fyrir utan hversu mikill og ljót sjónmengun er af þessu ljóta stóra mannvirki sem skyggir á sjávarsýn frá einu fallegasta þorpi landsins. Það er synd að Bílddælingar skyldu fást til að samþykkja staðsetninguna, en skýringin er eflaust sú að illa áraði og atvinnuleysi mikið þegar þessi ákvörðun var tekin.
Því miður verður þessu varla breytt héðan af, en mikið væri gaman að sjá hafnar svæðið án þessa skrímslis.
Eg samgleðst að öðru leyti Bílddælingum með vaxtarbroddana sem skapast hafa í atvinnulífinu að undanförnu með laxeldi o.fl.
Ný verksmiðja reist á Bíldudal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er ekki falleg sjón, en tek undir með þér góðar óskir til Bíldælinga með að hafa betra atvinnuöryggi. Málið er að hákarlar notfæra sér örvæntingu fólks um afkomu, og vita að menn eru tilbúnari til að samþykkja hvað sem er, sem er skiljanlegt í ljósi stöðu landsbyggðarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2013 kl. 15:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.