18.1.2013 | 09:52
Stelpan okkar!
Þetta afrek Vilborgar Örnu er eitthvað sem er ekki á allra færi, hvorki líkam- eða andlega. Að ganga alla þessa leið í ískulda og roki, í erfiðu landslagi alein í tvo mánuði, er eitthvað sem flestum okkar hinna finnst ógerlegt. Ég óska Vilborgu hjartanlega til hamingju með sigurinn, já sigurinn, því það er ekki á allra færi að sigra Suðurskautslandið og komast á pólinn, og ég samgleðst henni heilshugar.
Kartöflur með beikoni á pólnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir þessar góðu óskir þínar henni til handa Bergljót mín, þetta er sannarlega afrek.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 10:53
Ótrúleg stúlkan! Tek undir hamingjuóskir!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.1.2013 kl. 11:02
Glæsilegt hjá Vilborgu, Þjóðin öll samfagnar henni.
Til hamingju Vilborg, til hamingju Ísland!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.1.2013 kl. 11:42
JÁ ÞARNA kom stelpan okkar með stórsigur og bætti fyrir töpin hjá strákunum okkar hehe.
Svona svona (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.