Davíðsson?

Kann maðurinn ekki að skammast sín?

Eða var hann á bleiju þegar hrunið varð, og er mögulega farinn að líta upp fyrir borðröndina úr barnastólnum með snuddu í munninum, þar sem Dabbi frændi kitlar hann undir hökuna og segir, svona, svona hlýddu nú, bráðum verðurðu stór og þá er eins gott að vita hvað ég vil?

Þessi framkoma minnir ekki á neinn annan, fyrr eða síðar, enginn ísl. stjórnmálamaður hefur verið eins ósvífinn og umræddur Dabbi að mínu viti.

Á ekki tertan, þessi stækkaða, bara að vera óskorin, helst á toppnum á Valhöll?


mbl.is „Við viljum stækka kökuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er auðvitað gott og blessað að stækka þjóðarkökuna. En hugmyndir Valhallarmanna um skiptingu kökunnar eru mér lítt að skapi. Þar fá þeir jafnan stærstu bitana sem minnst lögðu til bakstursins.

Litli stóri ritstjórinn í Hádegismóum ræður auðvitað því sem hann vill ráða í Valhöll, eða rúmlega öllu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2013 kl. 09:10

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Þar fá þeir jafnan stærstu bitana sem hlutfallslega minnst lögðu til bakstursins.  - Átti þetta að vera!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2013 kl. 09:55

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

tek undir með ykkur, þetta fólk hefur aldrei þurft að spara

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2013 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband