Ha, hvað, hvernig

Víst er þetta skelfilegt, því það er augljóst að ungt fólk lærir ekki af mistökum annarra og þarf alltof oft að leika töffara með þessum skelfilegu afleiðingum. Ég vona af öllu hjarta að drengurinn haldi skilorðið og öðlist einhverskonar sálarró með tímanum.

Annað er þó sem slær mig við þessa frétt, ef hún er borin saman við dómsuppkvaðninguna yfir manninum sem var dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morðtilraun á lögmanni einum hér í bæ. Mönnum er eflaust í ljósu minni þegar maðurinn sem var staddur á lögmannsstofunni vegna 80.000 kr. skuldar, virtist í góðum gír að semja um skuldina, þegar hann tók allt í einu upp hníf og réðist á lögmanninn. Ekki tókst honum þó að drepa hann, en stórslasa.

Fólk er að misnota börnin sín, og misþyrma þeim á ýmsan hátt. Ungu fólki er nauðgað, fólk limlest á götum úti, allt við fremur vægar refsingar. Þyngstu refsingarnar virðast vera þegar peningar eru í spilinu, en manneskjan er heldur léttvæg í dómskerfinu. Maður heyrir varla um dópsala lengur, ekki eru þeir þó komnir innundir?

Spurningin er þessi: Er þyngri dómur, og lögð meiri áhersla á þungan dóm, ef lögmaður á í hlut, jafnvel þó hann bíði ekki bana? Getur verið að lögmenn leggi þyngri áherslur á refsingu ef kollegar þeirra eiga í hlut? Er kannski einhverskonar flokkunarsystem í gangi, og á ég þá við eftir mannvirðingum að áliti lögmanna, eða bara jafnvel hvort á peningingaeign glæppamannsins er horft. Eða liggur þetta misræmi hjá dómurum?

Mér datt þetta svona í hug, því ég botna ekkert í þessu misvægi afbrota og refsinga.


mbl.is Hjartasár sem hættir ekki að blæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Davíðsson

Fyrir manndráp af gáleysi framið með bíl er venjulegur dómur hálfs ár skilorðsbundið fangelsi hver sem fyrir brotinu verður. Jafnvel þótt ekið væri á lögfræðing og hann drepinn fengi viðkomandi ekki strangari dóm fyrir brotið. Síbrotamaður á þessu sviði yrði líklega dæmdur í óskilorðsbundið fangelsi.

Það má hinsvegar velta því fyrir sér hvort ekki ætti að dæma menn í samfélagsþjónustu fyrir svona brot. Það gæti verið lærdómsríkt fyrir brotamanninn að starfa í t.d. 100 klst. á Grensásdeild og sjá afleiðingar ofbeldishegðunarinnar í umferðinni.

Árni Davíðsson, 6.7.2012 kl. 10:17

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er bara einfaldlega alltof þungur dómur fyrir þetta afbrot, þó það sé sárt.  Þá hefur þessi ungi maður svo sannarlega tekið út sína refsingu, þetta er í hróplegu ósamræmi við aðra dóma af miklu verra tagi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2012 kl. 17:18

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er margt misræmið í dómum, það er ljóst. Það er alltaf matsatriði hvað er hæfileg refsing og hvað ekki.  Eitt stakk mig þó verulega í því máli sem þú nefnir Bergljót, í þessu máli með árásina á lögmanninn.

Lögmanninum sem fyrir árásinni varð voru dæmdar 3 milljónir í fébætur fyrir missi á nýra, stungu í bæði lungu auk fjölda annarra  stungusára. Maðurinn verður aldrei samur aftur, því eru þetta fáránlegar miskabætur!

Félaga hans sem, kom honum til hjálpar og fékk við það tvær stungur í annað lærið voru hinsvegar ákvarðaðar bætur upp á 800.000, (áttahundruð þúsund) enda var um frægt fótboltalæri að ræða.

Annar er aumingi fyrir lífstíð fyrir 3 millur hinn er haltur í nokkra mánuði fyrir 800 þúsund. Til hamingju Ísland!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.7.2012 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband