Auglýsing á heimsmælikvarða, allavega í lengd

Hvað þarf til að fá svona flotta auglýsingu, að öllum líkindum fría, á Mbl.is  Þetta er alveg óendanlega langt og ítarlegt og svo er klikkt út með beinum link til að leigja sér íbúð, hvar sem er í Evrópu. Stendur svona lagað fleirum til boða?
mbl.is Tóku áhættu sem borgaði sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað þarf til? Kannski bara að gera eitthvað sem er sérstakt og telst fréttnæmt. Eða bara að "hafa kjark til að synda á móti straumnum" eins og stendur í fréttinni.

Þetta er jákvæð frétt um velgengni ungs fólks, sem er ágæt tilbreyting frá sífelldlum fréttum um klúður, sukk og svindl. Er það ekki bara fínt?

Haraldur Hansson, 1.7.2012 kl. 22:55

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Víst er það fínt, og ekkert nema jákvætt við dugnað og framsýni fólksins.

En hver vildi ekki fá svona auglýsingu fría í útbreiddasta fjölmiðlinum, og hvað þarf til?

Hjartanlega sammála þér um að allar fréttirnar um sukk og svínarí eru dapurlegar.

Hefði ekki fylgt þessari grein linkur á fyrirtækið hefði ég litið á hana sem frétt en ekki fría auglýsingu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 1.7.2012 kl. 23:07

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gaman að lesa um svona velgengni Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.7.2012 kl. 00:26

4 Smámynd: Riddarinn

Já gaman að lesa um að fólk sem hefur kjark til að stökkva út í djúpu laugina og hugmyndaflug til þess að framkvæma hluti sem ganga svo svona vel upp og mikið var ég ánægður að það fylgdi linkurinn með til að vita hvernig maður gæti skoðað síðuna því þetta getur maður notfært sér seinna meir þegar maðu bregður undir sig betri fótinum og ferðast um víðann völl.

En það eina sem setur bletta á þetta er að menn skuli vera að væla yfir því að fólkið fá "auglýsingu" út á þetta,hvað er að hjá sumum,er það afbrýðisemi eða óánægja með að hlutirnir gangi vel hjá öðrum eða hvað er það sem rekur menn í að vera að væla útaf svona með óánægju.

Líklega stæði þetta væluskjóðunni einnig til boða að fá greina um velgengni sína ef henni dytti í hug að gera eitthvað og hefði kjarkinn og hugmyndaflugið í að gera svipaða hluti og ég skora á viðkomandi að skella sér í svipaða hluti,það er nógur markaður á netinu og öllum frjálst að reyna sig og fórna sér og sínum ef hann hefur kjark dug og orku til þsess að láta drauma sína verða að veruleika.

Riddarinn , 2.7.2012 kl. 06:28

5 identicon

Mig vantar einmitt svona ókeypis auglýsingu, enda þarf ég peninga til að búa til peninga, má ekki við því að eyða af litla sem til er.

Þórir (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 16:27

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Jæja góðir hálsar.

Eiginlega skrifaði ég þetta með því að markmiði að æsa fólk upp og sjá viðbrögðin. Hélt jafnvel að fólk tæki undir með mér og færi að óskapast út ú velgengni fólksins, að það væri eitthvað óeðlilegt við þetta allt.

Ég veðjaði við vinkonu mína um að helmingur svara yrði neikvæður og öfundsjúkur í garð þessa unga fólks sem hefur staðið sig svona aldeilis vel í stykkinu.

Auðvitað er ég búin að skíttapa veðmálinu, en verð þó að viðurkenna að ég sé ekkert eftir hvítvínsflöskunni sem lögð var undir.

Að lokum vil ég benda riddaranum á að kynna sér betur hvað fórn er, því það er langt í frá það sama og að leggja eitthvað undir, eða voga svo hlutirnir geti mögulega gerst. Ekki held ég heldur að ég yrðii neitt betur sett þó ég fórnaði einhverju, hvort sem það væri rolla eða jafnvel maður og blóðið fossaði í stríðum straumum um allt stofugólfið.

Ef þú fórnar einhverju kæri riddari, þá á það ekkert afturkvæmt sbr. í skák, ef þú fórnar manni þá er hann úr leik. Vogirðu er alltaf sjens að hlutirnir snúist þér í hag og þú fáir stóra vinninginn, ég tala ekki um ef þú sýnir hugvit og áræði.

Þakka þeim sem lögðu sitt til málanna. Það gladdi mig stórlega að tapa, því fólk er samkvæmt þessu miklu betur þenkjandi en ég hélt.

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.7.2012 kl. 00:41

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert bara frábær elskuleg mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband