Sjálfsánægja

DSC00856

Bara svona smá mont, var að enda við að hlaða þetta grill, með smáaðstoð frá tveim sterkum barnabarnsstrákum. Vegginn skreytti ég síðan til að fá smá suðrænan fíling í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Bergljót; jafnan !

Þetta skemmtilega handverk; ber listfengi þínu - sem drengjanna, hið bezta vitni.

Tilgerðarlaust; en smekklegt, á allan máta, ágæti síðuhafi.

Og munum; sjálfsánægja, á oft rétt á sér, Bergljót mín.

Með góðum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 23:47

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.5.2012 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

FLOTT! Þarf að koma og kíkja bráðum :-)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.5.2012 kl. 13:47

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Velkomin heim. Hlakka til að sjá þig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.5.2012 kl. 14:57

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mér líst vel á þetta hjá þér vinkona. Svo er það ekki amalegt að hafa útsýni til Kína.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2012 kl. 16:12

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Útsýnið til Kína heillaði dóttur mína svo mjög, þegar hún var ca. 5 ára að hún hamaðist í eldhússkápunum, standandi uppi á stól, og svaraði aðspurð um hvað hún væri að gera, um leið og hún greip hrísgrjónapakka og stökk af stað, mamma ég verð að sýna þeim eitthvað sem þeir skilja.

Það voru einhverjir starfsmenn sendiráðsins að vinna í garðinum og þeir höfðu mikið gaman af þegar hún stráði grjónunum á vegginn, hlógu og voru mjög vingjarnlegir.

Í dag heilsar enginn þarna megin veggjar, enda fáir utandyra og sjaldan. Ekki hvarflar að þeim að taka undir þó þeim sé heilsað kurteysislega og það á kínversku. Þetta er allt orðið svo formlegt, að ég myndi nánast kalla það ókurteysi. E.t.v. er það einhver misskilningur, en öll manneskjuleg kurteysisviðbrögð láta á sér standa hinum megin þessa lága múrs.

Bergljót Gunnarsdóttir, 25.5.2012 kl. 02:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er þetta skemmtilegt og svo einfalt og stílhreint Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.5.2012 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband