Sumardagurinn fyrsti

Vorið er komið og grundirnar gróa söng Hallbjörg forðum og gerði það með þvílíkum stæl að flestir trúðu henni, að ég held, jafnvel þó að um haust væri. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur og það hélst merkilegt nokk til kvölds. Við skulum vona að þetta sé byrjunin á fallegu og löngu sumri með hæfilegu veðri fyrir alla, bæði sóldýrkendur og svo bændur sem þurfa svo nauðsynlega á rigningu að halda, öðru hverju, eigi afkoman að vera sæmileg.

Ég er sem betur fer ekki með nein smábörn lengur og þarf því ekki að mæta skyldunnar vegna í skrúfgöngur, eins og ein dóttir mín nefndi þær í den. Skrúðgöngur eru al leiðinlegasta fyrirbrigði sem ég hef þurft að láta ganga yfir mig um dagana og það svona 50 - 100 sinnum of oft. Kröfugöngur eru miklu betri, enda helgar tilgangurinn meðalið, þó svo að þær ættu að vera óþarfar í landi þar sem ríkisstjórnin álítur sig standa sig með afbrigðum vel. Því miður eru þær oftast jafn gagnslausar og þær fyrrnefndu, en kæri stjórnvöld og atvinnurekendur sig um, sem þau gera oftast ekki, ættu þau þó að fá skýr skilaboð um hvað bjátar á hjá verkalýðnum og öðrum launamönnum.

Það er ekki langt í fyrsta maí og og vonandi slysast einhver af ráðamönnum þjóðarinnar til að hlusta á ákall almennings og koma því til skila, því allt þetta fólk marserar til að reyna að ná eyrum þeirra. Ef ráðamenn létu ekki eins og kröfugangan 1. maí væri ekki til, þeir virðast bæði blindir og heyrnalausir þann dag, væri e.t.v. smásjens að verkalýðurinn fengi  frí á þessum hátíðisdegi sínum og fengi notið hans með fjölskyldu og vinum í staðinn fyrir að standa sífellt í þessu vonlausa þrammi, áratug eftir áratug, án árangurs.

Að svo mæltu óska ég landsmönnum öllum gleðilegs sumars.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt sumar Beggó mín, ég vona svo sannarlega að það færi okkur yl til að bæta fyrir kuldann í vetur.

Ég er sammála þér með skrúðgöngurnar eigi fór ég í 1 mai göngurnar, en ég var skáti og mætti eins og ég átti að gera á sumardaginn fyrsta nú það var svo sem allt í lagi en mikið var ég fegin er þær voru afstaðnar.

Ráðamenn hlusta ekki á okkur fólkið í landinu.

Við kvennfólkið á þessu heimili, hér eru reyndar bara konur, fórum að sjá List án Landamæra í gær og það gleður okkur alltaf jafn mikið að sjá þessa vini okkar leika fyrir okkur í allri sinni einlægni og gleði  fengum okkur síðan kaffisopa, dagurinn var góður

Kærar kveðjur til þín Beggó mín og njóttu sumarsins í þeirri mynd sem það  ber á borð fyrir okkur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2012 kl. 08:12

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Gleðilegt sumar elsku vinkona. Við erum alltaf á leið í kaffisopa..Reynum kannski um helgina..Já við trúm á gott sumar!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.4.2012 kl. 08:20

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Bergljót mín vonandi fara ráðamenn að hlusta á raddir fólksins.  Gleðilegt sumar til þín líka.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2012 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband