7.12.2011 | 15:22
Mugison tónleikarnir
Mugison er búinn að gefa miða á þrenna tónleika sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu, þ. 22. nk.
Þetta er stórmannlegt af söngvaranum , sem hefur greinilega ákveðið að launa aðdáendum sínum fyrir góða sölu plötunnar sem var að koma út.
Öðru máli gegnir með það skítapakk sem tryggði sé helling af miðum og er nú að selja þá dýrum dómum á facebook. Þetta er svo óþolandi að ég á ekki orð. Ekki það að ég sæktist eftir þessum miðum, heldur það að einhverjir óprúttnir ræflar séu að gera sér að féþúfu, það sem Mugison gaf.
Athugasemdir
Snillingur er fólk í alvöru að selja miða á feisinu? andsk. hálfvitar
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2011 kl. 15:59
Við hverju er að búast þegar fólk fær ókeypis upp í hendurnar tiltekin gæði sem eru eftirsótt og margir eru tilbúnir að greiða fyrir? Eiginlega minnir þetta mig á framsal kvótaheimilda.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 17:34
Eins og ég er búin að segja næ ég ekki upp í nefið á mér, frekar en yfir kvótaheimildunum ef út í það er farið.
Bergljót Gunnarsdóttir, 7.12.2011 kl. 18:04
Mugison og pabbi hans Muggu eru báðir frábærir karakterar, náttúrubörn sem betur fer.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.12.2011 kl. 19:13
Já þeir eru æðislegir og skömm er að græðgi fólks, en kaupir einhver af þessu fólki miða, ekki mundi ég gera það
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2011 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.