Hjálp til handa öldruðum?

Samkvæmt frétt Stöðvar 2 núna rétt áðan, á að loka öldrunardeild Landakotsspítala á næstunni, vegna sparnaðar. Það kostar síðan skv. áætlun, um 80 milljónir að breyta öldrunardeildinni í Kópavogi, svo hún megi anna þessum misgjörðum fólks að verða gamalt og lasburða.

Það setur að manni ugg um að næsta skref verði að slá bara gamla fólkið af, svona til léttsparnaðar í kerfinu. Hvort sú aðgerð mun ná fram að ganga eða ekki, er ég ansi hrædd um að hræðsla um líf og lifibrauð eigi eftir að slá góðan slatta af gömlu fólki af, eins og þjarmað er að því, bæði launa og heilsuhjálparlega 

Það þarf engin svartsýnisgleraugu til að sjá hvernig hlutirnir eru að arta sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er ekki beint bjart framundan hvert virðist stefna í málefnum sjúkra og aldraða..

Ætli gamla fólkinu verði ekki komið á öskuhaugana þegar maður kemst á aldur ?

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 19:53

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þAÐ STEFNIR Í ÚTRYMINGARBÚÐIR ALDRAÐRA- EINS OG HJÁ HITLER FORÐUM  með gyðinga ---- ER ÆTLUN LANDSMANNA AÐ LÁTA RÍKISSTJÓRN SEM ER AÐÐEINS AÐ HUGSA UM PENINGA OG VÖLD- KOMAST UPP MEÐ ÞETTAÐ ??  allir verða gamlir !!! ÆTLUM VIÐ AÐ BÍÐA EÐA BARA HRÖKKVA UPPAF HEIMA !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.11.2011 kl. 20:05

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þungamiðja málsins er sú að gamla fólkið skiptir engu máli, en allt sem á að heita praktískt í formi peningahyggju er það sem stjórnvöld einblína á.

Ég verð að viðurkenna að ég, sem verð 72ja ára í janúar, sé ekki fram á mikla samúð stjórnvalda í ellinni, ef þessi hugsanagangur heldur áfram að vera ofaná.

Má vera að þetta endi bara með því að fólk flykkist fyrir ætternisstapa af skömm yfir því hvernig það lét fara með sig, eða bara áður en það deyr úr sorg og vonbrigðum.

Er ekkert sem minnir á gildin, um að sýna gömlu fólki virðingu, til lengur? Hvað þá að láta það njóta vel unninna starfa allt sitt líf, það er ekki verið að gefa því neitt, það hefur unnið fyrir því öllu.

Þarmeð má flokka aðgerðirnar undir þjófnað...

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 20:29

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er furðulegt og allt að því kaldhæðnislegt að hugsa til þess að fólk og ekki síst stjórnmálamenn gefa sig lítið sem ekkert að málefnum aldraða fyrr en aldurinn fer að færast yfir.

Þó vitum við að öll munum við eldast með öllum þeim breyttu þörfum sem því fylgir.

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 20:32

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Eftir því sem æskudýrkunin í þjóðfélaginu eykst, minnkar virðingin fyrir eldra fólkinu og minnkar því meir sem fólkið verður eldra.

Axel Jóhann Axelsson, 8.11.2011 kl. 20:33

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Okkur hættir því miður svo til þess að horfast ekki í augu við ellina fyrr en hún er orðin staðreynd, en það er langt síðan að ég sá, að t.d. fyrrverandi landlæknir Ólafur Ólafsson , og fyrrverandi borgarfulltrúi og yfirlæknir Páll Gíslason, gerðust hatrammir fylgjendur ellismellanna eftir að þeir komust í þeirra hóp, en töluðu fyrir jafn daufum eyrum og þeir höfðu áður en elli kerling heimsótti þá sjálfa. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 20:43

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála þér Axel, þó súrt sé í að bíta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 20:45

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Svo má skoða þetta út frá mannfræði og dýrafræði sjónarmiði. Getur hugsast að í undirvitund okkar blundi ákveðin ignorans gagnvart ellinni ? Of óþægileg hugsun og ellin of náskyld stóra tabúinu, dauðanum sem við viljum sem minnst vita af ?

Í dýraríkinu er alþekkt að gömul eða lasburða dýr eru hunsuð. Þau deyja ein og afskiptalaus án miskunar eða samkenndar hinna dýranna.

Er hugsanlegt að í djúpeðli okkar leynist þetta element ? þ.e. Elli og dauði skipta ekki máli fyrr en við lendum í því sjálf ?

Bara sona pæling...

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 21:06

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þessi pæling þín, út frá dýrafræði og mannfræði skelfir mig. Við vitum vel að Indíánar voru látnir fara, eða hurfu á braut þegar þeir gátu ekki séð um sig sjálfir, en fram að þeim tíma nutu þeir fullrar virðingar innan samfélagsins, og það á örugglega við um marga aðra ættbálka, víða.

En í svokölluðu  siðmenningarsamfélagi nútímans, má það ekki að líðast að fólki séu ætluð þau örlög að skammast sín, og finnast  það til óþurftar í ellinni. Svo við komum að því sem ég nefndi upprunalega, af því það er svo ótrúlega óréttlát forgangsröðun í gangi. Ég held  að margur vildi heldur segja bara bless á eigin forsendum, en að láta gera lítið úr sér síðustu ævidagana.

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 21:54

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Mig minnir að ég hafi einhverntíma lesið um þessa pælingu í bók eftir dýrafræðinginn, Desmond Morris.

Mannseðlið er að mörgu leyti óljóst og Morris vildi meina að við værum mun líkari dýrum en margir væru tilbúnir til að horfast í augu við og viðurkenna.

Fágun á yfirborði en "animals" deep down...

hilmar jónsson, 8.11.2011 kl. 22:02

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hvort sem við viðurkennum það eða ekki erum við, af náttúrunni sjálfri upprunalega gerð sem dýr, og sumir séu ennþá skepnur, En það er nú annað mál. 

Ég held samt grínlaust, að þetta skptist, vonandi í viðunandi hlutföllum í, fágun á yfirborði o.s.frv., jafnt og hrjúft yfirborð með innri fágun.

Við erum víst búin að segja skilið við aðrar skepnur í okkar endalausa "arrogans" og verðum því að reyna að standa við þau gildi sem við höfum sett okkur sem menn, ekki skepnur.

Hætt í kvöld, góða nótt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 8.11.2011 kl. 22:41

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er yndisleg deild þar sem fólki er sýnd mikil virðing og aðstandendum líka, hún mamma mín elskuleg dó þarna 1.des.2007. Mér finnst hræðilegt til þess að vita að ekki sé hægt að halda þessari deild opinni áfram, við megum skammast okkar sem þjóð.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:20

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Já Ásdís mín, ég samþykki það. Faðir minn dó þarna líka, en þó rúml. 10 árum fyrr. Hann fékk sömuleiðis fyrsta flokks viðmót, og tillitssemi fram í fingurgómana.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.11.2011 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband