Í alvöru talað

548722[1]

Er ekki alveg einstakt að lögreglan á Selfossi hafi ekki annað og betra að gera en að liggja fyrir 30 bílum,  mönnuðum rjúpnaskyttum, til að geta lagt hönd á byssur þeirra sem ekki voru með bæði veiðikort og skotleyfi, þó alls ekki væri sannað að þeir væru án þeirra. Eftirtekjan var 2 byssur, sem líklega verða leystar út þegar eigandinn er búinn að róta í skúffunum heima hjá sér og finna pappírana.

Það er sífellt verið að tuða á því að það vanti fólk í lögregluna, allsstaðar, að mér hefur skilist. Væri ekki nær að lána Reykjavíkurlögreglunni þetta varalið, þar sem mennirnir gætu orðið til ómetanlegrar aðstoðar, og jafnvel fengið dýrmæta reynslu í því að fást við skuggahliðar borgarinnar


mbl.is Byssur teknar af rjúpnaskyttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira krappið í þér, heldurðu að það þurfi ekki að hafa eftirlit með þessu ?

Krímer (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 22:07

2 identicon

Þetta er meiri einfaldleikinn í þér að halda að Reykjavík sé eini staðurinn á landinu sem þarf löggæslu.  Grow up !!!

Fjóla (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 22:13

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú maður hefði nú haldið að löggan, þótt aðeins á Selfossi sé, hefði í meiru að snúast en að ellta uppi veiðikort..

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 22:18

4 identicon

Tek undir með Krímer.Bergljót veit ekki hvað hún er að tala um og er það vel.Löreglan þarf líka að sinna fyrirbyggjandi störfum.Það getur verið gott og gilt að gagnrýna,en reynum að vera málefnaleg

Siggi Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 22:21

5 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hilmar *dæs* ... enn einu sinni ljóstrar þú upp hversu lítið þú veist um umræðuna. 

Jón Á Grétarsson, 5.11.2011 kl. 22:26

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón, næs að þú skulir taka að þér að koma skikki á hana...

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 22:30

7 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Sko rjúpnaveiðin hefst á ákveðnum degi og lýkur á ákveðnum degi.  Þá flykkjast veiðimenn á veiðar.   Þá er ákjósanlegt að tékka á liðinu ekki satt?

Jón Á Grétarsson, 5.11.2011 kl. 22:35

8 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Vinsamlega ekki blogga svona heimskulega aftur takk fyrir.

Jón Á Grétarsson, 5.11.2011 kl. 22:46

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eftirtekjan var svo rýr að ég sé ekki að þetta hafi svarað kostnaði.

Er bara allt í lagi að vera svo blindur að sjá ekki hvar lögreglan ætti að vera stödd til að sinna raunverulegri löggæslu.

Fjóla! I am fully grown, og þess vegna sé ég hversu fáránlegt þetta er. Reykjavík þarf langmesta löggæslu, það getur hver heilvita maður séð.

Ef landsbyggðarmenn, ekki misskilja mig, eru sannfærðir um að höfuborgin sé mesta glæpapleisið , sem þurfi  á öllu tiltæku liði að halda, eins og þeir fullyrða sem sinna löggæslu hér, hvers vegna ráðast þeir geng mögulegum endururbótum sem gætu falist í gagnkvæmri hjálp, þegar á þarf að halda.  Þetta er enginn enginn landsbyggðarrembingur, heldur bara spurning um hvað löggæslunni kemur best.

Sko rjúpnaveiðinni er að ljúka og þá fyndist mér ákjósanlegt að tékka á því hvort ekki megi fara í frekari samvinnu og hætta að eltast við "hundaskít",

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2011 kl. 23:00

10 identicon

Málið er að það er ekkert ólöglegt að vera með byssu í bílnum án veðikorts. það þarf byssuleyfi fyrir byssunni ekki veiðikort, ef lögreglan tók þá ekki við veiðar þá sé ég ekki að hún geti tekið af þeim byssuna ??

En auðvitað eiga allir að fara að lögum líka lögreglan og sýslumaðurinn á Selfossi !!

Omar (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 23:15

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég þurfti ekki langan tíma til að komast að þeirri niðurstöðu, að það sem gerir blogg leiðinlegt, eru svona arrogant aths. eins og þessi Jón sendir mér svo kurteysislega.

Bergljót Gunnarsdóttir, 5.11.2011 kl. 23:21

12 Smámynd: Hörður Jónasson

Góða kvöldið. Hef fylgst með umræðunni hér og er sammála nokkrum hér að það þarf að hafa eftirlit með þessum skotmönnum sem fara um allar trissur með byssur skjótandi í allar áttir. Þetta voru 30 bílar svo það hljóta að vera amk. 30 menn þarna með byssur. Voru þeir allir með veiðileyfi eða hvað? Ekki mundi ég vilja mæta þeim. Þetta er litla Ísland en ekki USA þar sem annar hver maður er með byssu. Það er hættulegt að vera með byssu. Svo er það hinn hluturinn, þegar annar hver rjúpnaveiðimaður villist og björgunarsveitirnar þurfa að eyða peningum og tíma að finna þá.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 5.11.2011 kl. 23:27

13 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón er svona eins konar " blogg enjoy killer "

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 23:28

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir eiga nafn yfir svona karaktera í spilavítunum í Vegas. Þar eru þeir kallaðir: "Cooler "

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 23:30

15 identicon

Hvaða veiðikort hafa þeir útlendingar, sem eru farnir að venja komur sínar hingað til veiða? Það þarf að fara á námskeið til að fá veiðikort.

Hér hefur Svíakonungur verið á hreindýraveiðum. Var hann með veiðikort eða eru kannski einhverjir undanþegnir reglunni. 

Og hvaða kort þurfa Íslendingar að hafa, til að fara á veiðar í öðrum Evrópuríkjum?

Stebbi (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 23:58

16 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Góða kvöldið Hörður.

Samkv. fréttinni var gefið í skyn að tveir hefðu ekki uppfyllt skilyrði um að hafa vopn umdir höndum, aðallega vegna pappíra.

Við erum mis hugrökk , þannig að það er auðvitað hverjum og einum í sjálfsvald sett að þvælast um á hálendinu til að mæta blásaklausum rjúpnaskyttum, sem gætu bara tekið uppá að skjóta mann með köldu blóði. Ég held ekki að þú ættir neitt að vara að leggja leið þína þangað.

Svo er ég alveg handviss um að menn eru ekki að freta úr byssunum í allar áttir.

 Víst geta byssur verið hættulegar, en ekki er ég nú ennþá farin að sjá annan hvern veiðimann villast.

Þegar eitthvað í áttina að 5% fer að villast er kannski kominn tími til að ath. málin.,

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2011 kl. 00:07

17 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Mikið var Æðafuglinn góður,ekkert veiðikort..

Vilhjálmur Stefánsson, 6.11.2011 kl. 00:16

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2011 kl. 00:39

19 identicon

alveg er eg sammala ter Bergljot. en eg get med engu moti skilid bullid i honum Joni

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 01:55

20 Smámynd: Valur Hafsteinsson

"Eftirtekjan var svo rýr að ég sé ekki að þetta hafi svarað kostnaði."

 Ætti þá lögreglan ekki að vera á gangi í bænum nema hún haldi að einhver muni berja annann þar?

Ætti lögreglan þá ekki að vera á þjóðvegunum ef hún heldur að 99% ökumanna séu á löglegum hraða?

Það náðust nú samt 2 þannig að ekki voru allir að fara eftir lögum.  Þannig að ég held að þetta hafi verið fullkomnlega réttmætanlegt.  Þar fyrir utan þá er þetta einfaldlega eitt af þeim verkefnum sem lögreglan á að sinna samkvæmt lögum.  Þetta kallast kannksi ekki stórvægileg brot.  Svipað eins og að gleyma ökuskírteininu í hinum buxunum þegar þú skreppur aðeins út. Myndir einfaldlega sækja það og sýna það upp á stöð til að sanna að þú hafir vissulega réttindi til að stjórna þessu ökutæki sem þú varst gripinn "glóðvolgur" á.  

Valur Hafsteinsson, 6.11.2011 kl. 07:13

21 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Beergljót, Nú er ég veiðimaður og held til rjúpna þegar þannig liggur við. Lögreglan sinnir þessu eftirliti eins og öðrumeftilitum svo sem hraðakstri, bílbeltum eða farsímanotkunn við akstri. Það sem lögreglan er að gera er td að athuga hvort allt sé í lagi sem og hvort allur búnaður sé löglegur. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við það(af minni hálfu). Það stendur skýrt í skotvopnalöggjöfinni að þér beri að hafa hvorutveggja, skotvopnaskítreinið og veiðikortið. Hjá þessum tveim þá dugir að annar sé með veiðkortið á sér en þá er hin bara að fylgja. Hinsvegar er það skrítið að það skuli ekki vera hægt að tékka hvort viðkomandi sé með réttindin eins og gert er með ökuskirteinið.

Hörður Jónsson, ekki er það gott ef þú hefur svo lítið hjarta að þú getir ekki mætt veiðimönnum, staðreindin er sú að þú getur ekki farið út í kringluna öðruvísi en að mæta nokkrum eða skroppið út í búð. 

"...með þessum skotmönnum sem fara um allar trissur með byssur skjótandi í allar áttir." Það er mjög algengt að veiðimenn mæti hvor öðrum á veiðislóð og enginn hefur dáið eða særst eftir það. Það eru meiri líkur á því að verða fyrir bíl á hálendinu en að verða skotinn og í raun hafa fleiri slasast þar eftir árás rúpna en eftir að verið skotnir. "Svo er það hinn hluturinn, þegar annar hver rjúpnaveiðimaður villist og björgunarsveitirnar þurfa að eyða peningum og tíma að finna þá" Í gær skiluðu 100% sér til baka og um síðustu helgi voru næstum allir sem komust hjálparlaust til baka en nokkrir þurftu á bendingu að halda. Fáir veiðidagar valda því að fara verður í erfið veður. Flest útköll hjá björgunarsveitum er vegna þess að lausamunir eru farnir að takast á loft og næst á eftir eru ferðamenn sem sitja fastir upp á heiðum. Veiðimenn eru duglegri en aðrir að styrkja björgunarsveitirnar því þeir átta sig á því að það getur eitthvað farið úrskeiðis

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.11.2011 kl. 07:41

22 Smámynd: Elvar Örn Reynisson

lög eru lög, þetta hefur gott forvarnargildi fyrir aðra sem gætu freistast til að veiða án tilskilinna leyfa.

Elvar Örn Reynisson, 6.11.2011 kl. 08:30

23 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í þetta skriptið er ég mjög ósammlála þér Beggó mín, það vill svo til að ég veit að löggan hér hefur yfrið nóg að gera og eru vanmannaðir, en hluti af skildum þeirra er einmitt að fylgjast með þessu og því gera þeir það, þeir vildu sjálfsagt allir fá að sinna einungis "open and shut" málum en svo er nú aldeilis ekki, hér flæðir í gegn þvíliík mergð af fólki í ýmsum erindagjörðum hvern dag og því er skilt að hafa uppi eftirlit, hvort sem er með byssum, hraða, eiturlyfjum, drykkju eða öðru sem upp á borð þeirra ratar.  Reynum bara að vera löghlíðin öll svo þeirra starf verði kannski örlítið auðveldara.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2011 kl. 11:24

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ja hérna og sitt sínist hverjum.

Beggó ég er svo sammála þér, finnst við höfum ekki efni á fullmönnuðum vöktum í lögreglunni þá verður að forgangsraða betur þar eins og í svo mörgu öðru.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.11.2011 kl. 11:38

25 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þið hugsið of skammt, hér er aldrei fullmannað en þeir eru skildaðir til að fylgjast með þessum málum eins og svo mörgu öðru, það má ekki undanskilja þetta því þá er menn strax farnir að nota sér það, hinn typiski Íslendingur reynir alltaf að gera það sem ekki má.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2011 kl. 12:53

26 identicon

HAHAHAHA! Þetta er stór ástæða fyrir því að ég þolir ekki Moggabloggarar. Komið ykkur saman í kaffihús og ræðið málin.

Skil ekki afhverju ég er ennþá að klikka á bloggin með fréttum

Anton (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 18:39

27 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Satt best aða segja nenni ég ekki að svara einhverju um hvort þetta eða hitt megi gera eða ekki, úr því að eitt má.

Ásdís, það er alveg rétt hjá þér að lögreglan væru betur sett í bænum, úr því hún er vanmönnuð og fullt af hlutum sem lægi nær að sinna. Það var eiginlega þess vegna sem mér fannst svona "fyrirsát" uppi á fjöllum svo ónauðsynleg.

Anton, ef þú þolir okkur ekki, vertu þá ekkert að fara inn á síðurnar okkar. Þú klikkar e.t.v. vegna þess að þú ert orðinn klikkaður á því að klikka á hluti sem þú botnar ekkert í. Hver heldurðu t.d. að gæti hugsað sér að eyða svo miklu sem einni smástund á rándýru kaffihúsi með Jóni K Grétarssyni?

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.11.2011 kl. 20:41

28 identicon

Segjum svo að eitthvað alvarlegra hefði nú komið upp í umdæmi lögreglunar á Selfossi.  Átti þá bara að hringja til Reykjavíkur og afturkalla lánið á mönnunum þangað?  Auðvitað eru menn að þessu eftirliti í "dauða tímanum"inn á milli einhvera meira aðkallandi verkefna.

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 21:18

29 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Beggó, ég er ALLS EKKI að segja að löggan eigi að vera í bænum, það væri nú ljóta fásinnan, hvað eigum við þá að gera hér, þú hlýtur að vera að rugla mér saman við einhvern annann, aldrei dytti mér til hugar að segja slíkt.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.11.2011 kl. 22:18

30 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meiriháttar pistill hjá þér Bergljót! Og algjörlega sammála. Merkilegt hvað svona mál hræra um í fólki. Það mætti halda að lögreglan hefvi verið að fyrirbyggja einhvern glæp!

Hún var að sjálfsögðu ekki að því. Hún var kanski að reyna að búa til einn...

Málið er að lögregla stjórnar stjórnar ekki alltaf hvað hún gerir á dagin, Það eru oftast utanaðkomandi "áhugasamir" eða áhyggjufullir aðilar sem hafa samband eða benda á að einhver sé ekki með byssuleyfi, þeir séu fullir að skjóta eða eitthvað....

Það þarf að fjölga í lögreglunni, enn ekki í svona mál um ekki neitt. Ef lögregla á að vera ábyrg á hverri einustu brotinni reglu í lagaskóginum okkar, þar að ráða helming þjóðarinnar til að passa hinn helmingin...

Aldrei hef ég haft leyfi fyrir neinni byssu sem ég hef átt... ég held að þær hafi allar virkað jafnvel fyrir því....skrítið...

Óskar Arnórsson, 7.11.2011 kl. 05:34

31 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ásdís mín, ég var að meina að líklega væri lögreglan betur sett í bænum, úr því að hún væri undirmönnuð eins og lögreglan í Reykjavík. Það sem fór úrskeiðis var nafnið á bænum, en það átti að vera á Selfossi.  Fyrirgefðu klaufalegt.

Óskar, ég er eindregið meðmælt því að fólk hafi byssuleyfi og enginn fái að fara á veiðar nema hann hafi það. Það er meðferð vopnanna og siðferði þeirra sem bera þau sem skiptir máli. Engum ætti að selja vopn nema hann hafi öll tilskilin leyfi. Alveg sama, þó allt virki vel utan við lög og reglu.   -Skrítið - ,

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.11.2011 kl. 10:37

32 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ok.   það sem er stóra vandamálið í þessu er hversu undimannaðir þeir eru :)

Ásdís Sigurðardóttir, 7.11.2011 kl. 11:04

33 Smámynd: Óskar Arnórsson

... ég keypti alltaf mín skotfæri í kaupfélaginu, enn eftir fimmtán ára aldur fékk maður leið á veiðum og byssum, svo ég hætti því bara. Þá tók bílprófið við og ég fluttur til Reykjavíkur, og það var miklu skemmtilegra ... ;)

Óskar Arnórsson, 7.11.2011 kl. 14:51

34 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Góður !

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.11.2011 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband