Næturdrottningin

Fann á netinu link sem heitir timarit.is og rakst þá á þessa grein frá 2001 í DV,  en hún er eftir dóttur mína Elínu J Óafsdóttur.

Þar sem ég hef tekið þátt í umræðum hérna á blogginu um hvort fólk eigi að vera feitt eða mjótt,  og er nýbúin að vitna í Einræður Starkaðar eftir Einar Ben. datt mér í hug að sameina þetta allt, og niðurstaðan er sú að fólk á auðvitað fullan rétt á að vera eins og það er, hafa sínar skoðanir, langanir og þrár,  feitt eða mjótt, gult, rautt, grænt eða blátt, kommar og hommar. Að vera manneskja skiptir öllu, ekki holdarfar. Hér kemur sem sagt hluti þessa frábæra ljóðs Einars, ásamt greininni Elínar.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.

Þel getur snúist við atorð eitt.
 
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.

Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.

Myrkur í ljósi

Laugardagur, pabbahelgi. Ég er að fara út í kvöld með vinkonum mínum, við ætlum að hittast og skemmta okkur. Ég byrja um hádegi að hugsa fyrir kvöldinu, ég er búin að hlakka til alla vikunna að fara og hi t ta vinkonur mínar. Eg fer í
ríkið og kaupi mér hvítvínsflösku, svo næst í apótekið að ná
f blöð í rakvélina, hárspennur og sokkabuxur, svo fer ég heim
og legg mig í tvo klukkutíma svo ég sé upplögð fyrir kvöldið.
Þegar ég vakna þá fer ég í bað og set jarðarberjaolíu í baðið og
freyðibað - ég þvæ mér allri og raka það sem þarf. Þegar ég
er búin í baði og búin að þurrka mér þá set ég á mig body
lotion með ofsagóðri lykt, næst klæði ég mig í sparifötin mín
sem ég er búin að strauja og þvo kvöldið áður. Svo skunda ég
út því ég á pantaðan tíma í hárgreiðslu klukkan 4 — ég fer og
læt setja upp á mér hárið og borga 2500 krónur fyrir það. Svo
fer ég aftur heim og set góða tónlist á, ég bæti nokkrum
spennum í hárið svo það verði nákvæmlega eins og ég vil
hafa það. Svo byrja ég að mála mig sem er nákvæmisvinna
og tekur um það bil klukkutíma.
Þegar ég er búin að því þá lít ég vel á mig í speglinum og
sný mér í hring, og vá, þarna er  h ún komin sjálf næturdrot tningin og akkúrat á því augnabliki gleymi ég öllum
áhyggjum hversdagsleikans, mér er alveg sama þótt ég sé
ekki búin að skila bókasafnsbókunum, mér er sama um
aukakílóin og rnér er líka sama þótt ég skuldi fullt af pening
í bankanum. Ég er fín og falleg kona og geisla af sjálfsöryggi.
Ég hlakka til að fara út að skemmta mér, vera glöð og hlæja.
Þarnæst hringi ég á leigubíl til að fara til vinkonu minnar að
hi t ta allar stelpurnar og þegar ég er að stíga inn í leigubílinn
þá fatta ég að ég hef gleymt að setja á mig ilmvatn svo ég
stekk inn í flýti og spreyja á mig óhóflegu magni af ilmvatni
svo það endist nú allt kvöldið.
Svo fer ég af stað og hitti stelpurnar og fæ mér nokkur glös
af hvítvíni. Síðan er stefnan tekin á skemmtistað í Reykjavík. Fiðringur í maganum, ég hlakka til að koma í sveitt andrúmsloftið á skemmtistaðnum og dansa, taka á móti spennandi augnaráði frá karlpeningnum og jafnvel daðra smá, við
förum út úr leigubílnum niðri í bæ og ætlum að labba á stað-
inn. Það er fallegt vetrarkvöld svo við löbbum upp Laugaveginn og erum að spjalla saman á leiðinni og hlæja, mér líður
vel. Þá koma tveir myndarlegir menn sem við þekkjum ekkert gangandi á móti okkur, og þegar við mætum þeim á
göngunni þá lítur annar á mig og segir  h á tt og skýrt „FEITA
BELJA". Við göngum áfram og það er þögn í svona 5 sekúndur. Svo segja stelpurnar „ojj, hvaða glataði bjáni var þetta".
Já, segi ég, ekkert smá mikill bjáni, þá segja þær:  „Hann er
bara sjálfur eins og remúlaði." Já, segi ég. En á þessu augnabliki þá áttaði ég mig á því að ég var engin næturdrot tning.
Ég var bara feit belja. Ég sá sjálfa mig speglast í búðarglugga
og hugsaði: hvern er ég að blekkja. Svo hér með vil ég koma
fram þökkum til þessa manns fyrir að segja mér að ég sé bara
feit belja en ekki næturdrot tning þessa laugardagskvölds ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, það er margt mannanna bölið sem mætti komast hjá og laga ef allir kynnu þessa vísu Einars, þetta er mín uppáhalds.  ég fékk að heyra "helfv.... horrimin þín "  lítið betra

Ásdís Sigurðardóttir, 4.11.2011 kl. 12:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Saga til að hugsa um.  Sammála við erum bara eins og við erum, og eigum ekki að láta einhverja remulaðigaura eyðileggja það.  En mikið má þessum manni líða illa á sálinni að leyfa sér að láta svona út úr sér við unga dömu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.11.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Frábær færsla..Set hana á Fésið mitt ;)

Knús.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 4.11.2011 kl. 13:16

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég fékk alltaf eitthvað í þessa áttina, er ekki kalt þarna uppi gleraugnaglámur -  eða beinagrind, allt mjög uppörvandi.

Einn sagði, "Jói hefði ekki þurft neitt baunagras ef hann hefði þekkt þig". Þú ert alveg frábær svaraði ég hlæjandi, en við það fór gaurinn bara í spað.

Þetta var á skólaballi, í fyrsta skipti sem ég fór í háhæluðum skóm á ball, eftir hláturinn hljóp ég svo skælandi heim og úr skónum. 

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.11.2011 kl. 15:39

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Frábært hjá henni að setja þetta í pistil, stal þessu og setti á F, veitir ekki af að vekja fólk til umhugsunar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.11.2011 kl. 20:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skil ekki hvað fólki gengur til með svona særandi athugasemdum, því hlýtur að líða illa á sálinni og telur að besta leiðin sé að láta öðrum líða líka illa.  Eða bara einhverjir stælar sem þeir ráða ekki við. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 09:42

7 Smámynd: hilmar  jónsson

*****

hilmar jónsson, 5.11.2011 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband