31.10.2011 | 07:02
Náttúruflutningar?
Við erum þannig stödd í okkar gegnspillta og ósanngjarna samfélagi að við erum meira að segja farin að geta séð hvernig leðjan bullsýður í kötlum andskotans, en þeir komust á þurrt eftir hrunið. Hrunið sem var svo stórkostlegt að sjálft Kleifarvatn hvarf bara með kurt og pí.
Hvað gerum við ef náttúruperlurnar okkar taka nú allar upp á því að hverfa, hver af annarri, ja svona rétt eins og þjóðarauðurinn? Ef til vill dúkkar Kleifarvatn bara upp á Cayman Islands, eða annarri viðlíka Paradís íslenskra misindisauðmanna. Þeir geta aldeilis notið lífsins, og mörlandinn er ekkert að þvælast fyrir þeim við vatnið, hvorki á bökkunum, né í bönkunum.
Hverasvæðið við Kleifarvatn vinsælt meðal ferðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahahaha góð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2011 kl. 10:11
Ásdís Sigurðardóttir, 31.10.2011 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.