Töfraflautan

Var að koma heim af frumsýningu Ísl. óperunnar á Töfraflautunni og það var góð, mikil og skrautleg skemmtun.

Ýmsum göldrum var beitt og árangurinn hreint frábær, með smá undantekningum. Uppsetningin er gjörsamlega ólík öllu sem ég hef séð í sambandi við þetta verk, búningar, hárgreiðsla og sviðsmynd svo nýtízkulegt, að það var næstum orðið gamalt aftur (flott), og maður hafði ekki við að verða hissa.

Söngur og leikur var yfirleitt með ágætum, en drengirnir hefðu alveg mátt missa sig, svo lágraddaðir og daufir voru þeir. Því miður fannst mér okkar ágæta Diddú ekki ráða nógu vel við hlutverkið þessu sinni, og það var vægast sagt óþægileg tilfinning.

Það var alveg stappfullt út úr dyrum, sýningunni vel tekið, en einhvern veginn hafði ég á tilfinningunni að ekki hafi allir verið jafnánægðir.

Mér fannst þetta ágætis kvöldskemmtun og afmælisgjöf til mannsins míns.


mbl.is Mikið um að vera í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég sá eitthvað að búningum og gerfum í sjónvarpinu í gær, virkar mjög flott. Vonandi hefur þetta bara verið sérstakt tilfelli með hana Sigrúnu Hjálmtýrsdóttur í kvöld. Reyndar sagði hún í viðtali í dag að það væri mjög óvenjulegt að miðaldra konur lékju þetta hlutverk þ.e. næsturdrottninguna. En svona er þetta bara. Vonandi verður þetta tekið upp og sýnt einhverntíman við tækiværi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.10.2011 kl. 01:49

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðan daginn! Vonandi nær Diddú þessu..næst.

Ve vil kikke pa Njarðargatan i eftirmiddagen ;)

Kveðja úr Heiðarbæ.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.10.2011 kl. 09:12

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef aldrei verið mikið fyrir óperur en það er nú bara ég  gott að þú varst nokkuð sátt.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband