Ferðin, framhalds framhald

Konan sem seldi rósaknúppana, var skælbrosandi allan tímann, með gull í hverri tönn. Hún gætti þess vandlega að það sæist vel og gekk að hverjum og einum með brosið út að eyrum. Þetta er nefnilega stöðutákn í þessu fátæka þorpi og ekki á allra færi að eignast svona “hræðilega” fallegt stell upp í sig. 

IMG_0086           

Salernisaðstaðan í þorpinu.

Verðmætamatið er einhvernveginn allt öðruvísi kortlagt hjá þessu fólki. Það býr í litlum herbergjum með rúmbálkum og stundum sjónvarpi. Utandyra er alltaf smá forgarður og í honum er brunnur með handdælu, eldunarhella, vaskur og nokkurskonar arinstæði. Salernisaðstaða er upp við múrinn á tveim stöðum í þorpinu. Hún er alveg eins og fyrir ellefu hundruð árum síðan, og vægast sagt - gamaldags. Allt er höggvið út í stein og svo er þetta bara undir berum himni, come rain or shine, því þarf bara að standa í röð og treysta því að hinir séu áhugalausir um það sem maður er að gera.
Ekki vildi ég búa lengst frá þessari aðstöðu og verða brátt í brók, djísös maður!!

Allir hafa nokkrar hænur, oft geit og jafnvel kú. Þarna er líka urmull af hundum og köttum. Við sáum alveg stórskrítnar hænur, sem virtust vera með angóraull, snjóhvíta og einstaklega fallega. Fiður á þessari furðuskepnu var ekki sjáanlegt. Getur verið að angórakanína hafi bara orðið ástfangin af hænu?

IMG_0055

Undir litlum skjólþökum er fullt af hrísi, sem þeir brenna örugglega í arinstæðinu og hlýja sér aðeins á köldum vetrardögum. Meiri veraldargæði sá ég hvergi, fyrir utan gulltennurnar, og allir virtust una glaðir við sitt.

Þarna vantar alltaf fólk í vinnu á akrana, og þess vegna má eignast fleiri en eitt barn. Hvort þetta er undantekning frá stjórnvöldum, fyrir þetta sérsamfélag mongólanna, skal ósagt látið.

                                                                                      Þessi undi vel uppi á virkisveggnum.

Allavega var þarna mikið af fallegum og hýrum krökkum að leik, en þau stukku alltaf hlæjandi burt þegar hvíti maðurinn nálgaðist. Þó voru tvær unglingsstelpur sem höfðu uppburði til að spyrja hvort við vildum pósa með þeim á mynd, sem var að sjálfsögðu gert. Þær kvöddu alveg alsælar, þannig að maður getur bara búist við að vera orðinn stofustáss á einhverju heimilinu.

Þess ber að geta að flestir þarna hafa aldrei séð vesturlandabúa og finnst þeir alveg stórmerkilegir,Þessi staður er ekkert inni í túristamyndinni ennþá.IMG_0064      Virkisveggurinn í kringum þorpið.

Mér datt í hug, sí svona, í sambandi við allar mállýskurnar í Kína, hvort þær séu ekki bara ansi heppilegar fyrir stjórnvöld, þar sem allir tala sitthvort málið og meginþorrinn er ólæs. Það getur því engin samstaða myndast um nokkurn skapaðan hlut nema þá innan tiltölulega lítilla hópa. Að þetta sé heppilegt, meina ég, að stjórnvöld eru á fullu að reyna að bæta lífskjörin, á því tel ég engann vafa leika, og góðir hlutir gerast hægt. Semsagt það heldur friði í landinu að flestir eru ólæsir og enginn skilur náungann, eða þannig, ja hérna hér. Skal þó tekið fram að nú er komin skólaskylda í Kína, frá sjö ára aldri í níu ár.

IMG_0099Eldhúsið sem allar krásirnar komu úr. Þetta er á háum standard miðað við mörg önnur, sem skarta bæði kakkalökkum og svona einni og einni rottu sem skýst um.


 

Eftir að hafa skoðað seinna þorpið rækilega, gengið þar um stræti og brýr, en þær eru ótalmargar á stórfallegu síki sem hlykkjast þar um, var haldið heim á leið. Klukkan var orðin hálf sjö og aldimmt. Áður en ekið var yfir brúna sem tengir Xiamen við meginlendið, var stoppað smástund.

 Við gengum út og horfðum á Xiamen, þessa borg ljósanna sem lá bara í kyrrðinni, öll uppljómuð og beið eftir okkur. Maður verður bara svolítið sorry að vera á heimleið. Þar með lauk þessari dagsferð með sínum fæðingarhríðum, en það veit sá sem allt veit, að henni hefði ég ekki viljað missa af. Til Xiamen komum við um klukkan níu, ánægð og þreytt.

 Ps. Því miður er ég ekki flinkari en þetta við að setja texta við myndirnar. En hversu sem ég reyni virðist textinn hafa sjálfstæðan vilja og birtist þar sem honum þóknast, jafnvel þó ég sé á fullkomnlega öndverðri skoðun.

046


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er aldeilis fróðlegt, skemmtileg grein hjá þér Bergljót mín. Úff sammála þér um klósettinn, en ætli þau séu ekki bara bín að aðlaga sig að aðstæðum.  Borða sennilega mest hrísgrjón og líkamin því kominn í sjálfstætt ástand um að laga sig að aðstæðum.  Það hefði verið gaman að sjá myndir af þessum kanínuhænum.   Innilega takk fyrir þessa pistla þína, það er svo gaman að komast í návígi við ólíka heima. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 09:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk takk og góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 10:47

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála Ásthildi..Drekk í mig fróðleikinn..Og þegar ég tók eftir Beggó fyrst fyrir tæpu ári var það ekki síst vegna þessara frábæru pistla um Kína! Nú er Beggó sko mín vinkona :)

Knús úr Heiðarbænum.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2011 kl. 10:50

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Kæru vinkonur. Innilegar þakkir fyrir góð orð um þessi skrif mín. É ætla að ath. hvort ég finn ekki einhverjar myndir úr þessum þorpum og skella þeom þá með skrifunum.

Vona að þið eigið allar góða helgi.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.10.2011 kl. 16:28

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis, það væri óskaplega gaman ef þú ættir myndir Bergljót mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 16:36

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Beggó mín fyrir skemmtilega ferðasögu, þetta er vægast sagt afar fróðlegt,
hafðir þú matarlist, nei spyr nú svona bara

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.10.2011 kl. 19:37

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mararlyst spyrðu? Aldrei betri, því stundum verða hlutirnir svo langt frá því sem við erum vön hér á landi að' þú verður bara að taka á honum stóra þínum og borða, annars geturðu hrinlega lagt upp laupana.

En málið er að þó áhöldin séu gömul og slitin, er fólkið sem eldar alltaf hreint og hráefnið ferskt. Eftir smátíma hættirðu að finnast nokkur hlutur að þessu. Ég varð aldrei veik í þau fimm ár sem ég dvaldi þarna meira og minna.

Það þykir eðelilegt að hafa fitu upp um alla veggi, því þannig er eldað, öllu

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.10.2011 kl. 20:10

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

frh. hráefninu smátt skornu dembt út í sjóðandi olíu og fitan fer út um allt. Þannig eru öll eldhúsin þarna, líka í heimahúsum, og otast þannig að olían lekur kolsvört niður veggina.

Bergljót Gunnarsdóttir, 7.10.2011 kl. 20:13

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir myndirnar gaman að sjá þær. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.10.2011 kl. 20:27

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk elsku vinkona!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.10.2011 kl. 21:07

11 Smámynd: Ólafur Ólafsson

Áhugarverð lesning sem varð þess valdandi að ég skrifaði smá ferðasögu á mínu blog svæði...hafðu þakkir fyrir

kv

'

Óli

Ólafur Ólafsson, 8.10.2011 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband