Húsvarsla?

Er ekki húsvörðurinn til að sjá um að bjarga svona málum sjálfur, en ekki fá til þess mann sem þarf að troða sér út um þröngt op þar sem hann getur ekkert séð niður fyrir sig. Mér finnst þetta ansi mikið fljótræði þarna inni á spítalanum, enginn í hættu, bara leysa málið í rólegheitunum. Þetta hefði svo auðveldlega getað farið verr.
mbl.is Féll niður lyftugöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu þetta sló mig líka.  Hvað er þetta eiginlega með húsvörð sem hagar sér svona?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: Landfari

Ekki kemur það á óvart að sjá þig Bergljót koma með sleggjudóma um hluti sem þú hefur ekki hundsvit á.

Kárlega máttistanda betur að verki þarna en húsvörðurinn er að hjálpa mönnunum út úr lyftunni. Það kemur fram í fréttinni að læknaneminn er einn af þeim sem voru fasti í lyftunni og er að skríða út úr henni. Það að viðkomandi fellur niður um lyftuopið en ekki á gólfið fyrir framan lyftuna er með ólíkindum.

Það er ekkert í fréttinni sem gefur til kynna að eitthvert panik hafi verið í gangi heldur má þvert á móti ætla að menn hafi verið í rólegheitum að leysa málið. Nema náttúrlega ef einhver innilokunarkennd hafi gripið um sig meðal þeirra sem í lyftunni voru.

Af bloggi þínu má ráða að þér finnist að húsvörðurinn hefði átt að skríða sjálfur inn í lyftuna í stað þess að hjálpa nemunum úr henni.

Landfari, 27.8.2011 kl. 00:51

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þakka þér fyrir tilskrifið Landfari, en það samanstendur af tómum sleggjudómum um mig. Það vill svo til að ég hef töluvert vit á lyftum.

Húsvörðurinn hefði aldrei átt að leyfa manninum að fara út, úr því hann gat ekki tekið betur á móti honum en þetta, og hefði að sjálfsögðu átt að kalla til hjálparmann. Hvað hann hefði átt að gera inn í lyftuna er mér hulin ráðgáta, en þú hefur eflaust einhverja skýringu á því.

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.8.2011 kl. 09:34

4 Smámynd: Landfari

Lestu bara það sem þú skrifar Bergljót: "að bjarga svona málum sjálfur, en ekki fá til þess mann sem þarf að troða sér út um þröngt op"

Bara svona af því að þú spurðir.

Landfari, 27.8.2011 kl. 23:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það kom fram í fréttum í gær að um mannleg mistök voru að ræða.  Þar kom fram að gullnareglan er; að opna aldrei lyftudyr sem stoppar milli hæða. 

Þannig er það nú bara.  Svo Bergljót hafði þarna rétt fyrir sér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 10:56

6 Smámynd: Landfari

Fyrirgefðu Ásthildur en hvað var það sem Bergljót hafði rétt fyrir sér með?

Hvar segir hún að það eigi aldrei að opna lyftudyr sem stoppar á milli hæða? Þú veist líka að þú átt alltaf að gefa stefnuljós áður en þú tekur beygju eða skiptir milli akreina.

Svo lítur þetta voða vel út í bókum og skýrslum að hafa svona texta til að frýja menn ábyrgð. Reyndin er sú að þegar lyfta er föst milli hæða er ekkert sjálfgefið að það sé minnsta mál að slaka henni milli hæða. Hvað ætlarðu þá að gera ef einhver er með innilokunarkennd í lyftunni. Þar fyrir utan er það nær hættulaust að opna sjálfar lyftudyrnar hvar sem er ef lyftan er ekki á ferð því þú kemst ekkert út um þær. Þær eru þétt uppvið vegginn í lyftugöngunum. Það eru dyrnar að lyftugöngunum sem er stórhættulegt að opna nema lyftan sé á réttum stað eða ofarlega á hæðinni fyrir neðan.

Það sem þarna virðist hafa gerst er einmitt að húsvörðurinn er að bjarga svona málum sjálfur í rólegheitum en stendur ekki rétt að því.

Það sem ég er að gangrýna Bergljótu fyrir er að skrifa svona komment í miklu fljótræði að því er virðist því það passar ekki nema að hluta við fréttina.

Ég verð hinsvegar að segja Bergljótu til hróss, að hún er ekki að kippa sér upp við að sjálfskipaðir sérfræðingar eins og ég séu að gagnrýna hennar skrif. Það eru nokkrir bloggarar hér sem ekki þola gagnrýni á sinn texta, ábendingar, eða annað sjónarhorn á mál en þeir hafa og hreinlega eyða slíkum færslum. Það hef ég aldrei reynt hjá Bergljótu þó ég hafi áður reynt á þolrifin hjá henni.

Landfari, 28.8.2011 kl. 21:11

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Landfari, hún sagði ekkert svona berum orðum en í svari sínu til þín segir hún:

Húsvörðurinn hefði aldrei átt að leyfa manninum að fara út, úr því hann gat ekki tekið betur á móti honum en þetta, og hefði að sjálfsögðu átt að kalla til hjálparmann. Hvað hann hefði átt að gera inn í lyftuna er mér hulin ráðgáta, en þú hefur eflaust einhverja skýringu á því.

Þetta voru því mannleg mistök, sem hefðu ekki átt að eiga sér stað ef húsvörðurinn hefði staðið þannig að málum eins og kom fram í fréttinni, sum sé að opna aldrei dyr á lyftu sem stöðvast milli hæða.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.8.2011 kl. 21:42

8 Smámynd: Landfari

Ásthildur, gott ráð er að lesa það sem þú ert að gera athugasemd við áður en þú gerir þína athugsemd.

Ekkert okkar skilur hvað Berglljót á við þegar hún segir húsverðinum  "að bjarga svona málum sjálfur, en ekki fá til þess mann sem þarf að troða sér út um þröngt op" Það fyrsta sem mér datt í hug var að hún teldi að húsvörðurinn ætti sjálfur að troða sér um þetta þrönga op en ekki vera að fá aðra til þess. Þá væri hann á leið inn í lyftuna. En það er nú ekki sanngjarnt að ætlast til að ég skili hvað hún er að fara þegar hún skilur það ekki sjálf eins og þú ítrekar í athugasemd þinni.

Hinsvegar er  rétt að benda þér á, af því þú virðist lesa mjög lauslega ef nokkuð það sem þú gerir athugasemdir við, að ég er ekki að gagnrýna það sem hún skrifar í athugasemdum heldur blogið sjáft við fréttina. 

Í blogginusegir hún: "Er ekki húsvörðurinn til að sjá um að bjarga svona málum sjálfur, ....."

Í athugasemdunum segir hún: "Húsvörðurinn hefði aldrei átt að leyfa manninum að fara út, úr því hann gat ekki tekið betur á móti honum en þetta, og hefði að sjálfsögðu átt að kalla til hjálparmann."

 Þetta er ekki sami hluturinn í mínum augum en sínum augum lítur hver á silfrið.

Landfari, 29.8.2011 kl. 01:03

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Líklega liggur allt þetta þrugl í því að ég orðaði klaufalega setninguna um að læknaneminn þurfti að troða sér út um þröngt op, og lalaði um mann í staðinn. Ég hélt bara að hver sem las fréttina og sá hana í sjónvarpinu vissi þessa augljósu staðreynd og það gerði ég.

Auðvitað átti húsvörðurinn að kynna sér allt um  björgun úr lyftum áður en hann hóf vinnu þarna. Hvort það er honum eða stjórnendum spítalans að kenna að svo var augljóslega ekki, er greinilega atriði sem þarf að kippa í liðinn.

Annað er ekki svaravert, enda tómur tittlingaskítur.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.8.2011 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband