24.8.2011 | 14:12
Mara
Mannanafnanefnd heffur gefið leyfi fyrir nokkrum nýjum nöfnum, en hafnað öðrum. Ég vona að þeir sem ákveða að skíra dóttur sína Möru geri sér grein fyrir hvað nafnið Mara stendur fyrir.
Mara er, samkvæmt Íslensku orðabókinni, "óvættur sem ætlað var að træði á fólki , eða þjarmaði að því í svefni." Mara er líka tengt þungum áhyggjum og þá talað um að eitthvað hvíli á fólki eins og Mara. Í búddisma er Mara karlkyns demon.
Aftur á móti finnst mér nafnið Ey alveg gullfallegt, stutt og erfitt að bjaga það á nokkurn hátt.
Mara á mannanafnaskrá en ekki Víkingr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mín meining er að þessi mannanafnanefnd sé úrelt fyrirbrigði og ætti löngu að vera búið að afnema hana.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.8.2011 kl. 15:29
Eins follkomnlega sammála og hægt er að vera!
Bergljót Gunnarsdóttir, 24.8.2011 kl. 17:01
Var að heyra um einn sem heitir Myrkvi, finnst það alltaf fallegra og fallegra.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.8.2011 kl. 12:02
Það finnst mér líka fallegt, og allt annars eðlis en Mara. Í sjálfu sér finnst mér Mara ekkert ljótt, það er bara merkingin. Mér finnst það svona svipað og að skíra sveinbarn Djöfull.
Bergljót Gunnarsdóttir, 25.8.2011 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.