Um daginn og veginn

100_3066Picture_0186

Einhvern tímann talađi ég um ađ ég vćri hćtt ađ sjá kínverja sem kínverja, heldur bara eins og mörlanda í sauđalitunum eđa ţannig. Síđan ţá er ég búin ađ uppgötva ađ kínverjar sjálfir vilja gjarnan líkjast okkur sem mest. Fólkiđ hérna er ađ uppruna alveg ótrúlega ólíkt enda margir tugir ţjóđa sem byggja ţetta stóra land.

Sumir eru hávaxnir og fremur ljósir á hörund, svipađir okkur, ađrir í öllum lita og stćrđarskalanum, feitir, mjóir, langir og stuttir og ákaflega miskínverjalegir (ekki eins og viđ sjáum ţá oftast í bíó). Eitt virđast ţeir ţó eiga algjörlega sameiginlegt og ţađ er ađ vilj líta út eins og venjulegur mörlandi sem hefur lengi búiđ viđ alvarlegan sólarskort og aldrei á ćvinni til sólarlanda komiđ.

Allar snyrtivöruverslanir og apótek eru stappfull af allskyns kremum til ađ sýnast hvítur.  Ţađ er stórmál ađ finna venjulegt andlitskrem sem er laust viđ ţennan hvíttunareffekt. 

Ţađ er rosaleg stéttaskipting hérna og miklir kynţáttafordómar gagnvart negrum. Sumir kínverjar eru nánast svartir á hörund vegna mikillar vinnu útiviđ og  ţeir eru lćgst settir, í virđingarstiganum í ţessu andstyggilega kapphlaupi um ađ vera hvítur, nćstir negrum. Fínu frúrnar eru nánast eins og ómálađar postulísbrúđur í framan, ţó krossmálađar séu. Ţetta kemur mér ákaflega spánskt fyrir sjónir (eđa kinverskt), en ég er auđvitađ efst í ţessum stiga, ţó ég vildi  gjarnan vera ţar fyrir eitthvađ annađ. Ţeir halda ađ ég sé rík og ţar međ fín og svona líka snjóhvít.

Best ađ hćtta ţessum móraliseringum og snúa sér ađ daglegu lífi. Í gćr málađi ég einn vegg í stofunni hérna fagurblá-gráan. Ég er líka í óđaönn ađ hengja verkin mín á veggina, ţví ég gafst allt í einun upp á ţví ađ búa í ískaldri, hvítri naumhyggju.

 

Eftir málningarvinnuna fengum viđ hjónaleysin okkur göngutúr á grćnmetismarkađinn, en í bakaleiđinni tókum viđ smákrók og hvađ blasti viđ mér? Ekki nema ruslahaugur og í honum miđjum, ţetta líka flottur, lítill, gamall skeinkur. Drasl sagđi Oddur eđa hugsađi ţađ allavega og teymdi mig nauđuga viljuga í burtu. Ég hef ráđ undir rifi hverju og stakk pent upp á ţví ţegar leiđ ađ kvöldi, ađ hann fengi ekki kvöldmatinn fyrr en viđ vćrum búin ađ fara og sćkja gripinn. Og hvađ haldiđ ţiđ ađ sé nćst á verkefnaskránni  ţegar búiđ er ađ kaupa rafmagnsofn? Gera upp skeinkinn!

.

 

100_3168Fyrst ţegar ég kom hingađ, hélt ég ađ ţađ vćru löggur og hermenn um allt og gćtti ţess vandlega ađ hegđa mér eins og vera ber, sem er svo sem enginn sérstakur vandi fyrir fágađa dömu eins og mig. Nú er komiđ á daginn ađ get bara fariđ ađ hegđa mér eins og ég vil, ţví hérna er alveg dásamlegt einkennisbúninga- brjálćđi.

Ađ vísu eru nokkrir hermenn og löggur á stangli eins og vera ber, en stöđumćlaverđir, húsverđir, dyraverđir, móttökufólk á hótelum, veitingastöđum og fótanuddstofum og er ţá fátt eitt taliđ, er allt í
einkennisbúningum og ţeim alveg rosalega flottum.

Bílastćđaverđirnir hérna í nágrenninu eru í dökkbláum ”hátíđahermannasparifötum”(eđa ţannig) af flottustu gerđ. Ţau eru međ gylltum og rauđum snúrum og svona hermanna strípum á ermum og brjósti, gylltum hnöppum og guđ veit hvađ. Húfurnar eru eins og amerískar admirálshúfur međ ţykku gylltu gullskrambúli á derinu. Ţeir eru ansi flott, ţangađ til ţeir fara ađ skammast í fólki og leggja sig svo í öllu skrautinu í nćsta skúmaskoti í hádeginu
.

Mér finnst líka rosalega gaman ađ sjá hvađ allt ţetta einkennisbúningaliđ er ósköp venjulegt fólk, sem sest bara niđur ţar sem ţví hentar, ţegar ţví hentar og vantar ţá oft eitthvađ til ađ setjast á.  Ţá er ţađ bara gatan, nćstu tröppur eđa bara bílarnir sem ţeir eru ađ passa. Ţađ skal tekiđ fram ađ búningarnir eru alltaf hreinir og fínir eins og fólkiđ upp til hópa.

Götusópararnir eru allir í hvítum skyrtum og svörtum buxum međ kínverska stráhatta en eđli máls samkvćmt verđa ţeir einir manna stundum nokkuđ rykugir, ţannig ađ ţađ sést varla í ţá en á morgnana eru ţeir allir tandurhreinir og fínir.

Byggingaverkamenn, múrarar, ravirkjar o.s.frv. eru oftast í sparifötunum og á ég ţá viđ jakkaföt og hvítar skyrtur, og jafn hreinlegir međ sig og götusópararnir en ţeir virđast bara skitna minna út yfir daginn.

Ég verđ ađ fylgjast vel međ ţessu fólki ţví ég get aldrei fariđ hérna inn á verkstćđi í fimm mínútur, án ţess ađ verđa eins og drulluhaugur. Viđ skulum vona ađ svo lengist lćriđ sem lífiđ í ţeim efnum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ekkert smá munur! Og alltaf gaman ađ lesa:)

Bestu kveđjur frá okkur í Heiđarbć.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.8.2011 kl. 16:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband