6.8.2011 | 08:15
Alltaf eitthvað nýtt
Bloggfærsla frá nóv. 2006
Myndirnar eru allar af mismunandi fiskibátum í sundinu milli Xiamen og Gulangiu, en Gulangiu liggur svipað langt frá landi eins og Viðey frá Reykjavík, ca. 5 mín með ferju.
Skal tekið fram að myndefni á ekki endilega við færsluna sem það fylgir, en ég reyni að útskýra það eftir föngum.
Það er svo skemmtilegt, að eftir smátíma í þessu umhverfi hættir maður að sjá kínverja sem kínverja og þeir breytast bara í vejulegt fólk með öllu sínu litrófi og þannig er mikið auðveldara að umgangast þá og eiga við þá samskipti. Engin hræðsla eða feimni eða hvað það er kallað. Maður er bara kominn innan um fólk sem er eins og ég og þú og líður vel.
Í dag hrapaði hitinn niður í 23° og kínverjarnir allir komnir í peysur. Konan sem þrífur, stendur og hálfskelfur en mér líður svona ljómandi vel. Þetta á allt eftir að fara á betri veg, fyrir þessa nýju samlanda mína, því klukkan er bara níu að morgni. Þetta er dálítið ólíkt viðhorf til hita og kulda heldur en við höfum, því ég man ekki betur en þeir væru allir í vattúlpum þegar við vorum hérna um háveturinn í fyrra, en við sátum úti og sóluðum okkur.
Í gær fórum við út á strönd, sem er svoa 10 -15 mín keyrsla héðan, og fengum okkur lunch á alveg frábærum veitingastað sem stendur á nokkrum pöllum í lágri hæð alveg niður við sjó. Þarna sátum við í skugga trjánna og hlustuðum á ölduna gjálfra við hvítan sand rétt fyrir framan okkur. Maturinn var góður og kompaníið, Elín, Rúnar og Rúnar Breki ennþá betra.
Við fórum þetta í leigubíl, en það er ferðamátinn hérna að reiðhjólunum undanskildum. Þetta er mjög þægilegt, því það er alltaf nóg af leigubílum og þeir kosta yfirleitt 8 10 juan sem er uþb. 90 kr. íslenskar, strætó heima stenst engann samanburð, því bílarnir taka eins marga og hægt er að troða inn í þá með góðu eða illu.
Við sáum ma. 8 kínverja koma út úr einum í gær. Þeir tíndust út hver á eftir öðrum og ætluðu aldrei að hætta. Ég hef grun um að við rithöfundurinn höfum verið orðin ansi langleit þegar runan stoppaði Ég þorði ekki annað en að stinga hausnum inn og ath. statusinn áður en ég settist sjálf. Maður er ekkert sérstaklega fyrir að kremja litla sæta kínverja undir sér svona rétt fyrir kvöldmat.
Eftir lunchinn fóum við Elín í smá búðarrölt en karlarnir í hárþvott, sem er aukaatriði, því honum fylgir höfuð, axla og baknudd. Síðan hittumst við öll aftur og fórum í fótanudd. Enginn partur skilinn eftir og maður er alltaf að liðkast.
Þeir eiga eitt metið enn hérna og mættu íslendingar skammast sín í samanburðinum þó góðir séu. Þetta er að rífa upp götur og gangstíga og bauka eitthvað með það sem undir er, loka aftur, helluleggja og malbika og rífa síðan allt upp aftur og það sem allra fyrst.
Þetta veldur því að maður er alltaf að leita að nýjum gönguleiðum, sem veldur því að maður áttar sig betur og betur á umhverfinu sem veldur því að ég er orðin betri en Pollýanna.
Uppbyggingin hérna er svo hröð að það er verið að byggja háhýsi á hverjum auðum reit,og virðist ekkert lát á. Mikið af þessu stendur autt ennþá, en þeir hafa engar áhyggjur af því, því vinnuaflið er ódýrt og þeir sem byggja hafa nóga peninga og fasteignaverðið rýkur upp. 50 70% frá því um áramót að því að mér er sagt.
Andstæðan við þessar framkvæmdir allar eu svo hverfi fátæka fólksins, sem sumt hefur aldrei farið út fyrir götuna sína. Þó ljótt sé að segja, finnst mér þessar götur svo heillandi í allri sinni eymd og á vissan hátt póetískri fegurð. Skíturinn og sóðaskapurinn svo mikð að maður er hættur að taka mark á því. Þessar götur eru ekki nema svona rúml. faðmur á breidd og þarna ægir öllu saman, því allt þarf að vera til staðar ef alheimurinn er gatan þín, að vísu með örfáum undantekningum. Þarna er verið að elda mat við ömurlegar aðstæður og kallast víst veitingahús (svona smápartur af gangstétt og 1 ferm. fyrir innan).
Helstu húsdýrin eru rottur og kakkalakkar. Mamman er að þvo þvott, sem er hengdur hvar sem hægt er að troða honum, litla systir að hreinsa telauf, stóra systir falbýður sig í dyrunum á hreysinu og pabbinn jafnvel að mæla með henni á fjálglegan hátt, við kúnnana sem eru ekki allir af lekkerustu teg. Í næsta húsi er svo virðuleg teverslun eða eitthað slíkt.
Allt í einu dúkkar einhver upp og fer að bjóða þér allar nýjustu dvd diskana eða jafnvel vestrænan tískufatnað á fáránlegu verði, svo lágu að maður roðnar. Til þess að nálgast þessa vöru ertu td. leidd á bak við þil, upp þröngan, skítugan stiga og alls kyns króka og kima þangað til þú kemur inn í svona eihverskonar leynilega þjófa aða eitthvað svoleiðis verslun, þar sem glæsileiki er síðasta orðið sem þér dytti í hug . En varan er góð ef þú hefur áhuga. Hér er allt til sölu alveg sama hvað það er.
Til þess að enginn fái ranghugmyndir, þá eru kínverjar mjög hreinlegir að öllu jöfnu og borgin að öðru leiti tandurhrein. Allt rusl er flokkað og meira að segja allar göturuslafötur tvískiptar, fyrir endurvinnanlegt eða úrgansrusl.
Svona smá innskot: Í þessu stóiðnaðarveldi sem Kína er orðið, er ekki búið að finna upp þvottasnúruna!, allt hengt upp á herðatré eða hvað sem fyrir er. Það er svaka system hérna á svölunum sem halast upp og niður á mörgum hæðum en allt útbíað í herðatrjám. Sjáið þið í anda nærbuxur, sængurver sokka og what have you, hanga á herðatrjám? Ég elska þetta og ætla ekki að fá patentið á þvottasnúrunni í Kína.
Lýk þessu hér með að sinni. Allt í fína frá Kína.
Framhald.
Athugasemdir
Gaman að þessum lýsingum. Ég hélt reyndar að kínverjar mættu ekki eiga nema eitt barn.
Það er svo skemmtilegt, að eftir smátíma í þessu umhverfi hættir maður að sjá kínverja sem kínverja og þeir breytast bara í vejulegt fólk með öllu sínu litrófi og þannig er mikið auðveldara að umgangast þá og eiga við þá samskipti. Engin hræðsla eða feimni eða hvað það er kallað. Maður er bara kominn innan um fólk sem er eins og ég og þú og líður vel
Þessi setning finnst mér frábær. Er þetta ekki einmitt málið. Að kynnast öðrum þjóðum og vera einn af þeim. Einmitt þetta vekur mesta víðsýnina hjá mannekjunni.
Innilega takk fyrir þessa pistla Bergljót mín. Og leyfa okkur að kynnast aðeins Kína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 09:59
Til sveita er mjög oft leyfilegt að eignast fleiri, því þar vantar vinnualfl. Kem fljótlega að pistli um þetta allt saman. Síðan getur þú keypt þér leyfi til að eignast annað barn, ef þú ert ríkur og býrð í borg.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.8.2011 kl. 10:33
Svo er líka annað Ásthildur, að systkyni eru ekki alltaf systkyni, því frændsystkyni eru oft alin upp saman, hjá afa og ömmu, eða mikill samgangur er á milli fjölskyldna, og er þá aldrei talað um þau öðruvísi en sem systkyni.
Bergljót Gunnarsdóttir, 6.8.2011 kl. 10:41
Já þetta er reyndar fallegt í sjálfu sér. Eitthvað sem við gætum lært af.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.8.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.