30.7.2011 | 14:29
Drullumall á Ísafirði
Hvað skyldi það vera sem fær fólk til að hafa gaman af svona lágmenningu á lægsta plani. Ísfirðingar eru jú vanir að geta skemmt sér og sínum með ýmsum öðrum aðferðum, sem eru bæði skemmtilegar og á ansi mikið hærra plani. Tónlist myndlist og leiklist er þar með miklum blóma, svo og allskyns íþróttir og leikir. Mann setur bara hljóðan. Ég hef alltaf talið bæinn á mjög háu menningarlegu stigi og er því virkilega brugðið.
Drullumall á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða, hvaða, er ekki allt sem léttir lund af hinu góða? Þetta minnir á réttirnar í gamla daga þegar almenningurinn var orðin að einu svaði, það var fleira í þeirri leðju en jarðefnin ein og öllum var sama.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.7.2011 kl. 15:50
Þú ert frábær Axel, en mér er bara alveg ómögulegt að sjá eitthvað sniðugt við þetta drullumall og ég get bara ekki með nokkru lífins móti snobbað niður á við. Ég er eflaust bara einhver leiðinda snobbkerling.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.7.2011 kl. 16:46
Við elskum þig líka.
marlo (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 05:57
ekki dæma fyrr en þú prófar :)
Sigga (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 06:03
Þessi skrif benda ekkert endilega til þess að þú sért snobbuð. Benda bara til þess að þú hafir sárafáar heilafrumur. Að þér skuli í alvöru detta í hug að kvarta yfir því að annað fólk skuli hafa gaman af einhverju. Þú hlýtur að vera rosalega einhleyp.
Lárus (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 07:00
vá hvað ég held að lárus hafi bombað naglann í smettið þarna ...
Kimbó (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 08:36
Beggó er ekki snobbuð, ekki einhleyp og með mikinn fjölda heilafruma:):)
Mér er alveg sama þó fólk hafi gaman af að velta sér uppúr drullu..en ekki er það íþrótt. Og því síður list.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.7.2011 kl. 08:50
Sæl Bergljót.
Getur þú sagt mér hvers vegna þú telur mýrarboltann vera lágmenning á lægsta plani?
Þú segir: "Ég hef alltaf talið bæinn á mjög háu menningarlegu stigi og er því virkilega brugðið".
Ertu hér með að segja, að Ísafjarðarbær og fólkið sem í honum býr er ekki lengur á "mjög háu" menningarlegu stigi einfaldlega af því að hýsa Evrópumeistaramót í mýrarbolta - hér skal taka fram að fjöldi fólks frá öllum landshornum gerir sér ferð vestur á firði einungis til þess að taka þátt í viðburðinum.
Getur þú skýrt fyrir mér hvernig þú greinir í sundur lágmenningu og hámenningu?
Svo vil ég koma með spurningu til þín Sigurbjörg Eiríksdóttir:
Eru skipuleggjendur hátíðarinnar búnir að gefa upp að þarna fari fram einhverskonar listgjörningur?
Að velta sér upp úr drullu er kannski ekki íþrótt, en mýrarbolti er íþrótt. Þetta mót sem haldið er á Ísafirði er formlegt Evrópumeistaramót með verðlaunaafhendingu og öllu því sem fylgir. Auk þess má geta að einnig fer fram heimsmeistaramót í þessari grein.
Í þessari færslu finnst mér bera mikinn vott um fáfræði ásamt fordæmingu og lítillæknun í garð Ísfirðinga og mótshaldara mýrarboltans, sem og þáttakendur og áhorfendur. Þú kemur með staðhæfingu á því að þessi viðburður sé lágmenning og hafi borið hnekki á menningarlegt stig bæjarins án þess þó að færa rök fyrir máli þínu. Ekki eru allir steyptir í sama mót og við ættum að fagna menningarlega viðburði sama í hvaða formi þeir eru.
Kv. Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 10:07
Svar við spurningunni Hrafnhildar: Ég hef bara fyrir mér það sem ég sá í sjónvarpsfréttum fannst það ekkert líkt íþróttum eða list..En ég endurtek að mér finnst bara í góðu lagi samt að fólk velti sér uppúr drullu:):):
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 31.7.2011 kl. 10:51
Sæl Hrafnhildur.
Ég ætla að reyna að svara þessu í sem fæstum orðum, án þess að fara út í neitt "skítkast".
Hámenning er allt sem auðgar andann, eins og t.d. það sem ég hef áður nefnt hér að ofan. Síðan má bæta endalausu við, svo sem umhverfinu og hvernig gengið er um það. Ísafjarðarbær hefur allmörg undanfarin ár verið til fyrirmyndar um góða umgengni, vel snyrt og falleg hús, gróður á amannafæri og svo má nefna stanslausa uppbyggingu og fegrun gamalla húsa, svo og viðmót til þeirra sem heimsækja bæinn. Slíkt er hámenning. Lágmenning er það afturámóti þegar höfðað er til lægstu hvata. Engum dytti í hug að kalla slagsmál, ofbeldi og sóðaskap annað en lágmenningu.
Það er alveg rétt hjá þér að ekki eru allir steyptir í sama mót, og hver frjáls að sinni skoðun, við búum jú við lýðræði. Mér finnst persónulega það að velta sér í drullubaði, hvaða nafni sem það nefnist, með eða án bolta, á lægsta plani. Það er greinilegt að það eru ekki allir sammála mér og því nokkuð sárir yfir skoðunum mínum á fyrirbrigðinu, sem mér er ekki nokkur leið að kalla menningarlegt nema með öfugum formerkjum.
Ég gæti mikið frekar skilið ef útbúnir yrðu einhverskonar pottar eða leirböð, þar sem fólk gæti fengið útrás við að maka sig út í annarskonar drullu, sér til heilsubótar.
Ísafjörður er menningarbær, en mikið væri gaman að sjá þar Evrópumeistaramót í einhverju aðeins meira uppbyggjandi en Mýrarbolta.
Svo mörg eru þau orð.
Með bestu kveðju.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.7.2011 kl. 11:30
Takk fyrir greinargott svar Bergljót.
Ég sé þó hvergi hvernig þú setur lágmenningu í samhengi við mýrarboltann. Slagsmál og ofbeldi er ekki liðið sem og hvergi annarsstaðar. En eins og þú segir flokkast það til lágmenningar. Hvað sóðaskap varðar þá ertu væntanlega að tala um moldina, sem fyrir er á sérstökum völlum utan bæjar. Auðvitað fylgir sóðaskapur að vaða blauta mold. Eins og mér þykir hestamennska sóðaskapur og tala nú ekki um fnykinn sem henni fylgir, en ekki flokka ég það til lágmenningar þrátt fyrir ítrekuð spörk í kviðinn sem hesturinn þarf að þola. Eða leðjan sem gestir Bláa Lónsins baða sig í. En sóðaskapur eins og að skilja rusl eftir út á víðavangi eða krota ýmissan ófögnuð á veggi húsa má með sanni flokkast sem lágmenning ef ekki til ómenningar.
Mýrarboltinn auðgar ekki aðeins anda fólks sem tekur þátt og horfir á, heldur auðgar einnig mannlíf Ísafjarðarbæjar yfir verslunarmannahelgi þar sem fólk af ýmsum landshornum og jafnvel heimshornum flykkist á einn stað og gerir sér glaðan dag. Ég get því með engu móti séð hvernig mýrarboltamótið höfðar til lægstu hvata mannsins og teljast því til lágmenningar.
Auðvitað förum við ekki út í neitt "skítkast" þar sem þessi umræða er á miklu hærra plani en það. Ég virði þína skoðun og þú átt rétt á henni eins og hver önnur manneskja í þessu þjóðfélagi.
Kv. Hrafnhildur
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 12:19
Sæl aftur.
Í þessari stuttu greinargerð minni um há og lágmenningu var ég ekki að nefna dæmi um Mýrarboltann, þegar útskýrði hvernig hún kæmi mér m.a. fyrir sjónir.
Ef Mýrarboltinn auðgar andann er hann af hinu góða, þó ekki auðgi hann minn. Að hafa þörf fyrir að búa til drulluplan til að fremja einhverja svokallaða íþrótt í er mér bara óskiljanlegt.
Ég ætla ekkert að teygja lopann lengur og kveð því í vinsamd.
Bergljót Gunnarsdóttir, 31.7.2011 kl. 12:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.