Dagur hjá Sillu og Gunna

imgres  Hvalsnesskirkja

 

Vorum að koma heim eftir að hafa eytt meirhluta dgsins með Sillu bloggvinkonu og manninum hennar, honum Gunnari. Þau búa á Heiðarbæ í Stafnnesi, eða suður með sjó, eins og við malbiksfólkið köllum það. Það vildi þannig til í vor þegar ég hélt sýningu á Mósaik, að þau keyptu af mér mynd, sem ég gerði af syndafalli íslenskra auðmanna, en Björgólfur Thor var þar pars par toto (hluti fyrir heild) þessa siðferðislausa hóps Íslendinga. Myndin heitir Bíttu nú og þá byrjar ballið, og er tileinkuð Birni Birgissyni bloggara, sem þykist hættur þó hann svíki stundum lit á nóttinni

Þarna leikur sjávargolan við mann og maður sér öldurótið ekki svo langt frá. Mér skilst að á góðum degi sjái til Eldeyjar, en því miður var rigningarsuddi og hálfgert dimmviðri svo ekki sýndi hún sig í þetta sinn.

Eftir kræsingar miklar, svo miklar að ekki verður kvöldmatur á þessum bæ í kvöld, og kaffi, fór Silla með okkur í skoðunarferð um nágrennið og þá opnaðist fyrir manni nýr heimur sem liggur þarna í friði og ró fyrir átroðningi fólks eins og mér, en ég efast um að margir viti hversu fallegt er þarna.

Eftir mikið spjall og hlátur, héldum við heim á leið, en bundumst áður fastmælum um að styrkja vináttuböndin enn frekar.

Takk fyrir daginn elskulegu hjón! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Segið svo að bloggið geti ekki leitt ýmislegt gott af sér..

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já og talandi um Björn. Hann er að verða dularfyllsti bloggarinn í hópnum okkar. Bloggar seint og strokar út að morgni...

Ég vil fá hann aftur hér á bloggið í stöðuga og fasta viðveru..

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ég er sennilega of sein til að sjá bloggið hans að morgni, áður en hann þurrkar það út

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2011 kl. 20:38

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég hef alltaf sagt að þetta er tóm vitleysa hjá honum. Hér með skora ég á þig Björn að hætta þessu næturgöltri , hefjast handa að morgni og leyfa því að standa. Þín er sárt saknað.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.7.2011 kl. 20:43

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Æi, "næturgölti"

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.7.2011 kl. 20:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Björn minn koma svo!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2011 kl. 20:54

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Takk sömuleiðis kæru Beggó og Oddur..Við nutum ekki síður en þið! Við mætum á Njarðargötuna þegar búið verður að mála bæinn "rauðan" að fullu. Tökum þessa rugluðu myndavél með..Hún er nefnilega farin að taka grafikmyndir sú gamla. Takk fyrir komuna í súldina á Stafnesinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.7.2011 kl. 21:11

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Silla mín, þú mátt líka alveg taka aðeins til hendinni, þ.e.a.s. ef þú mátt vera að fyrir gestrisni!

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.7.2011 kl. 21:14

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég meina í blogginu auðvitað.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.7.2011 kl. 21:16

10 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já ég fer að taka við mér..Já Hilmar ég hef kynnst góðu fólki á Moggablogginu..Amk tveir vinir hafa komið í heimsókn:) Ég er alsæl bara.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.7.2011 kl. 21:20

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Maður fer að líta við...Fæ ég molasopa ?

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 21:35

12 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Spurðu Beggó:) Hún fékk molasopa+ :)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.7.2011 kl. 21:37

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nammi, namm, kökurnar, og svo heilsunammi líka. Þér er sannarlega óhætt Hilmar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 29.7.2011 kl. 21:46

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Heimilisfang ?

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 21:53

15 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei..djók...

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 22:27

16 Smámynd: hilmar  jónsson

Og þó....

hilmar jónsson, 29.7.2011 kl. 22:38

17 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Alt fólk er velkomið til okkar Gunna:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 29.7.2011 kl. 22:45

18 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég meinti auðvitað bara allt gott fólk:):) En vinir Beggó eru vinir mínir:):)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.7.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband