Undanfari einhvers?

569920[1]

Það er til lítills að byggja varanlega brú yfir Múlahvísl, ef sú gamla, Katla, ætlar í gang. Hún er búin að sitja á sér síðan hún gaus 1918 þangað til nú. Búist hefur verið við gosi síðan 1968, enda oftast gosið á u.þ.b. 50 ára fresti.

Hjálpi okkur allir heilagir þegar það gerist. Lansmenn verða að snúa bökum saman og jafnvel ferðaþjónustan verður að hætta að væla. Auðvitað hefur ferðaþjónustan gert margt vel, þrátt fyrir að hafa gengið fram af allmörgum hingað til. Vil taka afram að ég er að tala um Samtök ferðaþjónustu, en ekki ferðaþjónustu bænda.

Mér er enginn hlátur eða ábyrgðarleysi í hug, til þess er tilhugsunin of skelfileg.


mbl.is Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála það er mál að snúa bökum saman því að hamfarir eru framundan á landinu!

Sigurður Haraldsson, 15.7.2011 kl. 23:11

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Því miður virðist allt benda til þess Sigurður, og þá dugar ekkert annað en samstaða.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 23:28

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hlaupið í Múlakvísl síðustu helgi er einungis lítið sýnishorn af því sem verður þegar Katla fer af stað.

Gunnar Heiðarsson, 15.7.2011 kl. 23:28

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Veit ég það Sveinki og þess vegna skelfir það mig.

Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 23:31

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Fróðir menn tjá mér, sem þeir spá í Nátturuna að hamfarir hér á þessu blessaða Landi okkar séu meiri framundan....Bergljót...Mér er ekki frekar en þér hlátur í huga..Hér í Eyjum er alt mannlíf háð nátturuöflonum.Lífsbjörg okkar er Hfið en Gos og eldfjöll eiðing....

Vilhjálmur Stefánsson, 15.7.2011 kl. 23:37

6 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Má ekki gera ráð fyrir hrikalegu sprengigosi í Kötlu áður en langt um líður í ljósi þess hvað langt er síðan hún gaus síðast ?

Mér finnst persónulega að jarðvísindarmenn geri allt of lítið úr þessu.

Er þetta rétt mat hjá mér eða ?

Níels A. Ársælsson., 15.7.2011 kl. 23:54

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mér er gosið í Eyjum ofarlega í minni Vilhjálmur, var þá við störf á hóteli í Reykjavík, þegar ég var kölluð út um miðja nótt til að gera allt tilbúið til að taka á móti Eyjamönnum á leið til lands, Það var skelfilegt, og verður eflaust ekkert betra þegar Katla byrstir sig.

Við getum þó ekkert gert annað en beðið og vonað það besta.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.7.2011 kl. 00:03

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Annað langar mig að minnast á í sambandi við Vestmanneyjagosið. Það var fjölskylda úr Eyjum sem bjó á hótelinu hjá okkur, hjón og 3 börn.

 Þau fylgdust að sjálfsögðu vel með öllum fréttum og létu oft uppi samúð vegna nágranna eða vina sem urðu fyrir tjóni. En þegar kom í fréttum að húsið þeirra, með öllu sem fylgdi fór undir, varð ég óvart vitni að því.

 Hjónin tókust í hendur, svona eins og um létt handaband væri að ræða, og síðan  utan um axlirnar á börnunum. Æðruleysið var algert og aldrei hef ég séð fallegri fyrirmynd að því.

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.7.2011 kl. 00:15

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekki gott að lifa í stanslausum ótta og kvíða. Ef allar viðbragðsáætlanir eru klárar, er ekki hægt að stóla á annað en hjálp almættisins, og samstöðu almennings, þegar stór bomban kemur, hvenær sem það verður nú.

Það verður ekki nokkurn tíma hægt að stoppa náttúruhamfarir, hvorki með ótta, áhyggjum né nokkru öðru. Vonum það besta og stólum á viðbragðsáætlun almannavarna og björgunarsveita. Það væri mjög skynsamlegt að styrkja björgunarsveitirnar mjög vel núna, með öllum ráðum. Það hlýtur að fara að ganga á þeirra sjóði, eftir allt sem á undan er gengið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2011 kl. 00:16

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mæltu heil Anna Sigríður!

Bergljót Gunnarsdóttir, 16.7.2011 kl. 00:19

11 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Mér finnst þessi skrif ykkar vera í stíl við skrif æsifréttablaða eins og  News of the World, ekki ykkur til hróss, þið keppist um að gefa ykkur það versta sem komið gæti fyrir og gleymið ykkur í dómsdagsspám og þaðan af rugli!! skammist ykkar og reynið að vera aðeins bjartsýnni og vonið það besta, Bergljót, á kannski ekkert að vera að reyna að setja brú yfir Múlakvísl vegna þess að það "gæti eitthvað" komið fyrir???

Guðmundur Júlíusson, 16.7.2011 kl. 00:22

12 Smámynd: Óskar

Misvitrir fjölmiðlamenn eru að magna upp einhvern óþarfa ótta í fólki.  Svona skjálftar verða í Kötlu nánast vikulega ef ekki oftar og eru ekkert fréttaefni.  Þegar hún loks gýs þá verða verstu afleiðingarnar að vegir og brýr á Mýrdalssandi sópast í burtu en fyrirvarinn verður nokkrir klukkutímar og nægur tími til að koma fólki af svæðinu.  Þetta er algjör óþarfa móðursýki sem einhverjir virðast vera að leika sér að því að koma af stað.

Óskar, 16.7.2011 kl. 00:35

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Mig langar til að benda á færslu á bloggi Ómars Ragnarssonar, sem innlegg í þessa umræðu hér.

Færslan er hér

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2011 kl. 00:45

14 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þessi grein Ómars er svo sem ágæt en breytir engu  um áliti mínu á fyrri færslum. Hann er fyrst og fremst skemmtikraftur, og það góður.

Guðmundur Júlíusson, 16.7.2011 kl. 00:54

15 identicon

Að vera viðbúinn hinu versta en vona hið besta, er sennilega besta lýsingin við þessar aðstæður.

 Mér finnst full ástæða til að fjalla eins mikið og oft um þessa yfirvofandi vá sem stafar af eldfjöllunum okkar. Og ef það þarf hræðsluáróður til að koma okkur í skilning um hvernig við eigum að bregðast við og vera viðbúin því sem á eftir að gerast, og þá meina ég ekki HVORT heldur HVENÆR þessir hlutir gerast, þá verður svo að vera, því það kemur vonandi í veg fyrir að fólk verði andvaralaust og hugsi sífellt "það kemur ekkert fyrir mig" !  

Brynja D (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 01:25

16 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Guðmundur, hvernig er það dómsdagsspár að tala um hættuna sem líklegast er beint fyrir framan nefið á fólki?

Tvö eldgos með mjög stuttu millibili og svo einhver minni gos undir jöklum núna plús alla þær jarðhræringar sem eiga sér stað á hættulegasta svæði landsins hljóta að fá jafnvel mestu strútshausa til að gera sér grein fyrir því að það er allt á suðupunkti þarna undir jarðskorpunni.

Eldstöðvarnar sem hafa sýnt merki um eldvirkni að undanförnu tengjast mestu hraunflæðigosum Íslandssögunnar, Skaftáreldum, Eldgjárgosum og Veiðivatnagosinu. Stöðvarnar sem hafa látið á sér kræla undanfarið eru Grímsvötn sem tengjast Lakagígum, Katla sem tengist Eldgjá og svo Hamarinn í Vatnajökli sem tengist Bárnabungueldstöðinni.

Vísindamenn segjast ekki sjá nein tengsl á milli þessarra jarðhræringa sem hafa verið á landinu síðasta árið eða svo, en þeir eru svo alls ekki alvitrir og oft frekar alveg úti á túni þegar kemur að því að spá fyrir gosum.

Held að það sé enginn að tala um að pakka niður og fara úr landi, bara vera viðbúin/n ef og þegar draslið fer af stað, nokkrar flöskur af hreinu drykkjarvatni og smá þurr- og dósamat, því ef allt fer á versta veg þá gæti hugsanlega farið svo að það verður ekki lengur rennandi vatn og rafmagn í einhvern tíma.

En endilega halt þú áfram að stinga hausnum í sandinn ef það lætur þér líða betur, bara ekki drulla á alla hina sem gera sér grein fyrir hættunni.

Tómas Waagfjörð, 16.7.2011 kl. 01:28

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætlaði einmitt að tala um það, þegar fólk vill bara stinga hausnum í sandinn og láta sem ekkert muni gerast.  Það má ekki tala um hlutina, þá heitir það dómsdagsspá.  Ja hérna hér, það er alltaf til fólk sem vill reyna að stjórna umræðunni og talar niður til fólks.  En þetta er raunveruleg hætta hvað sem tautar og raular og eins gott að vera viðbúin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2011 kl. 02:07

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..Vel mælt,vera viðbúin. Við búum í Landi þar sem vá er altaf fyrir hendi..

Vilhjálmur Stefánsson, 16.7.2011 kl. 08:56

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur. Ómar Ragnarsson er miklu meira en mjög góður skemmtikraftur. Hann er einn besti fréttamaður sem íslendingar hafa haft, glöggur og klár. Og bloggin hans eru mjög upplýsandi og góð. Hann færir alltaf mjög skiljanleg og sanngjörn rök fyrir máli sínu. Landsmenn ættu að hlusta á, og fara meir eftir því sem Ómar segir, því hann er mjög vel að sér um svo ótalmargt, og hefur svo oft rétt fyrir sér.

Það á að tala saman og rökræða um staðreyndir, en ekki stinga höfðinu í sandinn. Það er munur á því að vera vel undirbúinn og viðbúinn því versta (sem er nauðsynlegt) eða lifa í ótta og kvíða alla daga um eldgos og hlaup. Að vera með byrgðir af dósa og þurrmat er góð áminning hjá Tómasi, ásamt gasgræjum til að elda. Það dregur úr kvíða að vera vel undirbúinn því sem getur komið.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2011 kl. 09:02

20 identicon

Ég reyndi að vera mjög pen í gagnrýni minni á hann Guðmund með ofangreindri færslu minni, en lét ósagt hvað allar vísbendingar segja um yfirvofandi eldgos. Það er fjöldinn allur af vísbendingum bæði hér innanlands og erlendis, bæði jarðfræðilega séð og stjarnfræðilega séð sem segja til um yfirvofandi jarðhræringar. 

Og ekki má gleyma því að Íslendingar eru næmari en það sem telst eðlilegt bæði á veðurfar og náttúruhamfarir. Og það höfum við í arf frá kynslóðum sem hafa upplifað meiri hamfarir en við höfum meira að segja lesið okkur til um !

Brynja D (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 09:16

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sting ekki höfðinu í sandinn, en vona það besta. Það kemur sem koma skal.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2011 kl. 11:55

22 identicon

Þetta er nú meira dómsdagsblaðrið ha... Kannski er það best að menn hreinlega hætti að birta fréttir af svona skjálftum.. því það gerir bara fólk geggðað... OMG OMG end of the world, hamfarir, endalok alls. blah blah
Við getur horft á hvað sem er og séð út úr því hamfaratákn..

Hvernig ætlið þið annars að vera viðbúin? Ætlið þið að kaupa niðursoðnar baunir, kaupa jarðskjálfaheld hús af Láru ofurmiðli.

Ég þori að veðja að flest ykkar sem nú hrópið HÆTTA HÆTTA, að þið eru líka kristnir.. þannig að gleðjist, Sússi is near

:)

doctore (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 13:52

23 identicon

Góður pistill Bergljót, þetta er aldeilis ekkert dómsdagsblaður því það er löngu kominn tími til að búast við gosi í Kötlu.  Við búum á eldfjallaeyju og hljótum að búast við hinu versta en vona það besta eins og margir segja hér réttilega.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 20:16

24 identicon

Við höfum almannavarnir og annað sem sýsla með þessi mál; Alger óþarfi fyrir ykkur að strekkja taugar vegna þessa; Farið frekar og hugsið um eitthvað nærtækara sem er líklegra til að drepa ykkur.. eitthvað sem þið hafið einhverja stjórn á..
Við getum verið að fara á límingum yfir loftsteinum og ég veit ekki hvað og hvað, alheimurinn er jú frigging stórhættulegur, gerir allt til að ganga frá okkur .. :)

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 21:24

25 Smámynd: Tómas Waagfjörð

DoctorE, ekki vera bera saman eitthvað bull í hausnum á þér við það sem er raunveruleg hætta, eitthvað sem hefur gerst oft í Íslandssögunni og mun gerast oft aftur. Eldgos á Íslandi er ekki eins og einhver loftsteinn sem kannski kemur, eldgos á Íslandi mun ske og það er algjör og fullkomin heimska að leiða það hjá sér að vera ekki meðvitaður um það.

En þú um það, vert þú bara strútshaus, en ekki opinbera heimsku þína með því að tala niður til fólks sem gerir sér grein fyrir raunveruleikanum.

Tómas Waagfjörð, 16.7.2011 kl. 22:23

26 identicon

Það er reyndar viss misskilningur sem einhver kemur inná hér að ofan að það séu sérstakar vísbendingar um auknar jarðhræringar í heiminum. Jarðskjálftar og eldgos hafa riðið yfir með nokkuð jöfnu millibili sl. þúsundir ára og ekkert sem bendir til að það sé að aukast. Það sem hinsvegar er í þessu að mælitæki verða sífellt nákvæmari og fjölmiðlun öflugri. Það er ekkert nýtt að það verði skjálfti yfir 5 á richter einhversstaðar í heiminum eða eldgos verði á h.u.b. viku fresti. Það hefur bara ekki alltaf ratað í fréttir hinu megin á hnettinum. Svo er einnig annað að sífellt fleira fólk býr á jörðinni og færri staðir verða óbyggðir sem gerir hamfarir óhjákvæmilega mannskæðari þegar þær ríða yfir.

B. (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 22:38

27 identicon

Já Tómas, vertu bara í ruglinu: Ó ó það er að fara að gjósa, það eru að koma náttúruhamfarir... ó æ úuuu The end is ..
Lofsteinn getur allt eins skollið á okkur 1  2  og Búmm... útrýmt þér eins og öðrum risaeðlum

Þú ert á sömu línur og liðið í þessu vídeói
http://www.youtube.com/watch?v=-hJQ18S6aag

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 23:29

28 identicon

Það eru allir, eða hér um bil, meðvitaðir um það að skjálftar geta og munu gerast. Við höfum áætlanir sem fara í gang ef eitthvað gerist.
Að við séum að strekkja taugar yfir öllum skjálftum er hreint fáránlegt..
Hvað ætlar þú að gera núna Tómas, það kom smáskjálft á íslandi.. það komu reyndar MARGIR, koma margir á hverjum degi; Ætlar þú að breyta einhverju vegna þessa Tómas? Ætlar þú að byrgja þig upp af Ora grænum baunum, ganga um með hjálm, klæðast Michelin man búning... 

DoctorE (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 23:46

29 Smámynd: Tómas Waagfjörð

DoctorE, það ert þú sem ert öfgamaðurinn í þessum þræði. Enginn nema þú hefur talað í ofsa og öfgum, ganga með hjálma og búningum eins og þú segir ber vott um það og orð þín segja mikið til um hvernig þú hugsar.

Skynsamt fólk, fólk sem gerir sér grein fyrir því að þrátt fyrir allar okkar tækniframfarir þá getur allt breyst á einu augnabliki í skjálfta eða eldgosi. Ef svo færi að stór skjálfti eða eldgos kæmi og myndi skemma raflínur og/eða menga vatnsból þá er það ekki lagað daginn eftir, og svo gæti farið að það tæki nokkuð langann tíma að koma rafmagni aftur á og hvernig ætlar þú þá að komast af? Eina sem ég hef sagt er að fólk ætti að vera með smá birgðir af þurr og dósamat til að komast yfir þetta tímabil. 2 mánaða skammtur af þurrmat kostar um 4 þúsund krónur, drykkjarvatn kostar ekkert að setja á flöskur sem þegar eru til á heimilinu.

En endilega halt þú áfram að tala niður til annarra og setja alla undir einhvern klikkhausahatt, eflaust lætur það þér líða betur með sjálfan þig. Einn daginn muntu þroskastog gera þér grein fyrir muninum á fólki sem gengur um með álhatta og þeim sem gera sér grein fyrir að slæmir hlutir geti skeð og það gæti borgað sig að vera viðbúinn og tilbúinn fyrir versta tímann.

Ps. án efa nærðu á einhvern hátt að snúa þessu öllu á haus og reynir í hroka þínum að skíta á mig aftur.

Tómas Waagfjörð, 17.7.2011 kl. 00:53

30 identicon

Bara sorry Tómas en þú hljómar eins og móðursjúkur áhangandi Harold Camping, og/eða umboðsmaður þurrmats.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 11:22

31 Smámynd: Tómas Waagfjörð

DocterE, ég skal reyna skýra þetta fyrir þér á eins auðveldann hátt og ég kann.

Þú ert með varadekk og tjakk í bílnum er það ekki? Í hvert skipti sem þú sest undir stýri þá ertu væntanlega ekki með hjartað í buxunum yfir því að það muni springa á dekki, en samt er varadekkið til staðar ef svo illa færi að það myndi springa því þú gerir þér grein fyrir því að það getur sprungið á dekki fyrirvaralaust. Ert þú þá móðursjúkur?

Það að gera sér grein fyrir því að öllu gæti verið kippt undan okkur fyrirvaralaust og gera eitthvað til að geta tekist á við það er ekki móðursýki, heldur heilbrigð skynsemi. Það hefur engin áhrif á daglegt líf hjá mér, labba ekki um hugsandi að kannski sé allt að fara á versta veg og er bara alls ekkert að pæla í því.

Það er aftur á móti algjör og fullkomin heimska að stinga hausnum í sandinn og neita horfa í kringum sig og vona bara það besta.

Ok, kannski er ég móðursjúkur, en þú karlinn minn ert fullkominn heimskingi.

Tómas Waagfjörð, 17.7.2011 kl. 20:28

32 identicon

Ég man ekki betur en svo að það þurfti bónda austur úr sveit til að hringja í almannavarnir og tilkynna um að gos væri hafið á Fimmvörðu hálsi hér í fyrra. Ekki virkaði viðbragðsáætlunin þá. Hvað klikkaði þar DOCTOR.......???????

Það er bara sjálfsagt og eðlilegt að fólk sé undirbúið og tilbúið ef til hamfara kemur. Það er enginn hér að tala um að velta sér upp úr þessu frá degi til dags og vera af því svefnvana. Það er bara heilbrigð skynsemi að vera undirbúin og tilbúin ef eitthvað skeður.

 M.b.kv

Sigurdur Hjaltested (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 20:53

33 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Gosið í Vestmanneyjum gerði ekki boð á undansér...

Vilhjálmur Stefánsson, 17.7.2011 kl. 23:35

34 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ekki búið enn,Mýrdalsjökull hristist vel í nótt...

Vilhjálmur Stefánsson, 18.7.2011 kl. 07:12

35 identicon

Sorry strákar, ég sé ekkert nema hlægilegar barnalegar árásir á mig... hahaha
Að bera saman dekk á bíl og eldgos er vægast sagt fáránlegt samlíking.

En endilega, hafið ykkar þurrmat, grafið ykkur niður, kaupið dómsdagssumarhús frá Láru miðil... farið með bænir til þess galdrakarls sem þið trúið á.
Ég ætla bara að halda áfram að hlægja að ykkur, hugsanlega mun ég hlægja svo mikið að ég næ ekki að flýja undan eldgosinu...

P.S. Hvernig er það annars, reykið þið.. drekkið/dópið; Iðkið þið líkamsrækt eða annað til að viðhalda heilsu ykkar; Eða eruð þið bara að spá í eldgosum :)

doctore (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 09:31

36 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Ok, þú veist allt best og allir hinir sem ekki vita þinn sannleika eru fífl, fávitar og móðursjúkir. Margir læknar kalla svona ástand geðveilu.

Tómas Waagfjörð, 18.7.2011 kl. 19:33

37 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Og já,  http://doctore0.wordpress.com/  er síða sem maður fer á ef maður smellir á nafnið þitt.

Ruglið þarna segir meira en milljón orð um það sem er að ske í hausnum á þér.

Tómas Waagfjörð, 18.7.2011 kl. 19:37

38 identicon

Auðvitað er rugl á blogginu mínu Tómas, bloggið er einmitt um hjátrú.. og dómsdagssparuglukolla + annað í þeim dúr.

Þú ert að rembast of mikið Tómas minn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 21:32

39 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Það er einmitt það sem ég á við DoctorE, þú virðist eyða miklum tíma í eitthvað sem þú trúir ekki sjálfur á, bara til að segja öðrum hversu klikkaðir þeir eru.

Ættir að líta þér nær.

Tómas Waagfjörð, 19.7.2011 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband