14.7.2011 | 14:31
Smáfrí í London
Brugðum okkur til London sl. mánudag til að vera við útskrift Heru Hilmarsdóttur barnabarns, en hún útskrifast á morgun frá Lamda leiklistarskólanum hér í borg. Að vísu er stúlkan sú flogin til Ungverjalands til að leika í nýrri þáttaröð sem BBC er að gera og allt í kring um hana verða þekktir leikarar, en við náðum bara lokasýninguna af skólaverkefnunum, vegna anna Heru,en þú lætur ekki BBC með stórt hlutverk í boði bíða eftir þér.. Skólasýningin verður að duga okkur að sinni því BBC gat ekki beðið, og við eigum því í raun og veru ekkert erindi á útskriftina sjálfa.
Veðrið er alveg í lagi, þó fullkalt sé fyrir heitfenga Íslendinga. Við höfum gengið mikið og skoðað margt, fengið gott að borða, ásamt því að setjast aðeins inn á pöbbana sem er jú eins og smá afthöfn, ef maður kann að meta þá.
Um helgina förum við í leikhús á söngleikinn Ghost, sem er nýr af nálinni og sagður mjög góður. Það verður spennandi. Þá hemur annað barnabarn til sögunnar, en það er hún Brynja Eiríksdóttir sem kemur með lest fá Reading, en þar stundar hún Au pair- mennsku í sumar. Hún ætlar að gista hjá okkur fram á sunnudag, en þá um kvöldið fljúgum við svo heim.
Veðrið er alveg í lagi, þó fullkalt sé fyrir heitfenga Íslendinga. Við höfum gengið mikið og skoðað margt, fengið gott að borða, ásamt því að setjast aðeins inn á pöbbana sem er jú eins og smá afthöfn, ef maður kann að meta þá.
Um helgina förum við í leikhús á söngleikinn Ghost, sem er nýr af nálinni og sagður mjög góður. Það verður spennandi. Þá hemur annað barnabarn til sögunnar, en það er hún Brynja Eiríksdóttir sem kemur með lest fá Reading, en þar stundar hún Au pair- mennsku í sumar. Hún ætlar að gista hjá okkur fram á sunnudag, en þá um kvöldið fljúgum við svo heim.
Athugasemdir
Til hamingju með útskrift barnabarnsins. Ekki er nú dónalegt heldur að komast beint í verkefnir fyrir BBC. Óska henni góðs gengis í því verkefni og svo áfram í lífinu.
Axel Jóhann Axelsson, 14.7.2011 kl. 15:32
Gaman að heyra frá ykkur..Hafið það sem allra best. Sjáumst hress og kát síðar í mánuðinum.
Kveðja Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.7.2011 kl. 15:33
Já og eins og Axel óska ég ykkur til hamingju!;)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 14.7.2011 kl. 15:34
Frábært alveg með barnabarnið til hamingju með hana. Og skemmtið ykkur nú vel fyrst þið eruð komin þarna út.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 17:29
Hafið það sem best..
hilmar jónsson, 14.7.2011 kl. 19:18
Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur og árnaðaróskir stelpunni til handa. Ég segi stelpunni því hún er ekki nema 22ja ára.
Skelltum okkur inn á We will Rock You, en leikhúsið er hérna við hliðina á hótelinu. Frábært show, wow! Maður er bara farinn að syngja Queen lögin innra með sér.
Bergljót Gunnarsdóttir, 14.7.2011 kl. 22:52
Vá!! æði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.7.2011 kl. 23:16
Til lukku með stelpuna ykkar, London er ljúf.
Ásdís Sigurðardóttir, 15.7.2011 kl. 11:01
Glæsilegt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.7.2011 kl. 17:58
Silla mín.
Hlakka til að koma, maður verður nú að hafa smá eftirlit með verkunum sínum, jafnvel þó ég viti að það sé á hárrétum stað
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.7.2011 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.