30.6.2011 | 17:17
Smá hugleiđing um blogg
Einn ágćtis bloggari hér á Moggablogginu talar oft um eitthvađ sem hann kallar dómstól götunnar og fjölmiđla. Ţar fer hann stórum, alveg steinhissa á landslýđ, hversu óréttlátur og fljótfćr hann sé í sleggjudómum sínum um náungann.
Ţetta vćri allra góđra gjalda vert, ef ţessi sami bloggari vćri ekki einn alharđasti sleggjudómafíkill bloggheima, ţegar ríkisstjórnin og skjólstćđingar hennar eiga í hlut. Ţá virđast allar leiđir fćrar og ekki hvarflar ađ honum ađ á neinn sé hallađ međ fljótfćrni og óréttlćti.
Víst eru sleggjudómar leiđinlegt fyrirbrigđi, en ţeir virđast ţó oft tilbúnir af bloggurum og klínt á ţá sem eru ósammála ţeim sem skrifar hverju sinni, og eru oftar en ekki á öndverđri stjórnmálaskođun.
Lýđrćđiđ, sem allir geta veriđ sammála um ađ enginn vill glata, leyfir skođana og málfrelsi okkur til handa, en auđvitađ er affarsćlast ađ hafa ađgát í nćrveru sálar, ţ.e. ef sú sál á ţađ skiliđ. Ţar kemur ađ ţví sem kallađ er varkárni og ekki síđur almenn kurteisi. Oftast er nokkuđ auđvelt ađ gera greinarmun á venjulegu fólki og drullusokkum og er ég ţá ađ tala um hvađ mér finnst hver eiga skiliđ, en látum fólk lesa meiningu okkar, án ţess ađ setja okkur á ţeirra plan.
Fátt er leiđinlegra en skítkast og dónaskapur sá sem oft er gusađ yfir fólk af hinum og ţessum, sem virđast ekki hafa fengiđ almennilegt uppeldi og ţví varla til ađ taka mark á, ţví ţađ fólk kćfir sjálft sig í svívirđingum og ljótu orđbragđi.
Ađ virđa skođanir annarra er líka keppikefli ađ mínu mati. Á ég ţá ekki viđ ađ vera sammála, heldur ađ leyfa öđrum ađ hafa ţćr, en geta lagt sitt til málanna sértu ekki sammála.
Ađ vera ruddalegur, til ađ ná athygli segir ekkert annađ um gerandann en ađ hann skortir oft illilega sjálfsrýni og sjálfstraust. Mér hálfbrá ţegar ég sá einn af ţeim forhertustu svara bloggi frá mér af skynsemi og áhuga fyrir efninu í stađ ţess ađ rjúka upp međ svívirđingum eins og honumog öđrum sem ekki skrifa undir nafni er annars svo tamt. Ţetta gladdi mig mjög svo.
Ég er ekkert saklaus af allskyns fullyrđingum og jafnvel sleggjudómum, en svo lengi lćrir sem lifir.
Ađ deila hart er ekkert nema skemmtileg íţrótt og mćttu margir taka ţađ til sín. Slíkt myndi oft lyfta Moggablogginu á hćrra plan vćri ţađ gert án grófra persónulegra svívirđinga og skítkasts.
Eitt virđist líka algert "tabú", en ţađ er ađ biđjast afsökunnar á ţví sem skrifađ hefur veriđ og of langt gengiđ. Ţađ virđist vera einhver lenska ađ álíta ţađ aumingjaskap eđa ţađan af verra. Hver sá sem kann ađ biđjast afsökunnar er miklu meiri manneskja ađ mínu viti.
Athugasemdir
Alveg hárrétt Margrét, og ég er fullkomlega sammála ţessari fćrslu ţinni takk fyrir mig.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 30.6.2011 kl. 17:56
Takk fyrir ţađ Ásthildur mín.
Ég held nú samt ađ nýkomiđ sumar fyrir Vestan hafi ruglađ ţig smávegis í ríminu. Međ sumarkveđju og vćntumţykju. Bergljót.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.6.2011 kl. 19:09
Mjög vel skrifađ og hárrétt, algjörlega sammála ţér mín kćra, erum greinilega á sömu línu. Knús og góđa helgi :)
Ásdís Sigurđardóttir, 30.6.2011 kl. 21:25
Góđ fćrsla.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.6.2011 kl. 23:23
Sá sem kann ađ biđjast afsökunnar er sigurvegari. Öll getum viđ hlaupiđ á okkur og öll erum viđ ađ lćra í skóla lífsins..endalaust..Bestu kveđjur til ykkar Odds frá okkur Gunna.
Knús! Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.7.2011 kl. 07:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.