Peningar og völd og metingur

Það hafa margar sögur verið í gangi um útrásarvíkingana okkar, svo sem listisiglingar um heimsins höf með miklu partystandi, gleðikonum og allt hvað eina. Peningar skapa jú ríkidæmi og ríkidæmi fylgja völd. Þú getur víst keypt nánast allt fyrir peninga. Ég heyrði í dag ansi skemmtilegan brandara um hvernig valdið getur tekið völdin.

Hjón nokkur forrík og glæsileg sátu saman á veitingahúsi í hádeginu, þegar flott uppfærð ung kona á leið hjá borðinu þeirra. Daman stoppar, heilsar manninum ástúðlega og kyssir hann, sem hann lætur sér vel líka. Þegar hún kveður segir hún svo, hittumst í kvöld elskan.

Hver var þetta spyr konan. Hjákonan mín svarar hann að bragði. Ertu farinn að halda fram hjá mér helv. þitt æpir frúin, ég vil fá skilnað. Éf þú vilt það endilega er það svo sem í lagi mín vegna, svarar sá sem hefur völdin. En mundu bara að skilja eftir öll kreditkortin, bílana, pelsana og skartgripina þegar þú flytur út og auðvitað geturðu ekki notað einkaþotuna lengur.

Heyrðu elskan svarar hún, ég ætla að fyrirgefa þér þetta. Við hljótum að geta haldið áfram eins og áður. Fínt segir hann við höfum það bara svoleiðis.

Í því kemur inn vinur þeirra hjóna, af sama sauðahúsi, ásamt ungri konu sem frúin kannast ekkert við. Með hvaða konu er hann eiginlega, spyr sú sem var nýhætt  við að skilja. Nú þetta er hjákonan hans, svarar maðurinn.

Frúin virðir dömuna fyrir sér smástund og segir svo, Iss,  hún er ekki nærri því eins flott og okkar! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þessi er magnaður....Ekki nærri eins flott og okkar..

Knús úr Heiðarbæ.

Hvernig gengur sýningin?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.5.2011 kl. 08:37

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.5.2011 kl. 09:22

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk Silla mín, hún rúllar þetta áfram. Ég er lítið þar, enda ekki ætlast til, en það lítur töluvert af fólki við. Var að kaupa efni í gær. Best að byrja bara á næstu sýningu hvenær sem hún verður svo ég drepist ekki úr aðgerðarleysi. Knús á móti af Njarðargötunni.

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.5.2011 kl. 09:49

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Bergljót, Þessi var magnaður!!kv Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 9.5.2011 kl. 11:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beggó mín ég var einnig leið yfir að komast ekki á sýninguna og hitta þig, en ég hef ekki átt tíma fyrir mig síðan ég kom suður og mun blogga um skemmtilega fríið mitt sem litaðist af veikindum og það hjá allri fjölskyldunni, en við munum hittast þó síðar verði
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2011 kl. 11:47

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk Milla mín. Ég saknaði nærveru þinnar, en koma tímar og ráð! Kærleik til þín og faðmlag

Bergljót Gunnarsdóttir, 9.5.2011 kl. 12:27

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahah flott einn sá besti sem ég hef heyrt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2011 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband