Harpa í Hörpu - á hörpu

Velkomin Harpa heitir tónverk Þorkels Sigurbjörnssonar sem Harpan nýja glæsilega tónlistarhúsið okkar opnar með. Þetta er einn allsherjar hörpusláttur því nú er líka harpa samkv. gamla mánaðatalinu.

Loksins fáum við glæsilegt tónleikahús, með því besta sem gerist í hljómburði, fyrir utan að húsið er algert listaverk að innan sem utan og á eftir að bera hróður okkar víða um lönd.

Það er enginn vafi á að að hingað munu sækja heimsfrægir listamenn, okkur til ánægju, fyrir utan að það mun það örugglega auka ferðamannastraum þeirra sem vilja sækja hér tónleika og ráðstefnur.

Ég er svo heppin að hafa fengið miða á tónleikana á föstudagskvöldið og hlakka til eins og lítið barn sem hlakkar til jólanna.

Til hamingju Íslendingar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Loksins, og sannarlega tilefni til þess að fagna.

Maður fékk hreinlega gæsahúð af því að heyra Víking brillera í píanókonsert Griegs í kvöld.

hilmar jónsson, 4.5.2011 kl. 21:49

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Segðu! Vonandi verður hann eins góður á föstudaginn. Get varla beðið!

Bergljót Gunnarsdóttir, 4.5.2011 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband