4.5.2011 | 13:27
Hundur og hótel
Það er ákaflega vel skiljanlegt að eigandinn vilji ekki afhenda hundinn, þar sem til stendur að aflífa hann. Svo er annað mál hvort hægt sé að kalla hundinn þýfi, nema þá helst af því að lögreglan lagði hald á hann í upphafi.
Þá sýnist mér bara að þjófar eða þjófur hafi stolið frá þjófi eða þjófum og nú verða bara fyrri brottnámsmenn (eða þjófar) að stela hundinum aftur.
Veit einhver hvers vegna hundurinn glefsaði í konuna og hvort það var svo alvarlegt að dauðarefsing liggi við fyrir veslins skepnuna?
Þetta virðist ekki lengur snúast um annað en hver stal hundinum, en hvernig væri að athuga á hvaða hátt hann komst norður í land.
Að síðustu, er konan slösuð eða bara léttglefsuð og hvað skyldi henni fiinnast um alla þessa vitleysu?
Undarlegt að setja hundinn fyrst á hótel og ætla síðan að kála honum. Þetta minnir mest á þá Al Capone og félaga
Tíkin fundin en ekki afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var einungis hvolpur. Sem enn er verið að ala upp. Hann var í bandi fyrir utan heimilið, og konan gengur inn á svæði (garðinn eins og stóð í fréttinni á þeim tíma) eigandans. Hundurinn er náttúrulega í eðli sínu varðhundur og var að verja heimilið sitt og húsbóndans. Ég sem er vanur hundum, hefur hundurinn líklega sýnt hræðslu, eða ógnun. En konan hefur ekki tekið eftir því, eða ákveðið að hunsa skilaboð hundsins. Þannig að hundurinn glefsar í konuna, án þess að hann skilur eftir sig slæmt sár (eftir því sem ég hef lesið í ýmsum fréttum og orðróma). Konan ætti því að vera á gráu svæði. Ekki hundurinn. Þessir hundar (þegar þeir eru fullvaxta) eru með ca. 2 tonna bitkraft, og hann hefði auðveldlega skaðað konuna meira. Þetta var einungis ógnun.
Það er ennþá verið að þjálfa hundinn. En auðvitað er ekki gott að skilja hundinn eftir í bandi úti. Það er mælt á móti því.
Að mínu mati er það konan sem er í órétti vegna þessa. Hún sér hundinn, hundurinn hefur sýnt ógnun og svo framv.
En eigandinn á líka að fá áminningu á að skilja hundinn eftir í bandi úti (sumir gera þetta í einungis örfáar mínútur til að láta þá gera stykkin sín, eða setja þá strax út ef þeir hafa gert það inni í örfáar mínútur).
Þetta er alls ekki nógu góð rök fyrir að aflífa hundinn.
ATH: ÞAÐ VAR GERT GEÐRANNSÓKN Á HUNDINUM AF SÉRFRÆÐINGUM, OG HANN STÓÐST PRÓFIÐ!!!!! Útkoman, saklaus hvolpur sem er verið að ala upp.
Þröstur (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:48
síðan var aðkoman hræðileg á hótelinu sem hann var fyrst á. Vannærður og útataður í eigin skít. Honum var ekki gefið mat, og ekki var búrið þrifið. Samt stóðst hann prófið hjá sérfræðingur.
Ég hefði sjálfur reynt að ná í hann, ef þetta væri minn hundur, væri erfitt að sjá sinn eigin hund fá svona lélega meðferð á hótelinu. Því það myndast oft svo rosaleg sambönd á milli hunds og eigenda. "Barnið" manns.
Þröstur (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 13:51
Burt með þetta illfylgi héðan frá Akureyri. Hérna eru líka börn og annað fólk sem svona bandóður hundur á eftir að bíta líka. Lögreglan á að sækja hundinn, ekki seinna en STRAX og aflífa hann. Hvað á hann að bíta marga til að hljóta dauðadóm. Þetta er vaninn hérna á landi, oftast eru það nú skynsamir eigundur sem sjálfir LÁTA aflífa hund sem bítur. En þetta er alltsaman komið í tóma steypu með þetta kvikindi. GEÐrannsókn.....kommon,
Dexter Morgan, 4.5.2011 kl. 14:49
Ótrúlega barnaleg skrif hjá þér Þröstur. Konan í órétti!!!!!!!!! Geðrannsókn sérfræðings!!!!!!!!!! Það er alveg magnað að fólk skuli trúa á einhverja hundasálfræðinga og láta þá féfletta sig. Hundar sem bíta eru réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Skiptir engu hvaða tegundar þeir eru.
Þórir Kjartansson, 4.5.2011 kl. 15:33
Þórir: Var þetta ekki bara hegðunarpróf hjá dýralækni ?
Mistök og slys geta átt sér stað, í þetta skiptið var ábyrgðin að miklu leyti hjá eigandanum. Hún skildi hvolpinn eftir óþjálfaðan. Manni finnst mjög líklegt að eigandinn geri ekki þau mistök framar þannig að eflaust er óhætt að hleypa börnunum út á Akureyri án þess að þurfa að missa svefn yfir því.
Spurning hvort gefa eigi annan séns og leyfa hvolpnum að lifa eða hvort eigi bara að drepa hann. En það virðist vera mjög algengt hér á Íslandi að það sé það fyrsta sem mönnum dettur í hug. Hvort sem það er hundur sem á í hlut eða önnur dýr.
Einar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 16:06
Hundur sem bítur einu sinni er mjög líklegur til að endurtaka það hvað sem líður allri þjálfun og sálfræðimeðferðum. Það er orðið eitthvað sjúklegt við þessa yfirdrifnu hundadýrkun hjá fólki á seinni árum.
Þórir Kjartansson, 4.5.2011 kl. 16:20
Ef eitthvað er sjúklegt við þessi skrif og málið allt, finnst mér það vera hugsanagangur og skrif fólks eins og Dexters og Þóris. Það er alveg skiljanlegt að þeir séu ekki fyrir hunda, enda eins gott. Þeim liði örugglega ekki vel að eiga dýr sem fólk risi upp á móti og heimtaði að yrði aflífað, þó það glefsaði smávegis í einhvern sem kæmi of nærri.
Mér fyndist nær að ganga hart að mannhundum sem berja börnin sín og annað af verra, en litlu ómálga dýri sem ekki getur varið sig, og ætti því að mínu viti að fá tækifæri til að læra og lifa.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.5.2011 kl. 16:47
Bergljót: viltu númerið hjá VÆLUBÍLNUM. Hvað ert þú að blanda mönnum sem berja börnin sín inn í þetta mál. Þetta snýst um hund sem beit konu. Hitt er allt önnur og alvarlegri umræða og þú ættir að skammast þín að blanda henni inn í þetta mál.
Það vill nú svo til, að ég er eigandi af hundi, 7 ára gömlum, rúmlega meðalstórum, og ég vissi það frá fyrsta degi, að ef hann myndi einhverntímann bíta fólk, þá myndi ég láta aflífa hann, skilyrðislaust.
Það er þannig hugsun sem mér hugnast, ekki svona afskræmd hugsun eins og eigendur þessarar tíkur eru með. Og bíta skömmuna úr hattinum, með því að nema hana á brott, úr vörslu lögreglu, ólöglega og reyna að "selja" almenningi að það sé allt í lagi með tíkina; hún sé búinn að fara í "sálfræðipróf".... þvílíkt BULL. Held að eigendurnir ættu að eyða sínum peningum í sálfræðing fyrir sjálfa sig, og láta skjóta kvikindið í leiðinni. PUNKTUR
Dexter Morgan, 4.5.2011 kl. 17:49
Já takk ég vil númerið. Svo þarf ég að bija þig að vera viðbúinn að taka á móti honum þegar hann kemur.
Ég geri mér fullkomnlega grein fyrir alvarleika þess sem ég skrifa og skammast mín ekkert.
Það hefur vonandi ekki hvarflað að þér, að fara í smá sálfræðipróf? PUNKTUR
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.5.2011 kl. 19:19
Ragnar. þetta finnst mér ekki við hæfi.
Bergljót Gunnarsdóttir, 4.5.2011 kl. 19:21
Athygglisvert að sjá sum skrifin hérna. Já auðvitað á eigandinn taka alvarlega á hlutunum leið og frávik gerist en já aflífun er ekki lausn á neinu. Hundur er alveg jafn líklegur til að geta lært af mistökum eins og bara mannskepnan. Við erum ekki frábrugðin að neinu leiti enda er dýrseðli í manninum líka. Á þá ekki bara aflífa okkur leið og við brjótum af okkur.
Dýrin sem við tökum að okkur allt frá gullfiskum til varðhunda er á ábyrgð eiganda að sinna ... en já þetta eru lifandi verur... rétt eins og við... því ber okkur virða þau sem slík og hætta setja okkur alltaf í fremsta sætið og fara taka ábyrgð. Fólk sem tekur að sér heimilisdýr ætti fara hugsa málin til enda og hætta öllu þessu tali um aflífanir og frekar sinna dýrunum sínum og hugsa út í það þetta er vinna frá upphafi til enda.
Það að aflífa hund er ekki lausn málsins hérna nema það sé sýnt fram á með beinum hætti að hundurinn sé hættulegur á eftir. Allir hundaeigendur ættu þekkja það hvernig það er að eiga hvolp og já það er leikur í þeim sem og óöryggi. Þarna var hvolpur á ferð og já gerði mistök sem konan sjálf sem lenti í að verða fyrir honum hefur lýst því yfir að ekki eigi að deyða dýrið fyrir þessi mistök og skilur ekki fárið sem hefur orðið undan þessu.
Annað er að fólk ætti fara læra það líka vera ekki með skýtkast hérna inn á og ræða málin málefnalega
Ragnar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:25
já vill taka það fram það megi ekki rugla okkur tveimur saman hérna þar sem tveir skrifa undir nafninu Ragnar svo ekki verði misskilningur á skrifum
Ragnar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:29
Hundurinn var búinn að bíta áður, barn. ef þetta hefði verið lamb eða einhver annar búfénaður þá, hefði hundurinn verið aflífaður á staðnum.
Hörður Einarsson, 4.5.2011 kl. 21:54
spurning með það hvaðan það kemur. Núna fer til dæmis fjölmiðlum ekki saman með sögu hundsins og eins og fjölmiðlar eru orðnir nú til dags er betra hafa frekar áreiðanlegri heimildir....
ekki það ég sé að segja eitt eða annað sé rangt með farið í bloggum hérna, heldur hefur það sýnt sig að sögusagnir geta verið fljótar að fara af stað einnig sem og fjölmiðlar hafa átt það til að brengla einnig staðreindir og einni koma með eigin ályktanir... þarf ekki horfa langt til baka með að líf einstaklings var lagt í rúst vegna sögusagna af götunni og æsifréttamennsku fjölmiðla.... Akureyringar ættu muna þá sögu vel ....
Ragnar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:38
Hvað er að þessum Ragnari ? Má ekki Morgan hafa sína skoðun ?
Hilmar (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.