1.5.2011 | 23:08
Skin og skúrir
Í fyrradag var stór sorgardagur í lífi mínu þegar vinur minn og svili Sæbjörn Valdimarsson var kvaddur hinstu kveðju, við fallega athöfn í Fossvogskirkju. Sæbjörn var einn mesti mannkostamaður sem ég hef kynnst og verður ógleymanlegur stórum hópi vina sinna.
Í gær var aftur á móti mikill gleðidagur þegar ég opnaði sýninguna mína á Mosaik í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Það var góð aðsókn og mikið gladdi það mig að sjá marga gamla vini og ættingja mætta á svæðið. Fólk gerði yfirleitt góðan róm að sýningunni og ég stóð þarna blóðrjóð af gleði.Tekið skal fram að sýningin mun standa til 25. maí.
Í dag var svo barnabarnið mitt hann Rúnar Breki fermdur í Hallgrímskirkju og síðan var kaffisamsæti par exelence á eftir.
Það er ótrúlega erfitt samt að vera glaður í kjölfarið á sorginni og svo aftur sorgmæddur þegar gleðin tekur völdin. Tilfinningarnar fara allar út og suður og maður fær eins og einhverskonar tilfinningu um að maður sé að bregðast einhverju eða einhverjum án þess að það hafi nokkurntímann verið markmiðið. Sorgarviðbrögðin skyggja á gleðina og gleðin einginlega líka aðeins á sorgina. Nóg um það.
Það er skrítið að vakna upp 1. maí með snjó og slabb á götunum á þessum hátíðisdegi verkalýðsins, eiginlega algerlega óverðskuldað. Fólki sem þarf að standa í eilífri baráttu fyrir mannsæmandi kjörum, svo maður tali ekki um atvinnu finnst mér að almættið eigi að senda uppörvandi veður, en ekki svona grámyglu hversdagsleikans, nógu er nú ástandið slæmt fyrir.
Ég sendi þeim sem í baráttunni standa baráttukveðjur og vona frá innstu hjartans rótum að ástandið fari að batna, því það þarf að vera lágmargskrafa að atvinnubært fólk fái vinnu við sitt hæfi, og geti lifað í reisn þó í guðsvoluðu, um þessar mundir, samfélagi sé.
Í gær var aftur á móti mikill gleðidagur þegar ég opnaði sýninguna mína á Mosaik í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Það var góð aðsókn og mikið gladdi það mig að sjá marga gamla vini og ættingja mætta á svæðið. Fólk gerði yfirleitt góðan róm að sýningunni og ég stóð þarna blóðrjóð af gleði.Tekið skal fram að sýningin mun standa til 25. maí.
Í dag var svo barnabarnið mitt hann Rúnar Breki fermdur í Hallgrímskirkju og síðan var kaffisamsæti par exelence á eftir.
Það er ótrúlega erfitt samt að vera glaður í kjölfarið á sorginni og svo aftur sorgmæddur þegar gleðin tekur völdin. Tilfinningarnar fara allar út og suður og maður fær eins og einhverskonar tilfinningu um að maður sé að bregðast einhverju eða einhverjum án þess að það hafi nokkurntímann verið markmiðið. Sorgarviðbrögðin skyggja á gleðina og gleðin einginlega líka aðeins á sorgina. Nóg um það.
Það er skrítið að vakna upp 1. maí með snjó og slabb á götunum á þessum hátíðisdegi verkalýðsins, eiginlega algerlega óverðskuldað. Fólki sem þarf að standa í eilífri baráttu fyrir mannsæmandi kjörum, svo maður tali ekki um atvinnu finnst mér að almættið eigi að senda uppörvandi veður, en ekki svona grámyglu hversdagsleikans, nógu er nú ástandið slæmt fyrir.
Ég sendi þeim sem í baráttunni standa baráttukveðjur og vona frá innstu hjartans rótum að ástandið fari að batna, því það þarf að vera lágmargskrafa að atvinnubært fólk fái vinnu við sitt hæfi, og geti lifað í reisn þó í guðsvoluðu, um þessar mundir, samfélagi sé.
Athugasemdir
það væri kærkomið að fá listamann eins og þig og fleiri út í Eyjar, það mundi bæta á listaflóruna hjá okkur.........Góðar stundir...
Vilhjálmur Stefánsson, 1.5.2011 kl. 23:31
Ærleg færsla, skrifuð af ærlegri konu. Ekki við öðru að búast. Samhryggist og samgleðst.
Björn Birgisson, 1.5.2011 kl. 23:41
Ærleg og mikilhæf...
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 2.5.2011 kl. 08:32
Maður bara eldroðnar eins og smástrákur sem er skotinn í fyrstu stelpunni. Takk fyrir!
Bergljót Gunnarsdóttir, 2.5.2011 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.