30.4.2011 | 09:09
Loksins!
Í dag kl. 14.00 opnar sýningin mín Mosaik í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Duóið Heima, sem er nýjasti smellurinn, mun syngja og leika nokkur lög fyrir gesti upp úr kl. 15.00. Sýningin samanstendur af skálum sem geta líka verið veggplattar, speglum ýmiskonar og taflborðum, ásamt myndum. Efniviðurinn er steint gler, leirflísar og leirtau.
Allir sem þetta lesa eru velkomnir, en sýningin mun standa í mánuð.
Athugasemdir
Þakka kærlega fyrir boðið á sýninguna. Vegna óvæntrar gestakomu kemst ég þó líklega ekki í dag, en mun örugglega mæta fljótlega.
Axel Jóhann Axelsson, 30.4.2011 kl. 13:11
Innilega til hamingju Bergljót mín, ég mun örugglega kíkja við þegar ég verði í bænum. Ég er spennt að sjá öll fallegu verkin þín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2011 kl. 14:41
Takk fyrir mig í dag..Frábær sýning..fallegir munir..Vildi gjarnan galdra einn á vegg í Heiðarbæ..
Og mikið var gaman að hitta þig..og það tvisvar:):)
Gangi þér sem best.-Kveðja úr Heiðarbæ.
Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.4.2011 kl. 19:53
Þakka ykkur öllum fyrir innlitið og þér sérstaklega Silla, mikið rosalega fannst mér gaman að hitta þig. Dagurinn var mér alger áægjuauki og ég sit hérna heima alsæl.
Ég vona að þið Axel og Ásthildur sjáið ykkur fært að líta við, en ég hefði svo gjarnan viljað hitta ykkur og kynnast aðeins. En það koma vonandi tímar og ráð með það, en það er engin yfirseta á sýningunni og því ekki víst að ég verði þar. Samt þætti mér mjög vænt um ef þið létuð vita af ykkur og þá verð ég ekki lengi að koma og heilsa uppá ykkur. Er í símaskránni og bý í næsta nágrenni sið Lækjargötuna.
Takk enn og aftur Silla mín. Kveðja frá Njarðargötunni. Beggó.
Bergljót Gunnarsdóttir, 30.4.2011 kl. 22:30
Glæsileg sýning. Til hamingju.
hilmar jónsson, 30.4.2011 kl. 22:33
Takk fyrir það Hilmar og takk fyrir komuna!
Bergljót Gunnarsdóttir, 1.5.2011 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.