13.4.2011 | 13:54
Jákvæðni eða neikvæðni
Sem betur fer hafa Íslendingar ekki tapað bjartsýninni þrátt fyrir bölmóð og svartsýni margra þeirra sem hæst hafa. Við mældumst jú hamingjusamasta þjóð í heimi, svo lengi að mörgum fannst nóg um.
Takist að koma efnahagskerfinu endurbættu á koppinn aftur, og fjórflokkakerfinu frá, er fátt sem getur komið í veg fyrir að sú hamingja stingi sér niður aftur og fólk gangi hér um "með bros á vör, en berjandi þó lóminn" svona einstöku sinnum.
Við eigum gnægð af hreinu vatni og landi, húsakostur er almennt mjög góður, heilsufar og hár aldur segir sitt, og hreina loftið er líklega eitt af því besta sem gerist á byggðu bóli.
Nú segir ánægjuvogin að 83% Íslendinga hafi upplifað góða hluti á árinu, svo nú er kominn tími til að fyrirgefa og sameinast, og endilega halda líka áfram þjóðaríþróttinni að karpa um allt og alla, annars yrði allt svo leiðinlegt í komandi góðæri. En það, góðærið, er algerlega undir okkur sjálfum komið.
Jákvæð upplifun á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Bergljót.
Vissulega jók niðurstaða kosningarinnar verulega á jákvæðnina. Þar sýndi þjóðin að hún er þinginu æðri.
Nú vantar aukna atvinnu svo fjöldskyldur landsins geti farið að borga sínar skuldir og jafnframt átt fyrir salti í grautinn og þak yfir höfuðið.
Landið okkar býr yfir miklum kostum og því bjart framundan hjá okkur. Við þurfum því ekkert að óttast, svo framarlega að við færum ekki yfirráð yfir þessum landkostum okkar til einhverra erlendra afla, t.d. ESB.
Ef okkur auðnast sú gæfa að halda vel á málum og tryggjum yfirráð okkar yfir eigin landi og auðæfum, munum við verða vel stæð þjóð innan fárra ár og verða öfunduð um allan heim.
Nú er forgangsverkefni að koma frá því þingi sem sveik okkur og kjósa nýtt fólk þangað inn. Fólk sem hefur vilja, kjark og vit til að vinna með þjóðinni í stað þess að vinna á móti henni.
Gunnar Heiðarsson, 13.4.2011 kl. 14:23
Mæl þú manna heilastur Gunnar.
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.4.2011 kl. 15:53
Jákvæðni er góð, gott væri ef allir gættu þess í óskum sínum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2011 kl. 19:09
Sammála þér Bergljót mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2011 kl. 21:42
Já! Neiið var jákvætt:)
Kveðja úr Heiðarbæ.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.4.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.