Og hvað svo?

 

Núna eftir úrslit kosninganna vrðist hver höndin upp á móti annarri á þingi, og nú ætllar blessaður drengurinn í Sjálfstæðisflokknum að reyna að koma Jóhönnu og co. frá, og Sigmundur Framsóknarmaður alveg æstur eins og allir Framsóknarmenn að komast að til að ota sínum tota. Meira að segja farið að tísta í Sif, en það er allt í lagi, hún hefur hvort eð er aldrei gert annað en að tísta, ef hún er þá ekki veifandi löppunum uppi á borði.

 Að öllu jöfnu væri mér svo sem sama, en guð minn almáttugur, hvað er sjálfstæðis drengurinn að reyna, þetta eru einhverjir klaufalegustu tilburðir til að fela mistök sem ég hef séð í langan tíma.Ég held að hann ætti bara að skríða undir sæng og hugsa ráð sitt aðeins, áður en hann fer að agnúast út í einn eða neinn. Þetta er hallærislegra en tárum taki. Hefur einhver  trú á þessum manni?

Nóg um það. Nú er bara að bíða og sjá hverju framvindur í samfélaginu, innanlands, sem og í samskiptum okkar við alla þessa Icesave kröfuhafa, sem virðast ekkert ætla að láta í minni pokann fyrir svona "stórþjóð" eins og  Íslendingum. Gott mál að þjóðin hafi haft meirihluta í að láta ekki kúga sig.

Vorið er vonandi á næsta leiti með öllu sínu dirrindíi, grænum grösum og blómum í haga. Það er virkilegt tilhlökkunarefni öllum, eftir óvenjulega leiðinlegan vetur með myrkri stjórnmálanna svífandi yfir vötnunum. Mikið væri nú æðislegt ef það væri bara hægt að setja inn forrit sem leysti þetta allt og myndi svo stjóna landinu í framtíðinni. Ekkert rex og pex, ekkert svindl og svínarí. Útopía bara mætt á svæðið og við myndum líklega svífa um hálf náttúru- og verkefnalaus, líklega hundleið.

Ja, það er nú það!
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Kíkjum bara á vorið! Annað skiptir ekki máli, góða og vel máli farna kona!

Björn Birgisson, 13.4.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband