Til Björns Birgissonar

IMG_4536

Bíttu,  og þá byrjar ballið...

Ég ætla að tileinka þessa mynd Birni Birgissyni, sem segist hættur að blogga, og mér finnst mikill  missir að. Þakka þér fyrir bloggin þín Björn minn og vona ég að þú sjáir að þér fljótlega. Það vantar fleiri svona karla sem ískrar virkilega í hérna á moggabloggið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björn má ekki hætta að blogga,það er svo gaman að vera ósammála honum

Alfreð (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:07

2 Smámynd: Benedikta E

Björn kemur aftur - fór hann eitthvað annað að blogga?

Benedikta E, 11.4.2011 kl. 21:45

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.4.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Bíttu, þá byrjar ballið..." Ég er aldrei slíku vant næstum orðlaus. Hélt reyndar að með bitinu endaði ballið!

Aldrei fyrr á minni lífsleið hefur mér verið helgað listaverk. Sé þó greinilega lífsmerkin á myndinni. Sýnist þó maðurinn eiga litla von, en mér hefur á lífsleiðinni lærst að það er alltaf von. Nú veit ég það!

Takk fyrir þetta Bergljót mín. Takk fyrir að hugsa fallega til mín. Mér er sannur heiður sýndur með þessu tiltæki þínu. Þakka þér og gangi þér allt í haginn!

Til þín, ágæta vinkona:

"Heiður sem maður hefur áunnið sér, er trygging fyrir þeim heiðri sem er enn ófenginn" (La Rochefocauld)

Kveðja, Björn

Björn Birgisson, 11.4.2011 kl. 22:02

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég setti sérstakt blogg hjá mér sem var tileinkað Birni. 'eg nefndi hann ekki beint á nafn, enn það tengist að sjálfsögðu...

Óskar Arnórsson, 11.4.2011 kl. 23:07

6 identicon

Ha, er Björn Birgis hættur að blogga? Nú, þá fækkar enn frekar heimsóknunum hingað á Moggabloggið og ef þetta er staðreynd þá langar mig að segja að Björn hefur haldið úti afar skeleggu og skemmtilegu bloggi sem eftirsjá verður af. Farvel.

Grefillinn sjálfur (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:36

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hann er að sleikja sárin blessaður karlinn.  Hann kemur aftur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 12:53

8 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Nú er Björn sár . Það þarf að bregðast við því. Ef ég gæti málað svona freistingarmynd þá myndi ég gera það því eins og Grefillinn segir réttilega er þetta ómöguleg staða. Það gefa sig flestir fyrir þrýstingi og vonandi Björn líka  kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 12.4.2011 kl. 13:55

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fyrir þá sem ekki átta sig á því er myndin af feðgum nokkrum tvíeinum, annar á fötin, hinn höfuðið. Tímasetningin er frá því að ríkisstjórn Sjálfstæðisfl. og Framsóknar hóf að gefa eða selja ríkiseignir á tombóluprís.

En hún er tileinkuð vini mínum Birni, sem myndi aldrei bíta í eplið, þó hann geti vissulega bitið vel frá sér. Það hefur hann allt á hreinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.4.2011 kl. 15:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elsku elsku Bergljót mín var að fá inn úr dyrunum myndina frá afa þínum.  Mikið var ég glöð og hreykinn, hún mun verða hengd upp á besta stað.  Ég er innilega þakkát og hrærð yfir þessari höfðinglegu gjöf.  Innilega takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 17:56

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Njóttu vel mín kæra!

Bergljót Gunnarsdóttir, 12.4.2011 kl. 19:21

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2011 kl. 19:37

13 Smámynd: Björn Birgisson

Leit hér inn af gömlum vana. Takk fyrir mig! Kærlega. Yndisleg eruð þið öll, hvert með sínu sniði.

Bergljót mín! Þakka þér jákvæð ummælin. Gangi þér sem best, ágæta kona, með sýninguna þína, sem og allt þitt í lífinu.

Eðli málsins samkvæmt mun nú fundum fækka.

Í hjartastað geymi ég góðar minningar, um þig og gesti þína hér á síðu.

Kærar þakkir!

Björn Birgisson, 12.4.2011 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband