Hverjum er ekki sama?

Þetta er deyjandi flokkur og vonandi heyrist lokastunan fljótt.  Flokkurinn hefur undanfarin ár að mestu verið skipaður tækifærissinnum sem hafa varla haft áhuga á öðru en sjálfum sér og eigin framgangi. Það skiptir engu hver ræður ríkjum þar, flokkurinn hefur tapað orðspori sínu í gegn um valdatíð mislukkaðs fólks eins og Halldórs, Jónínu Bjartmars ofl. o. fl. 

Var nærri búin að gleyma að hann væri til. Get varla ímyndað mér að nokkur óbrjáluð manneskja láti sér detta í hug að kjósa hann. Hlakka til að sjá dánartilkynninguna.


mbl.is Sigmundur sterkari, veik staða Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Þetta er það skrítna við ísland,,,þetta bull fær alltaf sín 10 tí 20 %  og hitt bullið fær sín 25 til 40% sama hvað sker

Ragnar Einarsson, 10.4.2011 kl. 02:43

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Fyrirgefðu, en hvort ertu að tala um Framsókn eða Sjálfstæðisflokk, það kemur nefnilega ekki fram hjá þér?

Guðmundur Júlíusson, 10.4.2011 kl. 03:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Bergljót, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einmitt eini stjórnmálaforingi flokkanna á Alþingi sem verðskuldar almennan tiltrúnað landsmanna. Bjarni storkaði þjóðinni og eigin flokksmönnum, og Grímsi og Jóhanna eru nú eins og allir vita ... þeim tekst naumast að gera neitt rétt.

Ding-dong, klukkan glymur ...

Jón Valur Jensson, 10.4.2011 kl. 03:41

4 identicon

Sigmundur Davíð er eins og allir Framsóknarmenn, pólitísk hrææta. Bíður eftir þess að komast að völdum. Þá getur hann haldið áfram uppáhaldssporti Framsóknarmanna, selja eigur ríkisins til vina og vandamanna.

Magnús Jón (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 05:42

5 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Bara til að halda því til haga, Reykjavíkurmær, að Framsóknarflokkurinn víst langt frá því deyjandi.

Í mínu sveitarfélagi er hann sem dæmi stærsti flokkurinn og mig minnir að hanna hafi fengið meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í kjördæminu í seinustu alþingiskosningum.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 10.4.2011 kl. 09:23

6 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Eygló Harðardóttir er eini Framsóknamaðurinn í Vestmanneyjum.

Vilhjálmur Stefánsson, 10.4.2011 kl. 10:14

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gumundur, þó mér finnist Sjálfstðisflokkurinn vel mega missa sig eins og framsókn, þá er það hin aldna framsóknarmaddama sem ég er að tala um.  Hún er orðin illilega sjúskuð hin síðari ár, enda oft  misþyrmt af vanhæfum stjórnendum.

Jón Valur, Sigmundur er óþekkt stærð, og líklega nokkuð heiðarlegur, en einhvernveginn hef ég litla trú á að honum takist að vekja flokkinn til verulegrar virðingar, enda yfir forað að fara, og standa ekki einu sinni þúfnakollar upp úr.

Hlöðver, kann að vera að einhverjir frambærilegir kandidatar hafi hlotið kosningu í þínu kjördæmi, en ekki hafa þeir þó verið til stórræðanna, því flokkurinn er nú samt að hverfa, sem betur fer.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 11:41

8 identicon

Bergljót. Væri ekki rétt hjá þér að þvo þér um höfuðið. Eða kanski öllu heldur að þvo þér í höfðinu.

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 14:48

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég segi eins og þú Bergljót við þurfum nauðsynlega að losna við fjórflokkinn og fá inn ný öfl með ferskar hugmyndir og nýja sýn á framtíðina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2011 kl. 16:06

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gissur minn, það eru allmargir í samfélagi stjórnmálamanna sem þurfa svolítinn þvott í dag, utan og innan.  Nýjar og ferskar hugmyndir er það sem við þurfum til að leiða land og þjóð til betri tíma. En heilaþvott líst mér ekkert á, hvorki fyrir mig eða þig!

Þakka samt hugulsemina og jafnvel dónaskapinn, það er alltaf gott að sjá hvaða plani maður er ekki á.

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.4.2011 kl. 16:46

11 identicon

Allir Islendingar ættu að vera farnir að gera ser grein fyrir þvi hver Ibúa földi landsmanna er Það er lika bÚið að vera tala nÚna amk ár um  að vinavæðingin i öllu samfelaginu se svo mikil sem raun ber viti Úfaf þvi m.a. Og halda að verði stofnað eitthvert nytt aft sem ekki gæti þessara áhrifa en nú ekki trúlegt ??  En tilraun ef það fengist samþykkt af alþingi að allavega einhver hluti frambjóðandenda sem kæmu til með að sitja á þingi og JAFNVEL I RIKISSTJÓRN væru óháðir pólitiskt  ,en það verður ekki nú i bráð þvi ekki hefur Stjónin komið þvi máli fram frekar en öðrum á þessum tveim árum neinu viðkomamdi persónukjöri !!Nú kanski koma tillögur þess efnis frá Stjórnlaga þingi  , en svo hvert þær verða sammþykktar veit engin  ? Og svo megið þið hlægja en eg mun ekki svara til baka neinu  hvorki um  einhvern þvott eða annan  Sigmundur Davið er það besta innandyra  á Alþingi að öllum ólöstuðum og  hann á eftir að gera góða hluti  Og ef fólk vill i alvöru laga ástandið á landinu  ,hvar sem þið eruð i pólitik þá hlustið aðeins á  áður en þið dæmið  Er engann að biðja að verða framsóknarmanneskju  ,Er það ekki sjálf .EN Alltaf þarf að hlusta á alla til að mynda ser skoðanir og taka afstöðu  og eg tala ekki um ef fólk ætlar að fella "DÓMA "!  OG eg vildi að fólk gæti hætt i þessu eilifa öfundar ,ólundar bulli   JA JA HANN eða hun er nú bara gera svona til að vinirnir og viðkomandi fái þetta eða hitt   !! ....ÞETTA ER  skitamórall  AF þeim sem svona láta OG BÆTIR EKKERT ÁSTAND !....... reynið heldur að vinna með þvi sem þið trúið á og álitð best til að hafa áhrif og árangur og hætta stjóta úr" FÚLUM "skötgröfum . HVERNIG VÆRI ÞAÐ ????????    En engu siður nú eftir AÐ ICESAVE er fallið þá vonandi synir þjóðin  hvað hún vill og hverja hun telur besta til forustu   Þjóðin  getur haft svo miklu meiri völd i siini hendi ef hun vildi og sæi sig i þvi að standa saman að sjálfs sin heill og hætta alltaf að troða skóinn hver niður af öðrum  ......" Er það ekki að vera á lágu plandi ?? "...............

Bendi þer svo á Begljót þú ert sjálf með dónaskap i þinum eigin skifum sem þer leyfist ekki frekar en okkur hinum  Þegar þú segir Get ekki látið mer detta i hug að nokkur" óbrjáluð "manneskja muni kjósa hann     " Hlakka til að sja "dánartilkynninguna  "............... dónaskapur úti eitt  ...sorrý  ! eg veit ekki á hvaða plani ?

Ragnhldur H . Jóhannesd (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 22:48

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Botna mest lítið í þessum sundurlausu skrifum þínum Ragnhildur, minnir mig mest á fylleríisröfl.

Að vera búin að fá mig fullsadda af stjórnmálaflokki, sem ég álít að hafi  undanfarin ár gert þjóðinni stórmein með eiginhagsmunapólitík og vinavild, er ekki dónaskapur, heldur ísköld rökhyggja. Annað er að ráðast að fólki beint með dónalegum aths.

Etv. er Sigmundur Davíð það besta innandyra alþingis. Hann verður þá bara að sanna það, nóg er komið af froðusnökkunum úr flokknum hans undanfarin ár. Ég sting upp á að að hann verði skírður Froðusnakksflokkurinn fyrir næstu kosningar. Hann myndi þá sýna sitt rétta andlit í mörg herrans ár. Já, já, nei, nei, upp og niður ,út og suður og á svo fólk að taka mark á allri vitleysunni?

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.4.2011 kl. 00:22

13 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

"froðuskökkurunum" á þetta auðvitað að vera.

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.4.2011 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband