Fyrilitning

100_0363

 Ósk um frið og velsæld. Mynd sem ég gerði úr mósaik árið 1995.

 

Ekki nema eitt orð um Icesave kosningarnar í dag. Ég trúi því ekki á landsmenn að þeir kjósi yfir sig skuldir þeirra Björgólfsfeðga, sem þeir virðast vera borgunarmenn fyrir sjálfir, þó annar þeirra segist gjaldþrota.

Ekki trúi ég á þann yngri, þó glæpamaður sé, að hann láti pabba gamla svelta og geymi ekki ofurlítið af peningunum sem þeir stálu úr Landsbankanum, á síðustu mínútu, í handraðanum fyrir þann gamla.

Auðvitað snúast þessar kosningar sem framundan eru ekki um þá feðga, eða annað hyski sem setti þjóðina á hausinn, heldur um hvort við eigum að taka á okkur einhverjar bankaábyrgðir, sem enginn veit hvort eru fyrir hendi, og fórna þarmeð framtíð barnanna okkar í fjárhagslegu tilliti.

En að koma þjóðinni í svona klandur er ekkert til að hrópa húrra fyrir, og á enginn þeirra sem stóðu að hruninu svo mikið sem eilítið bros skilið frá öðrum Íslendingum, og verði þeir þreyttir á útlegðinni verði þjóðin ekki eins fljót að gleyma og oftast nær.

Að nokkur maður geti kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsókn kinnroðalaust í dag er mér hulin ráðgáta, en þarna virðist þessi gleymska koma til. Þó svo ríkisstjórnin standi sig með sögulegum eindæmum illa, er það engin afsökun. Þessir flokkar sváfu ekki bara, þeir hrutu meðan forsvarsmenn þeirra gáfu allt, eða seldu ódýrt, til þeirra sem nýttu gjafirnar svona vel. Vel fyrir land og þjóð, ó nei fyrir sjálfa sig og sína nánustu, og enga aðra.

Ég get bara ekki hætt að hugsa um þetta, svo svívirðilegt sem það er og vona svo sannarlega að sá dagur komi fljótt að þeir hitti sjálfa sig fyrir. Græðgin er líklega sú ógeðslegasta af höfuðsyndunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála og ég get ekki heldur skilið þá sem veita Samfylkingunni atkvæði sitt eða Steingrimsarmi VG.  Nú þarf að hugsa upp á nýtt og vissulega eigum við val nú þegar.  En fjórflokkurinn svokallaði hefur sýnt svo ekki fer milli mála að þeir eru algjörlega samstíga í spillingunni.  Vei þeim sem falsa og ljúga að þjóðinni ykkar er skömmin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 00:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef engu við þetta að bæta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.4.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband