Bíldudalur

100_2040

 Hef það til siðs að láta egg standa upp á endann á vorjafndægri. Gerir svo sem engan gæfumun, en er gaman að glíma við.

100_0484

 Séð út um stofugluggann minn á Bíldudal,

100_0569

 og aftur,

Picture_0080

 og aftur, en á nesinu sem skagar út í sjóinn er sagt að Þorsteinn Erlingsson hafi setið þegar hann samdi Nú blika við sólarlag sædjúpin köld, og svona ætti að vera hvert einasta kvöld. Með hreinan og djúpan og heilnæman blæ, og himininn bláan og speglandi sæ.

 

 Picture_0727

 og aftur.

100_1664

 Síðan má veiða á stórstraumsflóði af skansinum fyrir framan húsið,

 

Picture_0064

 og hafa það bara ansi huggulegt á meðan í kvöldkyrrðinni.

----------------------------------------------------------------------------------------

Bíldudalur er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi, enda keypti ég mér lítið hús þar, í fjöruborðinu og hef átt ógleymanlegar stundir við fuglasöng, sjávarhljóðið og yndislega vini sem ég hef eignast á staðnum. Var að skoða myndir og flokka í tölvunni og ákvað að láta þetta flakka inn á síðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sannarlega stórkostlegt útsýni. Þarna er örugglega hægt að sitja langtímum saman og njóta birtubreytinga í fjöllunum og firðinum og gleyma stað og stund.

Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2011 kl. 07:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bíldudalur er yndislegur staður, hef oft ekið þarna í gegn og stoppað og fengið mér veitingar.

Mínir uppáhalds sunnudagarúntar voru að aka frá Ísafirði, þræða alla fallegu staðina, fara síðan í mat eða kaffi á Þingeyri nú aka áfram á Tálkna fara í sund og ekki varð Patró útundan yndislegir dagar.

Takk fyrir flottar myndir

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 09:00

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

FLottar myndir, get alveg ímyndað mér að það sé notalegt að búa þarna í fjöruborðinu.  Ég heyri í fuglunum núna þeir eru greinilega að maka sig og gera sig til við hitt kynið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2011 kl. 15:25

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svo er á veturna mest gaman á heiðskírum kvöldum, að leggjast á bakið á skansinum og horfa upp í himininn og gleyma sér við norðurljósadýrðina. Þá virka þau bara rétt yfir manni og tilfinningin er sú að það þurfi ekki annað en að rétta út hendina til að snerta þau.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.3.2011 kl. 17:55

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hvaða saga fylgir egginu?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 18:07

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef þú geur láti það standa upp á endann í eina mínútu boðar það ást iog gæfu. Mér hefur tekist að láta það standa lengst í háftíma. Ég hef líka hvotutveggja.

Bergljót Gunnarsdóttir, 26.3.2011 kl. 19:28

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Prófa það

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 20:15

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eggið datt hjá mér eftir 2 sek. kannski kemur þetta með æfingunni

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2011 kl. 20:24

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta á ekki að vera hægt nema á jafndægri, en mér hefur stundum tekist að plata á öðrum árstímum, og eggið staðið eins og ekkert sé. Þú verður orðinn einn af eggjauppistöndurum Íslands áður en þú veist af. Þolinmæði og þolgæði, það er trikkið 

Bergljót Gunnarsdóttir, 27.3.2011 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband