Viðbjóður!

Þessi maður er og hefur alltaf verið þvílíkur viðbjóður að það má undarlegt heita að hann skuli enn við völd.

En?

 Er það þjóðarvilji óupplýsts almennings í sárafátæku ríki sem ræður þessari uppreisn? Hverjir eru þessir uppreisnarmenn? Eru það etv. málaliðar Vesturveldanna sem vilja hann af, til að hirða olíuauðinn, annað eins hafa Bandaríkin gert í gegnum tíðina í flestum heimsálfum.

Mér finnst Össur og þeir innan ríkisstjórnarinnar sem fylgja honum að málum, vera að gera sömu skyssuna og þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tóku upp á sitt eindæmi, án þess að leita álits þjóðar eða þings, að styðja aðförina gegn Irak.

Össuri vil ég ráðleggja að ganga hægt um dyr yfirlýsinga á erlendum stríðsrekstri, og reyna heldur að hjálpa til að koma skikkan á málin heimafyrir.

 


mbl.is Gaddafi hótar hefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki veit eg kver er meiri vidbjodur Ossur eda Gaddafi senilega Ossur af tvi ad hann gerir alt sem hann getur til ad svikja mitt folk

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 21:46

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Hver ert þú Helgi, og hvað meinarðu?

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 21:56

3 identicon

Tóm vitleysa ad Líbía sé sárafátaekt land. Hvernig kemur thad heim og saman vid olíuaudinn sem thú heldur ad Bandaríkin séu á höttunum eftir? Thér finnst augljóslega ad Kaddaffi eigi óáreittur ad murka lífid úr eigin thjód og heimurinn eigi ad horfa upp á thetta adgerdalaust. Var ekki sagt "aldrei meir" eftir thjódarmordin í Rúanda og ódaedisverkin í Szbrenica?

S.H. (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 22:05

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

S.H.! Meirihluti Lybisku þjóðarinnar er sárafátækur sem og í öðrum einræðisríkjum, sem þú ættir vel að vita. Að bera það upp á mig að ég vilji láta Gaddafi murka lífið úr þeim sem ekki eru útvaldir landsmenn í Lybiu, undir einræði hans, er ekkert annað en klár móðgun. Allir velþenkjandi menn vilja hann burt og það strax.

Finnst þér eitthvað undarlegt þó spurningin um olíuauðinn og ágirnd í hann komi upp, annað eins hefur jú aldeilis gerst. Það er af hinu góða að þjóðir heims fordæmi karlinn , en þeir sem standa nú í forystunni hafa ekki aldeilis sýnt að þeir "hreinsi til" án gjalds.

Af tvennu illu finnst mér skárra að Gaddafi verði yfirbugaður og settur af, jafnvel þó svo kynni að fara að vesturlönd eigi einhvern þátt í uppreisninni, heldur en við þurfum að hafa morð á saklausum borgurum á samviskunni. En er ekki samt strax byrjað að drepa þá?

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.3.2011 kl. 22:35

5 identicon

Bendi thér á Wikipedia:

 Jämfört med dess grannländer har Libyen en ytterst låg nivå av både absolut och relativ fattigdom. Libyska tjänstemän har under de senaste tre åren genomfört ekonomiska reformer som ett inslag i en bredare kampanj för återintegrera landet i den globala kapitalistiska ekonomin.

S.H. (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:16

6 identicon

Og meira frá Wikipedia:

Libyen har den fjärde högsta BNP:n per capita i Afrika, efter Seychellerna, Botswana och Sydafrika. Detta beror till stor del på dess stora petroleumreserver och ringa folkmängd

S.H. (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 09:18

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er held ég að hræringarnar sem byrjuðu í Sudan var það ekki  og svo í Egyptalandi hrundu af stað bylgju til frelsis, þar sem almenningur á varla fyrir mat, en einræðisherrar og her stjórna með harðri hendi og fylla sína koppa og kirnur af auði og völdum. 

Ég skil vel áhyggjur þína því saga Bandaríkjanna og annara gráðugra vesturvelda er ekki falleg né trúverðug.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2011 kl. 10:07

8 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Lítil fátækt miðað önnur Afríkuríki. Hvað segir það, er ekki fátækt í öllum þessum löndum sem nefnd eru? Ég er að tala um fólkið,  ekki efnahag ríkisins og þeirra útvöldu sem njóta auðsins.  Ég skal sleppa þessu sárafátæku þín vegna.

Þá kemur að spurningunni. Því eru Vesturveldin þarna? 

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 10:18

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Takk fyrir innl. Ásthildur mín!

Annars er # 8 meint til S.H. sem kemur ekki fram undir nafni og því eru þetta mín lokaorð til hans. Wikipedia er prýðis rit, en ekki getur það lýst þjóðarástandinu í svona samantekt.. Fólkið, þetta blanka, er óánægt undir harðstjórninni og vill frelsi, það er auðsjáanlegt. En ég get ekki fallið frá þeirri tilfinningu að Vesturveldin séu ekki öll þar sem þau vija sýnast í málinu.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 10:29

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Samkv. Wikipedia sem þú vitnar í H.P. er atvinnuleysið 21%, þannig að varla er fólkið að snýta sér með peningaseðlum.

Today, high oil revenues and a small population give Libya one of the highest GDPs per capita in Africa and have allowed the Libyan state to provide an extensive level of social security, particularly in the fields of housing and education.[162] Many problems still beset Libya's economy however; unemploymentis the highest in the region at 21%, according to the latest census figures.[163]

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 11:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það væri fagnaðarefni að sjá á bak Gaddafi, væri trygging fyrir að eitthvað skárra kæmi í staðin. Við innleiðum ekki vestrænt lýðræði og stjórnarfar í þessum löndum einn, tveir og þrír, hvorki með góðu eða illu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.3.2011 kl. 14:42

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Engin ástæða til að fá vestrænt stjórnarfar, réttlæti, lýðræði og samkennd myndi duga langt ef þeir fengu góðan leiðtoga fyrir nýrri óspilltri ríkisstjórn. En það eru líklega Utopíu hugsanir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband