Mottudagurinn

Jæja stelpur, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur er eignað að hafa endað stórkostlega jafnréttirsræðu á orðunum " Upp með pilsin og niður með buxurnarr". Nú er kominn tími til að segja, allavega í einn dag, Niður með pilsin og upp með buxurnar.

Styðjum karlana og verum karlmannlegar í einn dag, við erum jú menn líka.


mbl.is Boða karllægan klæðnað á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Bergljót mín kæra, nú hefur þú misskilið eitthvað öfugt, eins og kerlingin sagði forðum. Átti þetta ekki  að vera eins og hinn gengni verkalýðsleiðtogi sagði? Hafa ekki allir meira gaman að því? Svona af og til að minnsta kosti! Engum má þó verða kalt!

Björn Birgisson, 17.3.2011 kl. 23:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Að hafa það gaman, saman, hljómar alltaf vel.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2011 kl. 23:14

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Skilið hef ég rétt Björn minn, ég hef þetta allavega eftir henni ömmu minni sem hló dátt. Þinn part lét hún liggja milli hluta hafi hún heyrt hann .Seinniparturinn er nýr, fæddist hérna í hugarskotinu rétt áðan. Best að gera bara stórmál úr þessu öllu, það er langskemmtilegast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:20

4 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Axel, fátt hljómar betur!

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:21

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fór í Kaskó í gær og þar voru tveir hressir menn að selja mottuna, ég sagði, eru ekki tveir strákar að gefa okkur kaffi, sætt af þeim í þessum kulda, nei við erum ekki að gefa ykkur kaffi en þú mátt kaupa þér mottu gerði það að sjálfsögðu, en það var gleði yfir þessu öllu og svoleiðis á það að vera.

Þeir eru góðir herramennirnir hér að ofan

Gleði í helgina þína Beggó mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 07:30

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég ætla að vera maður(kona) í dag og vinna með mínum ektamanni í gróðurhúsinu við að sá og prikla.  'Eg skal hugsa til allra hinna karlanna á meðan og senda þeim orku sem skapast við svona gefandi störf.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:22

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Fallega mælt Ásthildur. Ég er líka svo heppin að vinna við það sem gefur mér endalausa orku og kraft,  oftast nóg til að miðla öðrum sem þurfa á því að halda.

Milla, settirðu mottuna upp?  

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 13:54

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já ég setti mottuna í kápukragann minn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2011 kl. 14:10

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ef ég hefði rekist á eina slíka til sölu, hefði ég umhugsunarlaust skellt henni fyrir neðan nefið og límt vel. Enda er ég víst alltaf með munninn fyrir ofan nefið eins og einhver mismælti sig svo herfilega í den.   

Bergljót Gunnarsdóttir, 21.3.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband