Ríkidæmi eða fátækt í Kína

Þeir eru skrýtnir í Kína. Ef forríkur maður lætur eyðileggja bílinn sinn í reiðiskasti fær hann rosalega athygli og samúð. En ef fátækur verkamaður missir hendina í vinnunni, er hann bara sendur heim og sagt að koma ekki aftur. Engin samúð hvað þá  hjálp og ekki eru neinar slysatryggingar á vinnustöðum. Ef fólk á ekki peninga til að borga læknisþjónustu fyrirfram fær það hana ekki og þá er ekkert grín að vera stórslasaður eða fárveikur.

Við skulum vona að bíleigandinn eigi fyrir geðlækni.


mbl.is Reiður eigandi eyðilagði sportbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Augljóslega líka engar sölu-/kauptryggingar í Kína og það virðist vera sem þessi maður sé að reyna að vekja athygli á.

Við vitum ekkert hvernig hann rekur sitt fyrirtæki, enda kemur það ekki fram í fréttinni. Bara eins og alls staðar annars staðar þá dreifist ríkidæmið á fáa og fátæktin á marga.

Spekingur (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 09:43

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég skil stundum ekki hvað er að gerast hjá sumum þjóðum, maðurinn er það mikilvægasta sem þjóðir eiga og ber að hjálpa þeim ef þörf er á.

Knús í bæinn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2011 kl. 11:14

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það þarf ekki að efa að þessi byggingaverktaki, sem var svona fúll að bíllinn var ekki í ábyrgð, horfir ekki í aurinn þegar starfsmenn hans slasast eða veikjast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.3.2011 kl. 11:54

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Annað hvort er bíllin úr títan eða sleggjurnar úr gúmmí því að höggin dynja á bílnum og hann virðist ekki beyglast mikið!

Sigurður Haraldsson, 17.3.2011 kl. 12:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ mér finnst einhvernveginn á öllu að mannréttindi séu enginn í Kína, allt gert til að flokkurinn haldi velli.  Og það skrýtna er að nákvæmlega sama er að gerast í Bandaríkjunum, þeir eru ekkert skárri, en bera yfir sér sauðagæru.  Samt er enginn þjóð sem hefur framið jafn hryllilega glæpi og Bandaríkin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2011 kl. 12:13

6 Smámynd: GAZZI11

Þeir hefðu ekki getað slegið köttinn úr tunnu.

GAZZI11, 17.3.2011 kl. 15:57

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Eigandinn náði sé allavega í smáauglýsingu sem kostaði ekki nema litlar 35 milljónir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 16:18

8 identicon

Billinn er að miklu leiti úr carbon fiber og beiglast þessvegna ekki :)

Logi Steinn Karlsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 16:30

9 identicon

Þetta er einfaldlega sérstök tegund af blæti (fetish). Það eru margar síður á netinu með svona efni, oftast með konum, t.d. www.crashcargirls.com, www.crugi.de og www.foot-domination.com. Síðurnar ganga oftast út á það, að menn senda konunum hluti til að eyðileggja ásamt peningagreiðslu og fá sendan DVD-disk af eyðileggingunni. Þannig er það t.d. á síðunni www.crugi.de. Kínverjinn er því sennilega samkynhneigður og hefur látið stúta bílnum í kynferðislegum tilgangi og nú getur hann notið þess að horfa á upptökuna, eins oft og hann vill.

Steini (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 18:30

10 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Er ekki ansi dýrt að fá dráttin (eða hvað það nú heitir undir svona kringumstæðum) á 35 milljónir? 

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 20:02

11 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Milla mín, ég er algerlega sammála þér, og hvort þetta er einhver perraskapur sem maðurinn getur framið í skjóli auðæfa sinna er ekkert annað en ógeðslegt. Í samfélagi eins og Kína þar sem harður kapitalismi og ennþá harðari kommúnismi haldast hönd í hönd, verður sá sem aðhyllist kommúnismann og þar með að deila öllu sínu með fjölskyldunni  fátækur, og trúir á yfirvöld, ansi illa settur, enda fátæktin skelfileg víða. Þeir sem snúa baki við hefðunum og slíta sig frá fjölskylduveldinu og verða ríkir, verða á vissan hátt einmanna því oftast tekur hún (fjölskyldan) því afar illa og þessi ríki útskúfaður.

Auðvitað er líka mikið af "sannkristnum" kommúnistum sem hafa það bara sæmilega gott. Mörg þúsund ára hefðir gera þetta allt svo einkennilegt í augum okkar vesturlandabúa sem komum að þessu sem áhorfendur.

Kína er stórkostlegt land, svo og flest fólkið þar, en mannréttindin, svo sem almannatryggingar, reglur um slys á vinnustað ásamt svo mörgu öðru er bara ekki til. Fátæki maðurinn verður alltaf undir.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

þið sjáið ekki hvers vegna eigandinn gerði þetta.

þetta er kanski eitthvað sem við Íslendingar ættum að læra.

hann er bara mikið pirraður á að fá ekki rétt sinn sem neytandi.

ég vona bara að þetta breyti einhverju fyrir fleirri en hann einan.

Guðleifur R Kristinsson, 17.3.2011 kl. 22:05

13 Smámynd: Ragnar Einarsson

Svona er lífið 1 óánægður auðmaður fær meiri athygli en billjón fátækir kínverjar.

Eins er þetta hérna teljum fréttir um björgúlfa þessa lands og teljum fréttir um fátæklingana.

Björgúlfarnir eru alltaf á forsíðu... skemmtilegri fréttir,,,,samt  BULL

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 23:27

14 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nokkuð til í því Ragnar.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:37

15 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Nema þegar þeir (fátæklingarnir) stela sér súpudós. Þá verður allt bandvitlaust, verra en í sambandi við bjöggana. Henni er dálítið undarlega skipt athyglinni á tíðum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:41

16 Smámynd: Ragnar Einarsson

Gott blog og áhugavert efni sem þú vekur máls á.

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 23:42

17 Smámynd: Ragnar Einarsson

Jamm súpúdósaþjófarnir fá sennilega þyngri dóma en hinir...ísland í dag.  Bull

Ragnar Einarsson, 17.3.2011 kl. 23:44

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Efast ekki um fegurð þessa lands og ágæti fólksins og hefur Kína löngum heillað mig, ef ég væri ung í dag með þann þroska sem ég hef mundi ég leggjast í ferðalag og það yrði langt, muni heimsækja Kína, Japan og önnur skyld lönd, en ég er að vona, ef allt gengur vel í Japan að heimsækja það land, en það mun koma í ljós.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2011 kl. 07:37

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er ekki mesti munurinn á auðmönnum Kína og Íslands sá, að í Kína eyðileggur auðmaðurinn eigin eignir en hér á landi eyðileggja þeir aðallega eignir annarra en sjálfs sín?

Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2011 kl. 12:52

20 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Mælt þú manna heilastur, það er einmitt lóðið.

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.3.2011 kl. 21:27

21 Smámynd: GAZZI11

Legg til að við tökum svona á bankakerfinu.

GAZZI11, 18.3.2011 kl. 21:42

22 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þar myndi virka nákvæmlega eins og höggin virkuðu á bílinn, ekkert!

Bergljót Gunnarsdóttir, 19.3.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband