11.3.2011 | 18:51
Lífshættuleg björgunaræfing?
Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var sýnt frá björgunaræfingu Landhelgisgæslunnar. Þar seig fönguleg kona niður úr þyrlu og allt gekk vel. Það sem vakti þó athygli mína var að hún hafði sítt og fallegt hár sem flaksaðist í vindinum þannig að það stóð út frá höfðinu. Þar sem hún hékk í vír og ég sá ekki betur en annar vír hengi þarna beið ég bara eftir að hárið festist í vírunum, og hvað hefði þá gerst. Er ekki full ásæða til að hárið á konum sé hamið með teygjubandi eða húfu til að koma í veg fyrir að höfuðleðrið geti bara hreinlega rifnað af, bæði á æfingum og í raun ef til þess kæmi?
Athugasemdir
Úff, sá þetta ekki en skil hvað þú ert að segja. Auðvitað eigum við alltaf að setja öryggið á oddinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2011 kl. 17:52
Þú segir nokkuð.
Annars varð ég þeirrar skemmtilegu reynslu aðnjótandi á sjómannadag á Skagaströnd fyrir mörgum árum að vera hífður úr sjónum upp í þyrluna TF-LÍF, það var hluti af dagskrá dagsins.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.3.2011 kl. 23:24
Alveg væri ég til í þannig ævintýri Axel, ég er svo spennt fyrir öllu sem gerir mann svona mátulega smeikan, en ég vil hafa öryggisatriðin í lagi. Annars getur grínið snúist upp í skelfilega alvöru.
Bergljót Gunnarsdóttir, 13.3.2011 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.