11.3.2011 | 15:48
Borgarstjóri til Vínarborgar.
Gott ef satt reynist að borgarstjóri Reykjavíkur ætli að verða Reykjavík og Reykvíkingum til sóma í Vínarborg. Jón Gnarr er sómamaður og ætti auðveldlega að geta staðið við þessi fyrirheit. Ég óska honum góðrar ferðar, ekki veitir af, því hann virðist vera sá maður sem flestir gera út á til að losa sig við innibyrgða geðvonsku.
Lofar að verða Íslandi til sóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir þekkja hann í Vínarborg eftir að hann var á forsíðu blaðs atvinnulausra og fyrir sögnin var Gnarr eða Narr.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2011 kl. 16:09
Ég verð nú að fá að losa svolitla geðvonsku með því að lýsa ánægju minni með að borgarstjóri Reykjavíkur skuli vera erlendis. Vonandi verður hann þar sem allra lengst, Reykvíkingum til ánægju og vonandi gistiborginni ekki til mikilla leiðinda.
Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2011 kl. 16:34
Hann er nú ekki farinn, var að heyra að hann verði á fundi kl. 11 í fyrramáli (Laugardag) í Rimaskóla vegna þessa breytinga og í Breiðholtinu kl. 14 samdægus....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.3.2011 kl. 17:29
Gott að þeir þekkja hann Ásthildur. Mest spennandi fólkið er það sem hægt er að setja spurningarmerki við.
Gott að þú munt eiga ánægjulega helgi Axel, brosandi og geðgóður, sem ég á nú von á að sé þitt eðli, allavega þegar Gnarrinn er ekki nálægur. Hann verður í viku þannig að þú skalt nota tímann vel áður en hann fer að pirra þig aftur.
Bergljót Gunnarsdóttir, 11.3.2011 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.