27.2.2011 | 23:51
Lærdómur fyrir íslenska ráðherra
Íslenskir ráðherrar mættu draga lærdóm af utanríkisráðherra Frakka sem sagði af sér eftir mikla óánægju með störf hennar. Ég legg til að íslenskir ráðherrar fari að fordæmi franska ráðherrans, allir sem einn, því enginn þeirra hefur sloppið undan harðvítugri og að mínu mati réttlátri gagnrýni landsmanna.
Því miður virðast ráðamenn upp til hópa, ekki skilja þegar þeir eru gagnrýndir og því síður þegar þeirra tími er kominn, að hætta. Vonandi að úr rætist, ef ekki þyrfti að halda námskeið fyrir stjórnmálamenn, svona rétt til að skerpa á hvenær þeir eru komnir út yfir allan þjófabálk og tími til að linni.
Utanríkisráðherra Frakklands segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 12:47
Ég er svo hjartanlega smmála ykkur!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2011 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.