Vonandi góður lúr í heilnæmu lofti

Er ekki alveg upplagt að taka með sér heitt kaffi, nesti og nóg af teppum ef farið svona leiðangur. Ég skil ekki að þetta geti verið svona "óskemmtileg lífsreynsla" fyrir mann sem virðist hafa gist í Oddskarðsgöngum af og til hingað til, og á von á að þurfa jafnvel að gista þar oftar. Maðurinn er greinilega orðinn hagvanur, þó öðru máli kunni að gilda um þann sem var í för með honum. Þetta virðist mér fremur lítill fréttamatur.

Er hann einn um þetta eða er þetta etv. eins og hótel þegar verst er?

Hvernig væri að ath. veðrið áður en lagt er af stað?


mbl.is Svaf í Oddskarðsgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skilur augljóslega ekki um hvað málið snýst. Hinum megin við þessi göng er Fjórðungssjúkrahús Austfirðinga. Þú talar nú um að þú sért frá Bíldudal og því ættir þú að vita að veður geta breyst með engum fyrirvara.

Þetta er nefnilega stór fréttamatur - að vera fastur í göngum sem eru eina leiðin til að komast á sjúkrahús fjórðungsins.

Er það semsagt eðlilegt að þurfa að sofa í göngum ef maður er orðinn vanur því?

Sigríður (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 10:49

2 identicon

nkl, ég væri til í að heyra í þér hljóðið Bergljót -eftir að hafa gist þarna sjálf:)

þetta getur alveg verið ævintýralegt -svona í eitt skipti - en oftar-.. og tala nú ekki um ef um neyðartilvik er að ræða, er varla mikill ævintýraljómi eftir yfir þessu...

Adeline (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 12:08

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er alveg einkennilegt mál.  Hvernig ætli Reykvíkingar tækju því að komast ekki frá vinnu sinni á Selfossi vegna ófærðar.  Við verðum víst líka að aðgæta að hvað er framundan í veðrinu svona á veturna.  Ég lendi í því í vetur að komast ekki lengra en í Staðarskála, og við urðum að gista á gistiheimili þar í nágrenninu Staðarflöt, það var ekki beint það sem við ætluðum okkur, en við því varð ekki brugðist öðruvísi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2011 kl. 14:17

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Bergljót" heldur þú að það sé heylnæmt loft oddskarðsgöngum. þú ert heppin að búa í Reykjavík hvað varðar heilbrigðisþjónustu, ef þú fengir hjartaáfall í Reykjavík þá ert þú komin undir læknishendur eftir fáar minútur. En ef þú værir fyrir austan þá sefur þú bara í oddskarðgöngunum þangað til það verður oppnað. Hvernig væri að vera ekki að fá hjartaáfall þegar þegar veður er vont?

Eyjólfur G Svavarsson, 13.1.2011 kl. 15:25

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Ég hef fulla samúð með landsbyggðarfólki hvað læknisþjónustu varðar og hef skrifað um það oftar en einu sinni. En ég varð ekki vör við að það fylgdi fréttinni að maðurinn væri veikur, né sá sem var með honum. Aftur á móti kom fram að hann hefði gist þarana alloft og virtist fullviss um að hann ætti eftir að gera það oftar.

 Ég var nú bara að grínast, en húmorinn hefur greinilega reynst harðbalalegur og torskilinn. Mér finnst nefnilega alveg stórskrítið að sami maðurinn lendi í þessu aftur og aftur. Ferðalög um fjallvegi að vetrarlagi þekki ég af eigin raun og veit allt um veðrin vályndu sem skella á eins og hendi sé veifað. En er ekki öruggara fyrir manninn að bíða til morguns þegar búið er að moka heldur en að húka þarna fyrir innan gangnamunnan, það virðist í þessu tilviki ekki hafa verið meir en 4 klst.

Eitt langar mig til að vita þó. Er einhver önnur leið til að komast á sjúkrahúsið í vondu veðri. Hver er lausnin? Hvað sagði ég svona herfilega rangt?

Bergljót Gunnarsdóttir, 13.1.2011 kl. 18:32

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

ég fer ætíð með nesti, teppi og koddar eru ávalt í bílnum, er ég fer eitthvað af bæ.

Þú sagðir ekkert rangt Bergljót mín, þetta er bara viðkvæmt mál eins og stendur, engin önnur leið er ef ekki er hægt að fljúga.

Hér um daginn var 6 ára stúlka afar mikið veik, ófært var til Akureyrar ekki hægt að fljúga og var henni haldið á morfíni þvílíkar voru kvalirnar, lausnin er að hafa skurðstofuna opna, en það er of dýrt.

En segi eins og þú, það stóð ekkert um að þessi maður hefði verið veikur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.1.2011 kl. 22:16

7 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Bergljót Mín"Eins og Guðrún segir þá sagðir þú ekkert rangt og fyrirgefur mér vonandi, ef ég hef valdið þér hugarangri. en þetta er þvílíkt hita mál að það þarf að tala varlega það. Það er ansi slæmt að þurfa að fara yfir einn hæsta fjallgarð landsins til að komast á spítala. En svona er þetta bara! KV Bláskjár.

Eyjólfur G Svavarsson, 14.1.2011 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband