21.12.2010 | 19:46
Jól
Af því að ég er svo lítið gefin fyrir minimalisma, ætla ég að vera nokkuð orðmörg í þetta sinn. Mér finnst ofurstutt blogg með einhverju, ja, stundum merkilegu innihaldi, oftast þó um ekkert, bara hundleiðinleg og sérstaklega ef ég skrifa þau sjálf.
Þess vegna er ég að hugsa um að teygja örlítið lopann í þetta sinn og nú getur þú lesandi góður fengið að ráða fram úr smá langhundi. Það er alveg upplagt að leggja slíkt á fólk nákvæmlega núna, þegar allir eru á fleygiferð og enginn má vera að því að lesa. Það að ef þér tekst að klára lesninguna, segir að þú ert undir meðallagi stressaður og líklega í fínu formi að taka á móti jólunum.
Mér finnst nefnilega dálítið sorglegt þegar fólk er búið með alla orku sem það á, þegar stundin mikla, jólin sjálf, koma klukkan nákvæmlega sex á aðfangadag. Ég man þá tíð að hafa sofnað útaf meðan fjölskyldan var að opna jólapakkana. Hvers vegna? Jú, jú, maður var alltaf á síðustu mínútunni með alla hluti og á Þorláksmessumorgun datt mér í hug að það væri gaman að breyta þriggja sæta sófanum okkar í fjögurra sæta, með því að bæta einum lausum stól við hann.
Það var haldið af stað í bítið og keypt áklæði, síðan ráðist á gripinn, annar armurinn rifinn af honum, síðan af stólnum, þessu skeytt saman með einhverjum greinilega mjög góðum aðferðum, því þetta hékk allt saman ennþá þegar sófinn fór á haugana mörgum árum seinna. Síðan var þetta yfirdekkt eftir kúnstarinnar reglum, ásamt stól sem fengið hafði að vera óáreittur fyrir atgangi húsmóðurinnar og mátti heppinn heita að henni fannst nóg að hafa bara fjögur sæti.
Þessu brambolti öllu lauk kl. 8 á aðfd.morgun og þá var eftir að þrífa íbúðina, skreyta jólatréð, uppáklæða þrjú börn, elda jólamatinn og taka á móti tengdaforeldrunum sem voru fastagestir á aðfangadagskvöld. Einhverntímann upp úr hádeginu kom eiginmaðurinn sem var flugvélstjóri heim úr Ameríkuflugi. Hann þurfti að leggja sig, enda ósofinn eftir 12 tíma flug eins og það tók í þá daga.
Á mínútunni sex gengu jólin í garð. Það var svo hátíðlegt, því við bjuggum uppi á sjöttu hæð við hliðina á Langholtskirkju, þe. fyrsta hluta hennar sem er líklega safnaðarheimili í dag. Klukknaportið hafði verið reist fyrir utan og klukkurnar skyldu vígðar til jólamessu. Ég fór út í glugga þegar þær byrjuðu að klingja, Út úr kirkjunni, sem var upplýst, kom geisli þar sem kirkjugestir sáust ganga prúðbúnir til jólamessunnar. Allt í einu byrjaði að snjóa, það snjóaði stórum flyksum og eins og hendi væri veifað varð allt hvítt.
Í því byrjaði jólamessan í útvarpinu, ég byrjaði að tárfella dálítið, eins og alltaf þegar jólin ganga í garð, en á meðan gerðist undrið árlega, að jólin voru bara allt í einu þarna, með sinni helgi og gleði, um leið og grár hversdagleikinn hvarf.
Þetta voru yndisleg jól fyrir mig, svo lengi sem ég mundi, en hinum fannst ég ansi slöpp að geta ekki haldið mér vakandi, því enginn tók eftir nýja fjögurra sæta sófanum með ennþá nýrra áklæði. Það hlýtur að hafa verið meiriháttar flott, úr því það stuðaði engan.
Ég vaknaði á jóladagsmorgun við hlýjan koss á kinn, síðan var hvíslað í eyrað á mér. Mikið rosalega eru mublurnar flottar, þú ert nú meiri brjálæðingurinn. Ég var alveg sammála.
Að lokum vil ég óska öllum bloggvinum mínum og auðvitað öðrum sem þetta kunna að lesa, gleðilegra jóla, friðar og helgi.
Gætið þess að borða ekki yfir ykkur og í guðanna bænum ekki láta ykkur detta í hug að fara að smíða og eða bólstra húsgögn á Þorláksmessu.
Þess vegna er ég að hugsa um að teygja örlítið lopann í þetta sinn og nú getur þú lesandi góður fengið að ráða fram úr smá langhundi. Það er alveg upplagt að leggja slíkt á fólk nákvæmlega núna, þegar allir eru á fleygiferð og enginn má vera að því að lesa. Það að ef þér tekst að klára lesninguna, segir að þú ert undir meðallagi stressaður og líklega í fínu formi að taka á móti jólunum.
Mér finnst nefnilega dálítið sorglegt þegar fólk er búið með alla orku sem það á, þegar stundin mikla, jólin sjálf, koma klukkan nákvæmlega sex á aðfangadag. Ég man þá tíð að hafa sofnað útaf meðan fjölskyldan var að opna jólapakkana. Hvers vegna? Jú, jú, maður var alltaf á síðustu mínútunni með alla hluti og á Þorláksmessumorgun datt mér í hug að það væri gaman að breyta þriggja sæta sófanum okkar í fjögurra sæta, með því að bæta einum lausum stól við hann.
Það var haldið af stað í bítið og keypt áklæði, síðan ráðist á gripinn, annar armurinn rifinn af honum, síðan af stólnum, þessu skeytt saman með einhverjum greinilega mjög góðum aðferðum, því þetta hékk allt saman ennþá þegar sófinn fór á haugana mörgum árum seinna. Síðan var þetta yfirdekkt eftir kúnstarinnar reglum, ásamt stól sem fengið hafði að vera óáreittur fyrir atgangi húsmóðurinnar og mátti heppinn heita að henni fannst nóg að hafa bara fjögur sæti.
Þessu brambolti öllu lauk kl. 8 á aðfd.morgun og þá var eftir að þrífa íbúðina, skreyta jólatréð, uppáklæða þrjú börn, elda jólamatinn og taka á móti tengdaforeldrunum sem voru fastagestir á aðfangadagskvöld. Einhverntímann upp úr hádeginu kom eiginmaðurinn sem var flugvélstjóri heim úr Ameríkuflugi. Hann þurfti að leggja sig, enda ósofinn eftir 12 tíma flug eins og það tók í þá daga.
Á mínútunni sex gengu jólin í garð. Það var svo hátíðlegt, því við bjuggum uppi á sjöttu hæð við hliðina á Langholtskirkju, þe. fyrsta hluta hennar sem er líklega safnaðarheimili í dag. Klukknaportið hafði verið reist fyrir utan og klukkurnar skyldu vígðar til jólamessu. Ég fór út í glugga þegar þær byrjuðu að klingja, Út úr kirkjunni, sem var upplýst, kom geisli þar sem kirkjugestir sáust ganga prúðbúnir til jólamessunnar. Allt í einu byrjaði að snjóa, það snjóaði stórum flyksum og eins og hendi væri veifað varð allt hvítt.
Í því byrjaði jólamessan í útvarpinu, ég byrjaði að tárfella dálítið, eins og alltaf þegar jólin ganga í garð, en á meðan gerðist undrið árlega, að jólin voru bara allt í einu þarna, með sinni helgi og gleði, um leið og grár hversdagleikinn hvarf.
Þetta voru yndisleg jól fyrir mig, svo lengi sem ég mundi, en hinum fannst ég ansi slöpp að geta ekki haldið mér vakandi, því enginn tók eftir nýja fjögurra sæta sófanum með ennþá nýrra áklæði. Það hlýtur að hafa verið meiriháttar flott, úr því það stuðaði engan.
Ég vaknaði á jóladagsmorgun við hlýjan koss á kinn, síðan var hvíslað í eyrað á mér. Mikið rosalega eru mublurnar flottar, þú ert nú meiri brjálæðingurinn. Ég var alveg sammála.
Að lokum vil ég óska öllum bloggvinum mínum og auðvitað öðrum sem þetta kunna að lesa, gleðilegra jóla, friðar og helgi.
Gætið þess að borða ekki yfir ykkur og í guðanna bænum ekki láta ykkur detta í hug að fara að smíða og eða bólstra húsgögn á Þorláksmessu.
Athugasemdir
Nei, þetta sem þú orðar með bólstrun er liðin tíð! En yndisleg hugvekja hjá þér. Gleðileg jól kæra bloggvina.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.12.2010 kl. 20:18
Bergljót Gunnarsdóttir, hafðu bestu þakkir fyrir þennan snjalla pistil.
Björn Birgisson, 21.12.2010 kl. 20:43
Síðan 1993 hef ég passað mig á því að eiga ekkert eftir að gera á Þorláksmessu og aðfangadag nema slaka á, skreyta jólatréð með fjölskyldunni, pakka inn gjöfum með fjölskyldunni, sendast með þær með fjölskyldunni og elda matinn með fjölskyldunni.
Mæli með þeirri aðferð.
Bestu kveðjur til þín Bergljót og gleðileg jól.
Hörður Sigurðsson Diego, 21.12.2010 kl. 22:44
Þetta hefur verið í kringum 1968 og síðan þá hefur allt verið tilbúið vel í tíma. Engan slóðaskap hér lengur takk.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.12.2010 kl. 23:59
En hugljúft Bergljót mín. Ég er alveg nógu óstressuð, reyndar er einhver tómleiki í mér með jólin, síðan sonur minn fór. þangað til var ég algjört jólabarn, hlakkaði til eins og barn. En það kemur ef til vill aftur. Ég ætla samt að njóta jólanna, með fjölskyldunni minni, sem eftir er. Flestir farnir til Noregs. En hljóðlát róleg jól eru ekkert slæm upplifun. Takk fyrir þessa fallegu jólasögu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.12.2010 kl. 10:04
Þakka þér fyrir þína góðu pistla Bergljót og ekki síst Kínasögurnar og þennan ljúfa jólapistil. Ég óska þér og þínum gleðilegra og friðsælla jóla.
Axel Jóhann Axelsson, 23.12.2010 kl. 12:50
Kærar þakkir öll, og ég ítreka jólaóskirnar ykkur til handa og bæti bara við almennum árnaðaróskum.
Bergljót Gunnarsdóttir, 23.12.2010 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.