Ríkisdalir og spesíur

Allir á móti öllum, en aðallega þrem þingmönnum  VG. Það er ekki auðlifað að vera þingmaður í dag. Það liggur við að ég sjái eftir að hafa tekið undir skrif um Lilju, sem enginn vill kveðið hafa í dag, en allmargir vilja kveðja. Það er svo mikil grimmd í sumum skrifunum að mér ofbýður.

Það kemur upp í hugann gömul vísa sem amma mín fór með fyrir mig. Vísan kemur Lilju og Co. svo sem ekkert við en ég læt hana fljóta. Amma talaði um ýmis mæt gildi og meðal annars peningagræðgi, sem henni fannst ljótt að sprengt gæti góðar og gildar trúlofanir í loft upp, utan þess hversu óaðlaðandi á allan annan hátt hún væri. Jæja, þá læt ég gamlan spældan kærasta taka við, eftir að kærastan náði sér í einn útrásarvíking þeirra tíma, eða svo.

Fyrirgefðu mér Gulltunna góð,

í grandleysi hélt ég að værir þú fljóð.

Ég þekki þinn brúðguma þú átt hans von,

það er hann ríkisdalur spesiuson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er afskaplega ánægð með Lilju Mósesdóttur og finnst þessi viðbrögð sorgleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2010 kl. 20:31

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kæra Bergljót Gunnarsdóttir, takk fyrir þetta. Þessi færsla vekur upp skrifþorstann í mér, en eins og fyrri daginn fer mér best að þegja! Geri það að þessu sinni. Næstum því!

Björn Birgisson, 20.12.2010 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband