Jólaskap

Var að koma af jólatónleikum Frostrósa, en þar voru flutt klassísk jólalög. Maður getur ekki annað en komist í hátíðarskap við svona atburð.

Þarna fluttu fimm stórsöngvarar helstu jólalagaperlur sem hinn vestræni heimur á, svo vel að það hríslaðist um mann gleði og hátíðartilfinning.  Þrír kórar tóku undir sönginn og gerðu það yndislega ásamt hljómsveit sem auðvitað spilaði eins og englar. 

Sýningin var öll svo örlát að um munaði. Leikmynd, fatnaður og endalausir smáhlutir gerðu það að verkum að manni fannst maður hafa litið um stund inn um dyr friðar og fagnaðar.

Takk fyrir mig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvelt að trúa því að þessir tónleikar Frostrósa hafi verið góðir, því tónleikarnir í Laugardagshöllinni voru stórkostlegir og allur söngur, útsetningar og annað ótrúlega vel skipulagt og útsett.

Íslenskir tónlistarmenn eru sannarlega í heimsklassa.

Axel Jóhann Axelsson, 19.12.2010 kl. 19:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek svo sannarlega undir þetta hjá þér, ég ásamt minni fjölskyldu fórum á tónleikana að Ýdölum S. þing og ég er ennþá í sæluvímu.

Þau eru stórkostlegt listafólk svo var kórinn okkar á Húsavík að syngja með þeim.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.12.2010 kl. 20:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir vinarbeiðni Bergljót það er mér sönn ánægja að vera bloggvinkona þín.

Ég er einnig Reykjavíkurmær, en á ættir að rekja vestur á firði, er ég bjó á Ísafirði fór ég á rúntinn eins og sagt er, tók þá suðurfirðina og ævilega snæddum við á Bíldudal, yndislegur staður eins og þeir allir staðirnir fyrir vestan.

Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.12.2010 kl. 07:58

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef farið á frostrósartónleika í kirkjunni hér, það var magnað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.12.2010 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband