Gúrkutíð ?

Reykskynjari íbúðar við Arahóla pípti. Þetta er alveg bráðfyndið, enginn eldur, ekkert að gerast, bara frétt ef frétt skyldi kalla á Mbl.is.

Það hvarflar stundum að manni að það séu einhverjir gagnfræðaskólanemar í æfingabúðum sem skrifa fréttirnar þar á bæ, bæði vegna fréttagildis þeirra og frásagnarmáta ásamt afleitri stafsetningu á köflum.


mbl.is Reykskynjari pípti í Arahólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Þjófavarnarkerfi fór af stað í bíl" .. þetta er eitthvað svipað!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 22:30

2 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Einmitt!

Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2010 kl. 22:57

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Bergljót, það hvarflar að manni stundum  að barnaskólanemar skrifi á MBL.is , stundum að minnsta kosti

Guðmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 23:54

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ja ... málið er nú kannski aðeins alvarlegra en að reykskynjarinn hafi bara pípt og ekkert meira. Slökkviliðið var kallað til og þar með lögregla auk þess sem sjúkrabíl hefur verið settur í viðbragðsstöðu. Þar með er þetta fært í dagbækur og þær eru fastar fréttir í fjölmiðlum.

Hörður Sigurðsson Diego, 19.12.2010 kl. 00:08

5 Smámynd: Kommentarinn

Tíðindalausasta land í heimi

Kommentarinn, 19.12.2010 kl. 01:16

6 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það þarf ekki MBL.is til. Ég varð stórhneyksluð þegar ég hlustaði á fréttamann RUV lesa í fréttum: Í GÆRNÓTT...

Mbk. Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.12.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær eru margar vitleysurnar sem maður sér í blöðunum, meira að segja stundum í fyrirsögnum.  En það er gott ef það er gúrkutíð, því þá er ekkert mikilvægt og neikvætt að gerast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2010 kl. 12:32

8 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Komdu blessuð og sæl Ertu ekki á Facebook?  Svo langar mig til að vita hvar þú býrð á landinu Það gekk mjög vel í New York.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.12.2010 kl. 01:40

9 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

 Mikið gleður það mig að þér gekk svona vel, til hamingju!  Ég er víst á facebook held ég, en langt síðan ég hef notað það, því það er alveg harðlæst eins og svo margt annað í Kína. Ég bý á Njarðargötu 9, 101 Rvík.

Bergljót Gunnarsdóttir, 20.12.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband