18.12.2010 | 21:56
Gúrkutíð ?
Reykskynjari íbúðar við Arahóla pípti. Þetta er alveg bráðfyndið, enginn eldur, ekkert að gerast, bara frétt ef frétt skyldi kalla á Mbl.is.
Það hvarflar stundum að manni að það séu einhverjir gagnfræðaskólanemar í æfingabúðum sem skrifa fréttirnar þar á bæ, bæði vegna fréttagildis þeirra og frásagnarmáta ásamt afleitri stafsetningu á köflum.
Reykskynjari pípti í Arahólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þjófavarnarkerfi fór af stað í bíl" .. þetta er eitthvað svipað!
Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 22:30
Einmitt!
Bergljót Gunnarsdóttir, 18.12.2010 kl. 22:57
Bergljót, það hvarflar að manni stundum að barnaskólanemar skrifi á MBL.is , stundum að minnsta kosti
Guðmundur Júlíusson, 18.12.2010 kl. 23:54
Ja ... málið er nú kannski aðeins alvarlegra en að reykskynjarinn hafi bara pípt og ekkert meira. Slökkviliðið var kallað til og þar með lögregla auk þess sem sjúkrabíl hefur verið settur í viðbragðsstöðu. Þar með er þetta fært í dagbækur og þær eru fastar fréttir í fjölmiðlum.
Hörður Sigurðsson Diego, 19.12.2010 kl. 00:08
Tíðindalausasta land í heimi
Kommentarinn, 19.12.2010 kl. 01:16
Það þarf ekki MBL.is til. Ég varð stórhneyksluð þegar ég hlustaði á fréttamann RUV lesa í fréttum: Í GÆRNÓTT...
Mbk. Silla.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.12.2010 kl. 10:28
Þær eru margar vitleysurnar sem maður sér í blöðunum, meira að segja stundum í fyrirsögnum. En það er gott ef það er gúrkutíð, því þá er ekkert mikilvægt og neikvætt að gerast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.12.2010 kl. 12:32
Komdu blessuð og sæl Ertu ekki á Facebook? Svo langar mig til að vita hvar þú býrð á landinu Það gekk mjög vel í New York.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 20.12.2010 kl. 01:40
Mikið gleður það mig að þér gekk svona vel, til hamingju! Ég er víst á facebook held ég, en langt síðan ég hef notað það, því það er alveg harðlæst eins og svo margt annað í Kína. Ég bý á Njarðargötu 9, 101 Rvík.
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.12.2010 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.