15.12.2010 | 15:21
Allt að verða vitlaust?
Er allt að verða vitlaust þarna á Selfossi? Vopnað rán á heimili, Glasi kastað í höfuð lögreglu o.s.frv. Þetta er ekki lengur gamli huggulegi bæjarbragurinn sem ríkti þarna. Hvað kemur til er ekki gott að segja, en Selfyssingar gætu etv. leitað ráða hjá þeim á Egilsstöðum sem eru alveg kjaftstopp þessa dagana af hissu.
Gerð var tilraun til innbrots í íbúðarhús þar. Slíkt og annað eins þekkist nefnilega ekki í þeirri sveit samkv. blaðafregnum. Kannski gæti lögreglan á Egilsstöðum séð af eins og einum eða tveim mönnum til hjálpar lögreglunni hérna fyrir sunnan, og kennt henni smávegis í leiðinni um hvernig halda má þjófum og misyndismönnum í skefjum.
Dómurinn yfir stúlkunni var nokkuð þungur miðað við slíka dóma, en hárréttur að mati undirrit.
Dæmd fyrir árás á lögreglu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er þetta ekki bara fólk að sunnan?
Magnús Ágústsson, 15.12.2010 kl. 17:02
þetta er höfuðborgarpakk í sveitaferð! :)
Haraldur (IP-tala skráð) 15.12.2010 kl. 17:29
Mér finnst nú ekki fallegt að kalla okkur höfuðborgarbúa pakk. Við erum nú ansi mikið fleiri en þið þarna í fámenninu. Það kemur víst alltaf að því að glæponnarnir búi um sig eftir því sem fjölgar í plássunum, því miður. Ef til vill er þetta fólk að sunnan, en mér sýnist samt að flestir smákrimmar hérna á höfuðborgarsvæðinu séu enn sunnar úr álfunni.
Bergljót Gunnarsdóttir, 15.12.2010 kl. 18:43
fólk að sunnan er oft sunnar en höfuðborgin
Magnús Ágústsson, 16.12.2010 kl. 02:35
Það mætti örugglega skoða hvort Sýslumaðurinn eigi ekki eitthvað þarna umhendis. Kæmi mér ekki á óvart.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.12.2010 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.