Fluvélarhurð á fleygiferð

Hvernig svona lagað má gerast er með ólíkindum. Er þetta afleiðingin að ódýrum íhlutum, kannski einhverjum festingum eða slíku sem flugvélaverksmiðjur gætu freistast til að kaupa, eða flugfélög að nota?

Nú er í gangi rannsókn á Rolls Royce hreyflum Airbus flugvélar, vegna flugslyss sem varð, því þeir gáfu ástæðu til frekari athugunar.

Svipað dæmi henti árið 1970, en þá fórst flugvél Cargolux sem þá var í eigu Loftleiða að mestu leyti. Vél af gerðinni Canada Air CL44, skrúfuþota, fórst á flugvellinum í Dacca, þar sem nú heitir Bangladesh. Með þeirri vél fórust 3 Íslendingar og einn Luxemburgarmaður.

Til að byrja með var talað um mögulegan "pilots error", en ungur ísl. flugvélaverkfræðingur hreinsaði mannorð vina sinna þegar hann fór þarna austur og gerði vettvangskönnun, og safnaði saman öllu sem hægt var að finna. Niðurstaðan var sú að hreyflarnir sem voru af Rolls Royce gerð voru gallaðir.

Skrúfublöðin höfðu festst í "ground final " skurði, sem er hlutlaus og vélin féll stjórnlaust til jarðar. Þetta varð til þess að flugvélar af þessari gerð, en þær voru allar vöruflutningavélar, voru  teknar úr umferð og lagt 

Ég vona að gerð verði ítarlega í rannsókn á þessu máli, því við vitum aldrei hvar gallaðir hlutir, ef einhver er að spara,  geta komið skelfilegu ferli af stað.

Að lokum hvet ég ísl. flugfélög að falla ekki í þá gryfju að kaupa ónýta, ódýra varahluti.


mbl.is Flugvélahurð féll til jarðar í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband