Hvað sagði löggan svona ljótt?

Svona athæfi ætti ekki að komast upp með, hvort sem maður er búsettur í Noregi eða ekki. Legg til að sektin verði að minnsta kosti þrefölduð. Aðrir "hrækjarar" gætu tekið þetta upp hjá sér, þegar þeir sjá útsöluverðið  á verknaðinum.
mbl.is Neitaði að segja til nafns og hrækti í andlit lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Sammála, þetta er aulalega lág upphæð. 

Hvumpinn, 6.12.2010 kl. 18:57

2 identicon

hvar kemur það fram að hann hafi þurft að gefa upp nafn? 

prakkari (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:28

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það kemur fram í fyrirsögn fréttarinnar. Hann hlýtur að heita alveg rosalega ljótu nafni, úr því hann þurfti að hrækja því út.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2010 kl. 19:42

4 Smámynd: Leifur Finnbogason

80þúsund? Útsöluverð? Þó það sé hrikalega sjokkerandi að fá hráka framan í sig þá er það fásinna að þetta sé útsöluverð. Ég hef séð og heyrt um margan hrákann, t.a.m. framan í afgreiðslufólk, en aldrei einu sinni heyrt minnst á kæru.

Og þráttfyrir að auðvitað eigi að virða lögregluna, á ekki aðeins að virða lögregluna heldur alla. Svo ég heimta sektir útum allt. 40þús krónur fyrir að hrækja í andlit afgreiðslufólks! 20þús ef 6 ára krakki hrækir á annan 6 ára! 150þús ef Steingrímur hrækir á Jóhönnu! 

Leifur Finnbogason, 6.12.2010 kl. 20:03

5 identicon

það á ekkert að virða lögregluna þetta eru alverstu glæpamennirnir, brjóta ítrekað á manréttindum og hef eg tvisvar orðið vitni af þvi þegar þeir berja börn

einhver (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:40

6 identicon

Er lögbrot að segja ekki til nafns?

Sviðar (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:50

7 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það er nú það? Ja hérna hér, góð spurning!

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2010 kl. 22:01

8 identicon

Já það er lögbrot að segja lögreglu ekki til nafns biðji hún um það.

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 22:52

9 Smámynd: Davíð Þór Þorsteinsson

Styð hráku framan í leiðinlega lögreglumenn, maður veit ófá dæmi, ef maðurinn var ekki að gera neitt rangt af sér lögreglumanninum nafns hans ekkert við og átti bara að hætta að skipta sér af honum, þó að samkvæmt lögum að það sé skylda að gefa lögreglumanni nafn ef hann spyr, mér er drullu sama.

Davíð Þór Þorsteinsson, 6.12.2010 kl. 23:30

10 identicon

Þú ert ansi málefnalegur Davíð Þór.

Við vitum ekkert um það hvort maðurinn var að gera eitthvað af sér eða ekki, en ljóst er að lögregla hafði af honum afskipti sem yfirleitt felur í sér að spurt er til nafns.

Vissulega geta lögreglumenn verið misskemmtilegir en þeir verðskulda þó ekki hráka framan í sig bara fyrir það eitt að vera leiðinlegir. 

Guðmundur (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband